Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 LESENDABÁS Gæðakerfi fyrir heimavinnslur Það eru tíu ár síðan bændur stofnuðu óháðu félaga- samtökin Beint frá býli, félag matarfrumkvöðla í hópi bænda sem hófu fullvinnslu úr afurðum búa sinna og beina sölu til neytenda. Hér voru merkilegir hlutir að gerast, opnaðir nýir möguleikar fyrir landbúnaðarafurðir og neytendur boðnir velkomnir heim að býlum, sem þeir kunnu vel að meta. Á þessum tíu árum hefur mikil vinna verið lögð í lagalega umgjörð heimavinnsla, að skilgreina stærð og umfang og sérstöðu, leggja grunn að starfsleyfiskröfum og matvælaeftirliti og að breyta ytri aðstæðum heimavinnsla. Í þessum pistli ætla ég að beina sjónum að innri þáttum heimavinnsla, þeim sem snúa í grunninn að matvælaöryggi og velta upp þeirri spurningu hvort það þurfi að aðlaga gæðakerfi að stærð, umfangi og sérstöðu heimavinnsla. Áhættuþættir varðandi matvælaöryggi eru þeir sömu fyrir alla matvælavinnslu. Í forgrunni eru það bakteríur og sýklar og hættan á matarbornum sjúkdómum og hins vegar hætta á efnamengun og aðskotahlutum í mat. Fjórði áhættuþátturinn snýr að ofnæmisvöldum og réttindum neytenda til að vita af þeim. Þó að áhættuþættirnir séu þeir sömu eru líkur á alvarlegum atvikum minni út frá umfangi heimavinnsla, útfrá einfaldleika vinnslunnar og út frá beinum viðskiptum við neytendur. Bein samskipti frumframleiðenda og neytenda fela í sér mikla möguleika, þar verður til vettvangur til að miðla upplýsingum á báða bóga og fróðlegt að sjá hverju það skilar í vöruþróun og gæðum. Verkfæri matvælaframleiðandans Gæðakerfi er verkfæri matvæla- framleiðandans til að fyrirbyggja að matvæli frá hans vinnslu valdi neytendum heilsutjóni og um leið að tryggja rekstraröryggi fyrirtækisins. Að skilja og greina áhættuþætti matvæla er fyrsta skrefið. Út frá því eru verkferlar settir upp til að stýra áhættu og þá er fyrsta útgáfa af gæðahandbókinni komin í hús. Þessi grunnvinna skilar auknum skilningi og þekkingu á matvælaöryggi, skipulagi verkferla og starfsleyfi fyrir vinnsluna. Þá liggur fyrir að vinna í samræmi við gæðahandbókina, að fylgja skipulögðum verkferlum og að meta árangurinn bæði af því hvernig ferlarnir eru settir upp og hvernig gengur að fylgja þeim og skila lærdómnum í endurbótum og framförum. Þá er gæðakerfið farið að rúlla af stað. Það heldur utan um gögn og upplýsingar. Það byggist upp af þekkingu og reynslu og skapar grunn fyrir traustan rekstur. Sérstaða heimavinnsla byggist á smæð þeirra. Framleitt er úr takmörkuðu magni, vinnslan oft árstíðabundin og eigendur vinnslunnar kannski einu starfsmennirnir sem samhliða matvælavinnslu sinna bústörfum. Þessar aðstæður skapa ekki grundvöll fyrir umfangsmikið gæðakerfi og jafnvel hætta á óskilvirku gæðakerfi ef eigendur upplifa fyrirhafnarsamt að fylgja verkferlum og sjá ekki beinan ávinning af því. Ef gæðahandbókin rykfellur uppi í hillu þá skiptir ekki máli hversu ítarlega eða vel hún er sett upp, það er framkvæmdin og eftirfylgnin við gæðastýringu sem skilar matvæla- og rekstraröryggi. Að brýna verkfæri gæðastýringar er fólgið í þeirri yfirvegun að vinna samkvæmt skipulagi og taka ákvarðanir út frá upplýsingum og gögnum til að auka gæði og hagræðingu. Að gera það sem þú segist ætla að gera, jafn einfalt og það hljómar, þá getur það reynst erfitt í raun. Það getur reynst erfitt vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna eða atvika, praktískra atriða t.d. vanmats á tíma og fjármagni eða mannlegra þátta sem oft eru vanmetnir. • Er vilji, geta og þekking til staðar? • Er umhverfið styðjandi og hvetjandi til framfylgni verk- ferla? • Komast menn upp með að brjóta reglur? Svar við þessum spurningum er að finna í góðum og gefandi samskipt- um hagsmunaaðila, miðlun upplýs- inga með því að deila reynslu og leita lausna á vandamálum og byggja upp þekkingu. Þar sem fólk getur tjáð sig einlæglega og opinskátt, þar sem fyrr hendi er hlustun og skilningur þar sem áhugi og ástríða sameinar fólk, þar verður til orka og umhverfi til sköpunar og lausna. Þetta vita frumkvöðlar sem vinna oft einir að sinni hugmynd, hversu nauðsynlegt það er að fá að segja frá verkefn- um sínum og hversu mikilvægt það er að heyra hvað aðrir eru að gera. Sjávarklasinn, Landbúnaðarklasinn og frumkvöðlasetur skapa vettvang fyrir fólk að hittast, þau byggja á þeirri hugmyndafræði að í samskipt- um fólks skapist verðmætin. Það er starfsemin í húsunum sem skapar verðmætin Að fjárfesta í föstum hlutum, hús- næði og búnaði er fyrir mörgum aug- ljósari og auðveldari kostur en að fjárfesta í hlutlægum hlutum eins og hugmyndum frumkvöðla, markaðs- setningu, gæðaráðgjöf. Verðskynið við húsbyggingu, við innkaup á tækjabúnaði eða hlutum er betra. Auðveldara að átta sig á því hvað hlutirnir megi kosta. Þó má okkur öllum vera ljóst að það eru hugmynd- irnar og mannvitið sem skapa hin raunverulegu verðmæti. Hlutirnir sem slíkir án notkunar og án tilgangs eru einskis virði. Það er ekki fyrr en ástríða fólks til að skapa og búa til vöru að þeir verða einhvers virði. Það er starfsemin í húsunum sem skapar verðmætin. Að koma hugmyndum og upplifun til annarra skapar verð- mæti. Gæðastjórnun er það verkfæri sem vert er fyrir framleiðandann að fjárfesta í. Það er verkfæri sem rammar inn hugvit hans og hugsjón og hjálpar honum við að koma því í framkvæmd. Gæðastjórnun eykur líkur á að framleiðandi nái markmið- um sínum, skapi þá vöru sem hann er með í huga og komi henni á markað á þann hátt sem hann hafði hugsað sér. Elfa Björk Sævarsdóttir, matvælafræðingur og eigandi Gagnsjá gæðaráðgjöf. elfa@gagnsja.is Elfa Björk Sævarsdóttir. Áhættuþættir varðandi matvælaöryggi eru þeir sömu fyrir alla matvælavinnslu. Í forgrunni eru það bakteríur og sýklar og hættan á matarbornum sjúkdómum og hins vegar hætta á efnamengun og aðskotahlutum í mat. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 RÚÐUR Í MIKLU ÚRVALI John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson EIGUM TIL Á LAGER RÚÐUR Í FLEST ALLAR GERÐIR DRÁTTARVÉLA – FRÁBÆR VERÐ SÉRPÖNTUM RÚÐUR Í ALLAR GERÐIR DRÁTTARVÉLA MEÐ SKÖMMUM FYRIRVARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.