Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Garðyrkjuverðlaunin 2018 og umhverfis- verðlaun Hveragerðisbæjar og Ölfuss voru afhent á opnu húsi á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Mörg þúsund manns lögðu leið sína í Garðyrkjuskóla L a n d b ú n a ð a r - háskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta til að fagna komu sumarsins. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá á vegum starfsmanna. H á p u n k t u r dags ins var veit- ing garðyrkju- verðlaunanna 2008 og umhverfis verðlauna Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndi Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar Vorið er tími vonar um hlýnandi veður. Þegar fósturjörðin vaknar af löngum vetrardvala finnst okkur sem væntum veðrabrigða, tilefni til bjartsýni. Fáir núlifandi hagyrðingar kunna betur en Pétur Stefánsson að fylla okkur vorhug. Pétur er enda sprottinn af skagfiskri mold og fóstraður hjá föðurömmu sinni, Sölvínu Konráðsdóttur, ljósmóður og bónda á Mýrum og síðar Keldum í Sléttuhlíð. Pétri er sérlega létt um kveðskap og vísur hans einkar liprar og læsilegar. Í þessum þætti fær Pétur orðið óskert, vísurnar allar ortar á síðustu vikum og því keimur af vori í kveðskap hans: Andinn styrkist. Afl og þor eykst með hverjum degi. Nú er brátt í vændum vor, vaknar líf á teigi. Þreyttir fuglar álpast enn yfir hafið bláa. Út úr brumi brjótast senn blöð á greinum trjáa. Veðrið gleður þessa þjóð, það er tvennt á seiði, fuglar syngja sumarljóð, sólin skín í heiði. Veðráttan leikur við þakkláta þjóð, því er sko ekki að leyna, og fuglarnir syngja sín fegurstu ljóð á flögri á milli greina. Loks er tíðin ljúf að sjá, laus við norðan svala. Vorið hrekur vetur frá, vaknar allt úr dvala. Burt eru vetrarveðrin stríð og váleg frostin hörðu. Vorið er komið, vænkast tíð, vaknar líf á jörðu. Bráðnað hefur fönn af fold. Fólk í göngutúra anar. Kíkja uppúr kaldri mold Krókusar og Túlipanar. Veröld fyllist yndi og yl. Úti ríkir veðursæla. Víst er gott að vera til er vorið lætur á sér kræla. Hér er margt sem hugann gleður og harla fátt sem skapar stress. Úti er núna indælt veður og um að gera að njóta þess. Nú er vetur brátt á braut, birtir um veröld alla. Bráðum prýðir blómaskraut bala, lautir, hjalla. Þegar bjátar ekkert á, allt vill hugann styrkja. Ljúft finnst mér að lifa þá og leika mér að yrkja. Hreyfing gefur gull í mund, glæðir sálarhaginn. Eykur þol og léttir lund labbitúr um bæinn. Ef eitthvað bagar þessa þjóð þá má raunir lina, því alltaf getur lítið ljóð lýst upp veröldina. Síðan opnar skáldið sín innstu sálarker: Hérna fyrr, á árum áður öl og tóbak girntist ég. Nú er ég engum efnum háður, arka frjáls um lífsins veg. Samt er stundum eins og Pétri sé varla sjálfrátt, því örfáum andartökum síðar er eins og Bakkus hafi aldrei vikið frá honum nokkra stund: Núna þó að sól sé sest síst mun hugann ergja. Á föstudögum finnst mér best að fá mér öl að bergja. Lokavísan verður varla liprari: Lífið er bæði ljúft og gott, lítill er sálarskaðinn. -Æskuvinir eru brott, aðrir komu í staðinn. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson LÍF&STARF MÆLT AF MUNNI FRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.