Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Áhugi á nýtingu þörunga
fer vaxandi í heiminum og
eru Íslendingar þar engin
undantekning. Eru smáþörungar
m.a. taldir næsta bylting í
fæðuframleiðslu heimsins.
Þegar eru komin hér á fót
fyrirtæki sem hyggjast m.a. nýta sér
sérstöðu Íslands varðandi tiltölulega
ódýra og um leið umhverfisvæna
orkugjafa. Fyrirtækið KeyNatura
ehf., sem staðsett er á Suður-
hellu 8 í Hafnarfirði, er þar á
meðal. Hefur KeyNatura hafið
framleiðslu á þörungum í einstökum
ræktunarbúnaði sem starfsmenn
fyrirtækisins hafa hannað. Búið
er að sækja um einkaleyfi á
þessum búnaði. Hafa þegar verið
smíðuð nokkur ný „gróðurhús“,
eða „PhotoBioReactor“, sem
eru sérstaklega ætluð til að
rækta smáþörunga. Í þessum
nýja ræktunarbúnaði er hægt að
framleiða yfir 2.000 kg af mat
á 32 fermetrum, sem er sami
fermetrafjöldi og þarf til að afla eins
kg af nautakjöti samkvæmt tölum frá
Bandaríkjunum.
Í lokuðum ræktunarbúnaði
Ólíkt hefðbundum landbúnaði þarf
ekki ríkan jarðveg eða heppilegt
loftslag til að rækta smáþörunga.
Þeir eru einfaldlega ræktaðir í lokuð-
um ræktunarbúnaði. Ræktun smá-
þörunga er ný braut í matvælafram-
leiðslu. Það felst í framleiðslu smá-
þörunga, sem er frumframleiðendur
próteina, fitu, kolvetna og ýmissa
karótenefna. Framleiðslutækni
KeyNatura er í vissum skilningi
ylrækt þar sem „gróðurhúsið“ er
fyllt með vatni. Smáþörungar eru nú
þegar komnir á dagskrá sem aðferð
til framleiðslu matvæla eftir að hafa
verið þar rannsóknar- og þróunarver-
kefni í áratugi.
Ein leið til að mæta vaxandi
fæðuþörf mannkyns
„Mannkyni fjölgar hratt. Þetta hefur
þau áhrif að sífellt þarf meira af mat
og með núverandi aðferðum þarf
mikið land til að framleiða þennan
mat.
Smáþörungar, örsmáar plöntur,
eru oft taldir vera ein af örfáum van-
nýttu auðlindum jarðar. Þeir geta
veitt okkur sjálfbæra og hagkvæma
lausn á fæðuvanda heimsins. Í dag er
bara verið að nýta örfáa tugi af smá-
þörungum á meðan að til eru tugþús-
undir af smáþörungum sem má nýta
í þessu skyni. Þúsundir af þessum
tegundum smáþörunga má nýta til
að framleiða dýrmæt fæðuefni og
næringarefni sem stuðla að bættri
heilsu. Smáþörungar auka lífmassa
sinn hratt og eru mikilvirk uppspretta
próteina, lípíða og sykra fyrir mat.
Þeir eru á botni fæðupýramídans og
eru lausir við mengun í sama mæli
og vatnið, næringarefnin og ílátin
sem þeir eru ræktaðir í. Í samanburði
við t.d. ræktun sojabauna þarf aðeins
4% af landi og 23% af því vatni sem
þarf til að framleiða sojabaunir.
Eftirsótta efnið astaxanthin
Astaxanthin er eitt þeirra efna sem
tilteknir þörungar framleiða og telst
sérstaklega eftirsóknarvert. Það er
einstaklega öflugt og verðmætt
andoxunarefni. Það er best þekkt
sem efnið sem gefur rækju og
laxfiski rauða litinn sem einkennir
þær lífverur.
Þörungar sem framleiða efnið eru
í upphafi grænir, en við erfið lífs-
skilyrði þá taka þeir til við að fram-
leiða astaxanthin til að auka þol og
taka þeir þá hinn einkennandi rauða
laxalit. Þetta efni er mikið notað í
margvísleg fæðubótarefni, lyf og
matvæli. Rannsóknir hafa sýnt að
efnið hefur fjölbreytta lífvirkni, s.s.
að styrkja hjarta og æðar og að auka
þol manna. Hefur fyrirtækið þegar
sett hér á markað nokkrar heilsu-
eflandi vörutegundir sem byggja á
virkni astaxanthins.
„Þetta efni hjálpar frumum
líkamans að verja sig gegn alls
konar oxunarálagi. Við teljum að
ræktun þörunga sé næsta bylting í
framleiðslu matvæla. Við höfðum
áhuga á því að taka þátt í þessari
byltingu og af hagkvæmnisástæð-
um hófum við vegferðina á því
að rækta þörung sem skapar sem
mest verðmæti. Smáþörungurinn
Haemamtococcus pluvialis varð því
fyrir valinu í því augnamiði að nýta
hann til að framleiða astaxanthin.
Efnið er til dæmis mikið notað af
fólki sem er að fara erlendis í sól,
enda getur það komið í veg fyrir
sólarexem. Þetta er í raun sólarvörn
að innan, enda verndar það húðina
gegn oxunarálagi. Það er viðbót við
hefðbundna sólarvörn. Svo eykur
það teygjanleika í húðinni með því
að auka vökvann í henni og dregur
úr hrukkum,“ segir Halla Jónsdóttir,
rannsóknarstjóri fyrirtækisins.
Forsvarsmenn KeyNatura vísa
í fjölmargar rannsóknir sem hafa
sýnt að efnið sé virkt gegn bólgum,
ásamt því að hafa jákvæð áhrif á
Með sérfræðinga úr
lyfjageiranum
Sjöfn Sigurgísladóttir er fram-
kvæmda stjóri KeyNatura. Hefur
hún lagt áherslu á að fara í þróun
nýs búnaðar til þörungaræktunar,
búnaðar sem sé betri en þeir
ræktunarbúnaðir sem séu á markaði.
Þetta djarfa framtak heppnaðist
vel. Fjölmargir vísindamenn koma
einnig að þessu verkefni og m.a.
hámenntað fólk sem áður starfaði
hjá lyfjafyrirtækinu Actavis.
Þykja mikil tækifæri liggja í
slíkri framleiðslu sökum vaxandi
eftirspurnar og takmarkaðrar
framleiðslugetu á heimsvísu.
Samkvæmt úttekt ESB eru ennþá
aðeins framleidd um eða yfir 10
þúsund tonn af grænþörungum á ári
mælt í þurrefni. Efnið astaxanthin
er aðeins lítið brot af þeirri
framleiðslu.
TÆKNI&VÍSINDI
Forsvarsmenn KeyNatura telja sig hafa fundið lausn sem auðveldar mjög framleiðslu smáþörunga í lokuðum
og spara mikla orku.
Sigurbjörn Einarsson M.Sc., framleiðslustjóri fyrirtækisins, ættaður úr Dölunum og er jafnframt búfræðingur og Halla Jónsdóttir, rannsóknarstjóri fyrirtækisins, með Haemamtococcus pluvialis
smáþörunga í ræktun. Smáþörungar (microalgae) eru m.a. algengir í höfunum. Þeir eru taldir Myndir / HK
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Þörungarækt gæti orðið næsta
bylting í íslenskum landbúnaði
– að mati KeyNatura í Hafnarfirði, sem hefur hannað einstakan ræktunarbúnað og vill setja hann á markað