Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 47 Hið íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér tvær bækur undir heitinu Send í sveit. Önnur bókin ber heitið Þetta var í þjóðarsálinni en hin Súrt, saltað og heimabakað. Saman gefa bækurnar einstæða innsýn í líf íslenskrar æsku og rifja upp ótal minningar þeirra sem voru send í sveit. Undirritaður er einn þeirra sem sendur var á hverju ári til sveitardvalar hjá afa sínum og ömmu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og man þá tíma vel og með ánægju. Sjö ára gamall var ég farinn að keyra gamla Fergusoninn heim með heysleða í eftirdragi. Um svipað leyti reyndi afi minn að kenna mér að marka, eitthvað sem ég komst aldrei upp á lagið með á gera og ég man vel hversu miklum vonbrigðum það olli gamla manninum að ég skyldi ekki vera sauðglöggur. Einn krani með rennandi vatni var í húsinu og neysluvatn geymt í skjólum undir eldhúsborðinu og maður gerði þarfir sínar í flórinn eða í guðsgrænni náttúrunni. Reynsla mín af sveitadvölinni var góð enda hjá afa mínum og ömmu og Huldu frænku sem öll voru mér afskaplega góð. Ég hlakkaði alltaf til að fara í sveitina á vorin og kveið fyrir því að fara til Reykjavíkur á haustin enda dvölin í skólanum sem beið með eindæmum leiðinleg. Saga og ástæður sveitardvala Þetta var í þjóðarsálinni fjallar um sögu siðarins og ástæður þess að börn voru send í sveit, lífið í sveitinni, dráttarvélaslysin, sveitadvöl sem félagslegt úrræði og hvernig siðurinn birtist í bókmenntum og ljósmyndum. Í henni eru að finna frásagnir sumardvalarbarna, heimafólks og annarra um sveitadvölina ásamt tölulegum upplýsingum. Í bókinni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á siðnum að senda börn í sveit. Þar er einnig sagt frá fræðilegri nálgun rannsóknarinnar, aðferðafræði hennar og niðurstöðum. Ummæli og myndir Súrt, saltað og heimabakað kynnir helstu niðurstöður rannsóknar um siðinn að senda börn í sveit á myndrænan hátt. Birt eru ummæli fyrrum sumardvalarbarna og heimafólks samhliða textabrotum úr bókmenntum og þjóðfélagsumræðu, allt frá lokum 19. aldar til líðandi stundar. Fjöldi ljósmynda víðs vegar af landinu prýðir bókina. Í bókinni segir frá því hvernig kjölfestan í lífi margra sumardvalarbarna voru reglulegir matmálstímar frá því snemma morguns þar til seint að kvöldi, undir stjórn húsfreyju. Maturinn var ýmist súr eða sætur, eins og sveitadvölin sjálf. Milli máltíða var vinnan í fyrirrúmi, gjarnan samtvinnuð leik, dýrin voru trúnaðarvinir og náttúran heillaði. Saman gefa bækurnar einstæða innsýn í líf íslenskrar æsku í rúmlega eina öld og rifja upp ótal minningar þeirra sem voru send í sveit. Textabrot Í bókunum er að finna margar áhugaverðar og ólíkar lýsingar á sveitadvölinni eins og sjá má á eftirfarandi dæmum. „Þetta var svona að maður fór á staðinn, vann og fékk að borða og það var bara nóg.“ „Kannski fékk ég pínu sjokk. Það var til dæmis ekkert baðkar þarna og ég fór ekki í bað allt sumarið.“ „Ég held að maður verði öllu þakklátari fyrir starfið sem bændur vinna og beri meiri virðingu fyrir því eftir að hafa verið sumar í sveit.“ „Mér fannst það erfitt að vera þarna innan um ókunnugt fólk, þekkti það ekki, hafði ekki einu sinni séð það.“ „Eins og þetta var þá, var þetta þrældómur fyrir börnin.“ „Þetta var hluti af uppeldinu að kynnast sveitinni. Eiginlega allir mínir jafnaldrar, bæði strákar og stelpur, voru sendir í sveit.“ „Ég er ekki hrifinn af ofnotkun orðsins barnaþrælkun þegar verið er að kenna fólki að taka þátt í lífinu.“ „Svo sá húsfreyjan um að maður skipti um föt, manni hefði ekki dottið það í hug sjálfum.“ „Ég var náttúrulega eitt af þessum vandamálabörnum á þessum tíma – þá var maður bara erfiður og leiðinlegur. „Eiginlega skemmtilegast bara í heyskapnum, að keyra traktor … það var bara einhvern veginn ótrúlega mikið fjör.“ „Auðvitað komu sumir og fóru svo bara og við vissum ekkert meira um þá,“ en í flestum tilfellum hafa börnin „bara orðið svona partur af fjölskyldunni og bara orðið vinir“, nokkuð sem bæði börn og ábúend- ur virðast vera þakklát fyrir. Þegar börnin urðu hluti af fjölskyldunni gat kveðjustundin vissulega orðið erfið og stundum tár á hvarmi. „Oh! það er alltaf hundleiðinlegt! Já, það er bara leiðinlegt, maður bara eignast svolítið í þeim.“ Það var þó bót í máli að vita að „Þau fóru heim til sín og þetta var gott fólk sem þau áttu“. /VH Hitari fyrir ökumannshús Hleðslutæki fyrir rafgeymi Mótorhitari Rafmangskapall 230V Inntakskapall Stjórneining Mótorhitarar Auðveldara start Minna slit á mótor Allt að 24% minni eldsneytiseyðsla Allt að 71% minni mengun Leitið tilboða hjá okkur með tölvupósti á varahlutir@thor.is. Munið að tiltaka fastanúmer dráttarvélarinnar svo við getum örugglega fundið rétta hitarann fyrir vélina þína. Nánari upplýsingar á www.DEFA.com og www.thor.is Mótorhitarar ÞÓR FH MHG Verslun ehf. Víkurhvarfi 8 - 203 Kópavogi S. 544-4656 www.mhg.is HUSQVARNA JARÐVEGSÞJÖPPUR GÆÐI Í GEGN Á GÓÐU VERÐI Husqvarna LF 75 LAT Jarðvegsþjappa Þjöppuþyngd 97kg Plata 50x57cm Til í mörgum stærðum Husqvarna LG 300 Jarðvegsþjappa Þjöppuþyngd 265kg Plata 60cm breidd Husqvarna LT 6005 Hoppari Þjöppuþyngd 69kg Plata 23x33cm Husqvarna LP 7505 Jarðvegsþjappa (Rúllu) Þjöppuþyngd 1001kg Breidd 75cm BÆKUR & MENNING Sumardvöl barna í sveit á síðustu öld: Send í sveit Þar sem góðu og vönduðu jólagjafirnar fást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.