Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201918
HROSS&HESTAMENNSKA
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Hafðu
samband
568 0100
www.stolpigamar.is
Gámurinn
er þarfaþing
Þurrgámar
Hitastýrðir gámar
Geymslugámar
Einangraðir gámar
Fleti og tankgámar
Gámar með hliðaropnun
Til leigu eða sölu: Gámahús og salernishús
Færanleg starfsmannaðstaða
Bos gámar og skemmur
Mikið um dýrðir á Uppskeruhátíð hestamanna:
Jóhann R. Skúlason er knapi ársins
Jóhann Rúnar Skúlason
var valinn knapi ársins á
Uppskeruhátíð hestamanna
sem fram fór á dögunum.
Fremstu afreksknapar hér á
landi sem og fremstu ræktun-
arbú ársins 2019 voru heiðruð
á hátíðinni.
Jóhann Rúnar vann þrjá
heimsmeistaratitla á árinu, í
tölti, fjórgangi og samanlögðum
fjórgangsgreinum á hestinum
Finnboga frá Minni-Reykjum.
Einnig á hann hæstu tölteinkunn
ársins, 8,90.
Aðrir knapar sem hlutu verð-
laun á hátíðinni voru, Benjamín
Sandur Ingólfsson sem valinn
var efnilegasti knapi ársins 2019,
Konráð Valur Sveinsson hreppti
nafnbótina skeiðknapi ársins
2019 og Hlynur Guðmundsson
var valinn gæðingaknapi ársins.
Jóhann Rúnar var íþróttaknapi
ársins og Árni Björn Pálsson
kynbótaknapi ársins. Þá var til-
kynnt um að Syðri Gegnishólar/
Ketilsstaðir hefði fengið verðlaun
í flokki keppnishestabúa ársins
og Stuðlar eru ræktunarbú ársins
2019.
Bjarnleifur heiðraður
Á Uppskeruhátíðinni veitti
Landssamband hestamanna, LH
Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni
heiðursverðlaun LH en hann
hefur starfað í félagsmálum
hestamanna óslitið í 30 ár og
er enn að. Hann var formaður
landsliðsnefndar LH í tíu ár,
frá hausti 2003 til ársins 2013.
Bjarnleifur hefur áður hlotið
viðurkenningu fyrir óeigingjant
starf í þágu hestamanna, hann
hefur hlotið félagsmálaskjöld og
starfsmerki UMSK og gullmerki
Landssambands hestamannafé-
laga. Heiðursverðlaun Félags
hrossabænda hlaut Baldvin Kr.
Baldvinsson fyrir ræktun sína
á kynbótahrossum og keppn-
ishrossum frá Torfunesi. /MÞÞ
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeru-
hátíðinni.
Stuðlar var tilnefnt ræktunarbú ársins 2019. Tali frá vinstri: Sveinn Steinars-
son, FHB, Guðrún Tryggvadóttir, formaður BÍ ásamt Páli Stefánssyni og
Eddu Björk Ólafsdóttur, eigendum Stuðla.
Keppnishestabú ársins – Sóley Margeirsdóttir, varaformaður LH, Bergur
Jónsson og Olil Amble Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir, Ólafur Þórisson,
gjaldkeri LH.
Verðlaunahafar á uppskeruhátíð hestamanna 2019.