Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201910 FRÉTTIR Páskadraumur í Dubrovnik sp ör e hf . Vor 4 Austurlenskur blær, hefðir, minjar og ólýsanleg náttúrufegurð hrífa okkur í glæsilegri ferð til Dubrovnik og Porec í Króatíu við Adríahafið. Farið verður til Svartfjallalands þar sem við siglum yfir til gömlu borgarinnar Kotor. Við munum eiga góða daga í yndislega listamannabænum Rovinj í Króatíu og endum að lokum góða ferð í tónlistarborginni Salzburg. 7. - 19. apríl Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! FourSalmon kannar samfélagsleg og umhverfisleg áhrif af fiskeldi Í lok október var haldinn fundur hérlendis vegna nýs norræns verkefnis sem kallast FourSalmon og felst í að skoða samfé- lagsleg og umhverfisleg áhrif af fiskeldi. Meginviðfangsefnið er laxeldi í sjókvíum og horft til stefnumótunar, stjórnunar og eftirlits, áhrifa á nærumhverfið og samfélagið, áskorana og tækifæra. Ragnheiður Þórarins­ dóttir, rektor Land­ búnaðar háskólans, segir að markmið verkefnisins sé að taka saman upp­ lýsingar í fjórum lönd­ um, Noregi, Færeyjum, Kanada og Íslandi, þar sem meðal annars er horft til laga og reglu­ gerða í löndunum. Sérfræðingar frá Nofima og Háskólanum í Tromsö í Noregi, Háskólanum í Færeyjum, Háskólanum í Ottawa í Kanada, Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands taka þátt í verkefninu. „Hópurinn fundaði með þeim stofnunum sem koma að umhverfismati, eftirliti og leyfis­ veitingum, sem og burðarþolsmati, það er að segja Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sveit­ arstjórnum á Tálknafirði og í Vesturbyggð, auk þess sem leitað var upplýsinga til annarra hagaðila, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssambands veiðifélaga. Þá fór hópurinn í skoðunarferð í nýju seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði. Tækifæri og áskoranir „Náttúruauðlindir á norður­ slóðum skapa mikil tækifæri en einnig áskoranir fyrir samfélögin. Fiskeldi í sjókvíum er að ryðja sér til rúms og hefur haft áhrif á þróun byggða í dreifbýli í þátt­ tökulöndunum. Hérlendis höfum við til dæmis séð fjölgun íbúa í nærumhverfi fiskeldisfyrirtækja. Það eru þó ýmsar áskoranir sem snúa bæði að umhverfislegum og samfélagslegum þáttum. Í verk­ efninu er ætlunin að taka saman þær upplýsingar og gera saman­ burð milli landanna fjögurra á því hvernig stjórnun þessara þátta er háttað. ,Þannig má auka þekkingu, styðja við og stuðla að framþróun og þekkingarmiðlun milli land­ anna,“ segir Ragnheiður. Sérfræðingar með þverfaglegan bakgrunn Verkefnið er stutt af Fram Centre í Noregi (The High North Research Centre for Climate and the Environment). Verkefnishópurinn samanstendur af sérfræðingum með þverfaglegan bakgrunn í félagsfræði, skipulagsfræði, umhverfisstjórnun, tæknigreinum og líffræði. „Allir í hópnum eiga það sameig­ inlegt að hafa unnið að verkefnum á sviði fiskeldis til fjölda ára, sem snúa að lagaumhverfi, eftirliti, leyfismál­ um, umhverfismati og/eða vottun á sjálfbærni.“ /VH Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnað- arháskólans. Hópurinn heimsækir bæjarskrifstofur Vesturbyggðar á Patreksfirði. Mynd / LBHÍ. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum: Námskeið í loftslagsvænum landbúnaði haldin í febrúar – Skráning á námskeiðin er þegar hafin á heimasíðu RML Í byrjun næsta árs fer af stað verk- efnið „Loftslagsvænn landbúnað- ur“ í samræmi við aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Liður í því er námskeið fyrir bændur sem haldin verða í febrúar 2020. Undirbúningur verkefnisins hefur verið fjármagnaður af umhverf­ is­ og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytinu og hefur verið unninn í samstarfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og auka bindingu kolefnis með breyttum áherslum í landnýt­ ingu. Megináherslan verður til að byrja með lögð á sauðfjárrækt og er það í samræmi við áherslur rík­ isstjórnarinnar. Námskeið fyrir bændur Í febrúar verða haldin heilsdags námskeið í loftslagsvænum landbún­ aði þar sem bændum og öðrum land­ eigendum gefst kostur á að efla þekk­ ingu sína á loftslagsmálum og hvaða aðgerðir eru vænlegar til árangurs, svo sem með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun. Námskeiðsstaðir verða ákveðnir með tilliti til fjölda skráninga á hverju svæði. Námskeiðsgjaldi verður stillt í hóf. Takmarkað framboð verður á námskeiðum og því mikilvægt að áhugasamir skrái sig sem fyrst á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is, eða með því að hringja í síma 516­5000. Þátttökubú Þeim, sem eru þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa lokið námskeiði í Loftslagsvænum landbúnaði, mun gefast kostur á að sækja um að verða þátttökubú í verkefninu. Þátttökubúum gefst kostur á aðstoð við að vinna tíma­ setta aðgerðaáætlun um minnkun á kolefnisspori í búrekstrinum og einnig aðstoð við að koma áætl­ unum sínum í framkvæmd. Unnið verður út frá forsendum hvers og eins. Ávinningur þátttakenda verður einkum fólginn í betra landi, bættum rekstri, betri nýtingu aðfanga, verð­ mætari auðlind, bættri ímynd og há­ mörkun afurða. /BPB Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og auka bindingu kolefnis með breyttum áherslum í landnýtingu. Megináherslan verður til að byrja með lögð á sauðfjárrækt og er það í sam- ræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.