Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201936
LÍF&STARF
Hjónin Reynir Jónsson og Sólveig
Sigfúsdóttir reka Reykás ehf.,
gróðrarstöð í Miðfellshverfinu
við Flúðir. Þar rækta þau gúrk-
ur, tómata, salat. - „Við erum að
framleiða á milli 2.000 til 3.000
gúrkur á dag sem gerir yfir 200
tonn á ári,“ sagði Reynir er tíð-
indamaður Bændablaðsins kíkti
til hans í heimsókn á dögunum.
Staðan á íslenskum græn-
metismarkaði í dag er þannig að
þar ættu að öllu eðlilegu að vera
miklir möguleikar fyrir íslenska
garðyrkjubændur að auka sína
framleiðslu. Þá hafa menn marga
lykilþætti hér á landi til ræktunar
sem ekki er víða að finna í öðrum
löndum, eins og næga græna orku,
jarðhita og hreint vatn í miklum
mæli. Aðstæður eru samt þannig
að hlutdeild íslenskrar græn-
metisframleiðslu á markaðnum
hefur dregist saman úr því að vera
75% árið 2010 í 52% árið 2018
af heildarsölu upp á 22.362 tonn.
Ástæður þessarar neikvæðu þró-
unar eru taldar margþættar, eins og
hækkandi orkuverð og minnkandi
tollvernd. Garðyrkjubændur hafa
varað mjög við þessari þróun enda
lítil skynsemi í því að flytja inn með
flugvélum og skipum nærri ellefu
þúsund tonn af grænmeti á sama
tíma og hávær krafa er um að draga
úr loftmengun í heiminum.
Í Reykási eru framleiddar
gúrkur alla daga ársins
„Við erum að tína gúrkur alla daga
vikunnar, líka á jóladag. Það er verið
að tína af plöntunum á hverjum
einasta degi. Plantan gefur okkur
engan frið og vex eiginlega eins og
illgresi. Plantan vex um svona 70
sentímetra á viku þannig að maður
sé dagamun á henni. Gúrkuræktin
er því mjög mannaflsfrek og kallar
á mikla umhirðu. Það er aldrei hægt
að sleppa þar úr degi. Gúrka sem er
300 grömm í dag er eftir tvo daga
orðin 500–600 grömm að þyngd. Við
þurfum að passa vel upp á að tína á
réttum tíma, því markaðurinn vill
bara 350 gramma gúrkur. Ef sumarið
er mjög gott þurfum við að tína af
plöntunum tvisvar á dag til að halda
í horfinu.“
Segir Reynir að hver planta sé
nýtt í 12 til 13 vikur, en þá er henni
hent út og ný planta sett í staðinn.
Plönturnar byrja að gefa af sér gúrk-
ur þegar þær hafa náð ákveðinni
hæð, en fara að dala í framleiðslunni
að um þrem mánuðum liðnum. Eru
plönturnar þannig tímasettar gagn-
vart endurnýjun að framleiðslan í
húsinu verður stöðug og jöfn.
– Hvað þarf til að viðhalda slík-
um vexti?
„Það þarf mikið af kolsýru, ljósi
og vatni auk næringarefna, en gúrkur
eru um 95% vatn. Það þarf því mikið
vatn í svona framleiðslu og hér er
vökvað á um 20 mínútna fresti yfir
vetrartímann og nær stöðugt yfir
sumartímann.“
Það þekkist hvergi nema á
Íslandi að framleiða grænmeti
með hreinu drykkjarvatni
- Þykir það ekki dálítið sérstakt að
geta verið með hreint drykkjarvatn
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Reynir Jónsson í gúrkuskála gróðrarstöðvar Reykáss. Plantan vex um svona 70 sentímetra á viku, gúrka sem er 300 grömm í dag er eftir tvo daga orðin 500–600 grömm að þyngd. Myndir / HKr.
Gróðrarstöð Reykás í Miðfellshverfinu á Flúðum.
Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn %
Tómatar-ísl. 1.652.000 74% 1.605.000 70% 1.716.000 79% 1.560.000 67% 1.516.000 64% 1.347.000 55% 1.436.000 54% 1.334.000 49% 1.213.000 44%
Tómatar-innfl. 583.384 26% 678.301 30% 445.535 21% 779.490 33% 869.859 36% 1.097.192 45% 1.204.551 46% 1.371.907 51% 1.548.633 56%
Gúrkur-ísl. 1.458.000 91% 1.582.000 95% 1.673.000 98% 1.781.000 99% 1.807.000 99% 1.826.000 100% 1.868.000 100% 1.857.000 95% 1.927.000 99%
Gúrkur-innfl. 145.911 9% 91.027 5% 35.755 2% 25.338 1% 11.406 1% 7.422 0% 8.466 0% 103.028 5% 21.529 1%
Paprika-ísl. 186.731 14% 229.428 16% 261.000 17% 243.000 16% 223.000 14% 215.000 14% 190.000 11% 191.000 12% 181.000 11%
Paprika-innfl. 1.145.374 86% 1.211.493 84% 1.248.787 85% 1.294.668 84% 1.326.103 86% 1.368.580 86% 1.483.947 89% 1.469.329 88% 1.542.304 89%
Blómkál-ísl. 114.220 30% 105.400 30% 136.000 34% 51.000 14% 44.000 11% 50.000 14% 60.000 14% 55.000 12% 47.000 9%
Blómkál-innfl. 261.367 70% 251.455 70% 269.613 66% 308.935 86% 349.065 89% 318.067 86% 365.017 86% 413.949 88% 488.026 91%
Gulrætur-ísl. 612.372 53% 744.872 61% 682.000 55% 360.000 33% 780.000 49% 550.000 44% 778.000 49% 750.000 49% 520.000 35%
Gulrætur- innfl. 543.301 47% 484.143 39% 552.625 45% 739.143 67% 801.519 51% 701.907 56% 794.550 51% 765.943 51% 982.531 65%
Hvítkál-ísl. 424.795 58% 449.317 57% 408.000 57% 158.000 31% 135.000 23% 160.000 25% 143.000 23% 276.000 39% 154.000 20%
Hvítkál-innfl. 311.182 42% 338.264 43% 308.348 43% 343.884 69% 448.768 77% 485.080 75% 483.912 77% 431.764 61% 628.596 80%
Kínakál-ísl. 164.423 49% 185.185 59% 196.000 65% 71.000 40% 84.000 46% 75.000 43% 41.000 22% 50.000 28% 37.000 20%
Kínakál-innfl. 169.088 51% 127.321 41% 106.693 35% 104.994 60% 97.854 54% 98.142 57% 148.827 78% 126.941 72% 144.333 80%
Spergilkál-ísl. 108.483 35% 85.383 25% 129.183 37% 49.000 15% 50.000 14% 70.000 17% 70.000 16% 68.000 16% 45.000 8%
Spergilkál-innfl. 199.994 65% 251.455 75% 222.381 63% 288.717 85% 304.572 86% 337.323 83% 365.051 84% 349.281 84% 486.832 92%
Gulrófur-ísl. 833.000 98% 759.000 99% 1.265.000 94% 670.000 100% 1.070.000 84% 1.200.000 95% 938.000 97% 930.000 97% 540.000 87%
Gulrófur-innfl. 21.142 2% 6.727 1% 87.519 6% 76 0% 207.101 16% 68.162 5% 32.000 3% 27.135 3% 77.421 13%
Salat-ísl. 99.995 7% 107.698 7% 161.414 10% 269.000 18% 309.000 18% 335.000 20% 384.000 22% 370.000 22% 403.000 23%
Salat-innfl. 1.404.206 93% 1.437.085 93% 1.449.530 90% 1.206.320 82% 1.378.537 82% 1.352.987 80% 1.328.873 78% 1.309.359 78% 1.313.368 77%
Kartöflur-ísl. 12.460.000 90% 7.222.000 91% 9.700.000 84% 6.000.000 82% 8.260.000 76% 9.050.000 87% 9.930.000 92% 9.000.000 84% 6.020.000 66%
Kartöflur-innfl. 1.461.488 10% 749.232 9% 1.847.770 16% 1.290.545 18% 2.538.870 24% 1.350.166 13% 812.410 8% 1.680.710 16% 3.160.659 34%
Sveppir-ísl. 579.121 94% 583.473 93% 575.000 89% 585.000 88% 602.000 90% 550.000 76% 585.000 72% 580.000 70% 580.000 66%
Sveppir-innfl. 36.706 6% 44.932 7% 72.608 11% 82.171 12% 63.679 10% 175.704 24% 230.829 28% 244.947 30% 300.691 34%
Heildarmagn 24.976.283 19.330.191 23.549.761 18.261.281 23.277.333 22.788.732 23.681.433 23.755.293 22.361.923
Íslensk framl. 75% 71% 72% 65% 64% 68% 69% 65% 52%
Grænmeti - innlend framleiðsla og innflutningur 2010 - 2018 - Magn í kg.
Heimild: Hagstofa Íslands
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Í þessum tölum Hagstofu Íslands sést vel þróun grænmetismarkaðarins á Íslandi frá 2010 til 2018. Hlutdeild íslenskra framleiðenda á markaðnum hefur
fallið úr 75% í 52%. Þrátt fyrir allt tal um vegan, grænkera og mikilvægi grænmetisneyslu, þá hefur neyslan líka greinilega dregist saman miðað við það
magn sem kemur inn á markaðinn, eða úr rúmum 24.976 tonnum árið 2010 í tæp 22.362 tonn árið 2018. Samdráttur hefur verið í framleiðslu á flestum
grænmetistegundum á Íslandi, nema helst í gúrkum þar sem framleiðsla hefur aukist úr 1.458 tonn í 1.927 tonn á þessu tímabili.
„Tínum gúrkur alla daga
vikunnar – “