Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 25 Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), ásamt M a t a r p r ó g r a m m i heims ins (WFP) og Sjóði fyrir landbúnaðar þróun (IFAD), hafa miklar áhyggjur af fæðuör- yggisástandi í löndun- um í sunnanverðri Afríku árið 2020. Í byrjun nóvember sendu þessar stofnanir frá sér yfir- lýsingu um að 45 milljónir manna í 15 löndum Suður-Afríku muni verða fyrir alvarlegu mataröryggi næstu sex mánuði. Stofnanirnar leggja áherslu á forgangsfjár- mögnun til að koma í veg fyrir þá krísu sem er í uppsiglingu. Nú verði þjóðir heims sem standa fyrir langtímafjárfestingum í heiminum að leggja meira til málanna til að koma í veg fyrir þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér en einnig til að byggja upp þessi lönd og getu samfélaganna til að sporna við áhrifum lofts- lagsbreytinganna. FAO bendir á að nú þegar séu 11 milljónir manns sem upplifa krísu vegna mat- vælaöryggis í níu lönd- um, sem eru Angóla, Simbabve, Mósambík, Sambía, Madagaskar, Malaví, Namibía, Eswatini og Lesotho. Á þessum svæðum upplifa íbúar nú verstu þurrka í 35 ár með tilheyrandi uppskerubrestum. /Bondebladet - ehg Bændur athugið! ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnesi 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Við minnum á að lokafrestur til að panta KUBOTA heyvinnuvél á áramótatilboði okkar er 31. desember næstkomandi. Þeir sem panta vél fyrir þann tíma fá hana samsetta og keyrða heim á hlað sér að kostnaðarlausu. Einnig er vert að ítreka það, að með því að panta vél tímanlega er tryggt að hægt verður að afhenda hana á réttum tíma fyrir slátt á komandi sumri. Verðlista yfir KUBOTA heyvinnuvélar var dreift inn á sérhvert lögbýli landsins í lok nóvember. Hafi hann ekki borist þér getur þú haft samband við sölumenn okkar og fengið hann sendan um hæl. Einnig er hægt að hlaða honum niður á heimasíðu okkar, www.thor.is eða á Facebook síðu landbúnaðardeildar: Þór hf. - Landbúnaður UTAN ÚR HEIMI REKO-kaupleiðin er orðin gríðarvinsæl í Noregi en um 220 þúsund Norðmenn eru nú með- limir slíkrar síðu á Facebook en fyrir ári síðan voru einungis um 60 þúsund meðlimir síðunnar. Norðmenn tóku leiðina upp eftir Svíum og nú eru margir bændur, sem eiga í vandræðum með að dreifa sínum vörum og fá upp í kostnað við framleiðsluna, sem nýta þessa leið. Per Egil Pedersen, prófessor við háskólann í Suðaustur-Noregi, rannsakar nú svokallaða REKO- hringi og segir hann margar ástæð- ur fyrir því að fyrirbærið sé orðið svo vinsælt sem raun ber vitni. „Það fylgir fólki sá vani frá sam- félagsmiðlum þegar það verslar sínar vörur. Þeir líka og deila inn- leggjum frá framleiðendum og þar að auki hefur fólk takmark- aðan tíma og margir gefa sér til dæmis ekki lengur tíma til að fara á bændamarkaði þar sem það veit ekki hvað það getur verslað þar. Afhending á REKO-vörum er mun sniðugra fyrir þetta fólk sem fær sérstaka upplifun við að versla á þennan hátt. Síðan hefur það auk- ist undanfarin ár að fólk vill vita hvaðan maturinn þeirra kemur og hvað er í matnum sem það kaup- ir en það á helst við um mat sem notaður er í veislum. Síðan notum við þessar upplýsingar um mat- inn í samtölum við annað fólk. REKO-matvælin falla vel undir þessi viðmið.“ Vöxtur REKO-hringja á Norðurlöndunum er hvergi jafn stór eins og í Noregi og sem dæmi hefur REKO-síðan fyrir bæinn Voss 4.100 meðlimi þar sem við bættust 500 manns í október á þessu ári, á einum mánuði. Í gegn- um þann hring er selt grænmeti, kjöt, ávextir, hunang, kaffi, ís, egg og brauð, sem dæmi, einu sinni í mánuði. Með þessu fyrirkomu- lagi líður viðskiptavinunum eins og bændaverslanirnar komi beint til þeirra. /NRK – ehg REKO-hringir gríðarvinsælir í Noregi FAO,WFP og IFAD hafa áhyggjur af fæðuöryggi: Vara við fæðuskorti hjá 45 milljónum manna Arla í Danmörku: Fjárfestir stórt í Banderup Mjólkursamlags risinn Arla í Danmörku ætlar að fjárfesta fyrir um 600 milljónir danskra króna til að stækka mjólkursamlag sitt í Branderup á Suður-Jótlandi vegna aukinnar eftirspurnar á mozzarella-osti. Stækkunin hefst í janúar 2020 og eftir framkvæmdir ári síðar verður mozzarella-fram- leiðsla fyrirtæk- isins helm- ingi meiri enn í dag, eða um 91 milljón kílóa á ári. Mjólkursamlagið í Branderup verður eitt af þeim stærstu í Evrópu í framleiðslu á mozzarella-osti. Arla Foods er í eigu rúmlega tíu þúsund mjólkurframleiðenda í Danmörku, Hollandi, Lúxemborg, Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. /ehg Háskólinn í Bergen: Deilt um kjötlaust jólahlaðborð Háskólinn í Bergen í Noregi mun í ár halda jólahlaðborð án þess að hafa kjöt á borðum og hefur það skapað miklar umræður þar í landi og eru ekki allir á eitt sáttir um þessa ákvörðun. „Mér finnst að kjötlaust jólahlað- borð sé bara vitleysa. Það gagnast ekki umhverfinu að borða ekki kind- ur sem hafa nú þegar verið á beit og gert frá sér. Háskólinn ætti að vera gagnrýnni gagnvart sannleikanum sem er lagður á borð fyrir okkur og ekki leggjast flöt fyrir stúlku eins og Gretu Thunberg sem hefur séð ljósið,“ segir Pål Herman Bakke, starfsmaður við háskólann. Hann óskar eftir gagnrýnni nálg- un við loftslagsráðstöfunum sem gerðar eru. Svo miklar umræður hafa verið um ákvörðun skólans að jólahlaðborðsnefnd skólans í ár þurfti að koma fram í fjölmiðlum og verja ákvörðun sína. Nefndinni finnst of mikið gert úr málinu, sem segir að ákvörðunin sé einungis brotabrot inn í þá loftslagsumræðu sem á sér stað í dag. Nemendur við skólann eru þó jákvæðir gagn- vart nýjunginni og hafa tekið þátt í umræðunni á þroskaðan máta, segir nefndin. /Bondebladet - ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.