Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 25
Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO), ásamt
M a t a r p r ó g r a m m i
heims ins (WFP) og Sjóði
fyrir landbúnaðar þróun
(IFAD), hafa miklar
áhyggjur af fæðuör-
yggisástandi í löndun-
um í sunnanverðri
Afríku árið 2020.
Í byrjun nóvember
sendu þessar stofnanir frá sér yfir-
lýsingu um að 45 milljónir manna
í 15 löndum Suður-Afríku muni
verða fyrir alvarlegu mataröryggi
næstu sex mánuði. Stofnanirnar
leggja áherslu á forgangsfjár-
mögnun til að koma í veg fyrir
þá krísu sem er í uppsiglingu. Nú
verði þjóðir heims sem standa fyrir
langtímafjárfestingum í heiminum
að leggja meira til málanna til að
koma í veg fyrir þær afleiðingar sem
loftslagsbreytingar hafa í för með
sér en einnig til að byggja upp þessi
lönd og getu samfélaganna til að
sporna við áhrifum lofts-
lagsbreytinganna. FAO
bendir á að nú þegar séu
11 milljónir manns sem
upplifa krísu vegna mat-
vælaöryggis í níu lönd-
um, sem eru Angóla,
Simbabve, Mósambík,
Sambía, Madagaskar,
Malaví, Namibía,
Eswatini og Lesotho. Á
þessum svæðum upplifa
íbúar nú verstu þurrka í 35 ár með
tilheyrandi uppskerubrestum.
/Bondebladet - ehg
Bændur athugið!
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Baldursnesi 8
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Við minnum á að lokafrestur til að panta KUBOTA heyvinnuvél á
áramótatilboði okkar er 31. desember næstkomandi.
Þeir sem panta vél fyrir þann tíma fá hana samsetta og keyrða heim á
hlað sér að kostnaðarlausu.
Einnig er vert að ítreka það, að með því að panta vél tímanlega er tryggt
að hægt verður að afhenda hana á réttum tíma fyrir slátt á komandi sumri.
Verðlista yfir KUBOTA heyvinnuvélar var dreift inn á
sérhvert lögbýli landsins í lok nóvember. Hafi hann ekki
borist þér getur þú haft samband við sölumenn okkar
og fengið hann sendan um hæl.
Einnig er hægt að hlaða honum niður á heimasíðu
okkar, www.thor.is eða á Facebook síðu
landbúnaðardeildar:
Þór hf. - Landbúnaður
UTAN ÚR HEIMI
REKO-kaupleiðin er orðin
gríðarvinsæl í Noregi en um 220
þúsund Norðmenn eru nú með-
limir slíkrar síðu á Facebook en
fyrir ári síðan voru einungis um
60 þúsund meðlimir síðunnar.
Norðmenn tóku leiðina upp eftir
Svíum og nú eru margir bændur,
sem eiga í vandræðum með að
dreifa sínum vörum og fá upp í
kostnað við framleiðsluna, sem
nýta þessa leið.
Per Egil Pedersen, prófessor
við háskólann í Suðaustur-Noregi,
rannsakar nú svokallaða REKO-
hringi og segir hann margar ástæð-
ur fyrir því að fyrirbærið sé orðið
svo vinsælt sem raun ber vitni.
„Það fylgir fólki sá vani frá sam-
félagsmiðlum þegar það verslar
sínar vörur. Þeir líka og deila inn-
leggjum frá framleiðendum og
þar að auki hefur fólk takmark-
aðan tíma og margir gefa sér til
dæmis ekki lengur tíma til að fara
á bændamarkaði þar sem það veit
ekki hvað það getur verslað þar.
Afhending á REKO-vörum er mun
sniðugra fyrir þetta fólk sem fær
sérstaka upplifun við að versla á
þennan hátt. Síðan hefur það auk-
ist undanfarin ár að fólk vill vita
hvaðan maturinn þeirra kemur og
hvað er í matnum sem það kaup-
ir en það á helst við um mat sem
notaður er í veislum. Síðan notum
við þessar upplýsingar um mat-
inn í samtölum við annað fólk.
REKO-matvælin falla vel undir
þessi viðmið.“
Vöxtur REKO-hringja á
Norðurlöndunum er hvergi jafn
stór eins og í Noregi og sem dæmi
hefur REKO-síðan fyrir bæinn
Voss 4.100 meðlimi þar sem við
bættust 500 manns í október á
þessu ári, á einum mánuði. Í gegn-
um þann hring er selt grænmeti,
kjöt, ávextir, hunang, kaffi, ís, egg
og brauð, sem dæmi, einu sinni
í mánuði. Með þessu fyrirkomu-
lagi líður viðskiptavinunum eins
og bændaverslanirnar komi beint
til þeirra. /NRK – ehg
REKO-hringir gríðarvinsælir í Noregi
FAO,WFP og IFAD hafa áhyggjur af fæðuöryggi:
Vara við fæðuskorti hjá
45 milljónum manna
Arla í Danmörku:
Fjárfestir stórt
í Banderup
Mjólkursamlags risinn Arla í
Danmörku ætlar að fjárfesta fyrir
um 600 milljónir danskra króna
til að stækka mjólkursamlag sitt
í Branderup á Suður-Jótlandi
vegna aukinnar eftirspurnar á
mozzarella-osti.
Stækkunin hefst í janúar 2020 og
eftir framkvæmdir ári síðar verður
mozzarella-fram-
leiðsla fyrirtæk-
isins helm-
ingi meiri
enn í dag,
eða um 91
milljón kílóa á
ári. Mjólkursamlagið í Branderup
verður eitt af þeim stærstu í Evrópu
í framleiðslu á mozzarella-osti. Arla
Foods er í eigu rúmlega tíu þúsund
mjólkurframleiðenda í Danmörku,
Hollandi, Lúxemborg, Bretlandi,
Svíþjóð og Þýskalandi. /ehg
Háskólinn í Bergen:
Deilt um kjötlaust
jólahlaðborð
Háskólinn í Bergen í Noregi mun
í ár halda jólahlaðborð án þess
að hafa kjöt á borðum og hefur
það skapað miklar umræður þar
í landi og eru ekki allir á eitt sáttir
um þessa ákvörðun.
„Mér finnst að kjötlaust jólahlað-
borð sé bara vitleysa. Það gagnast
ekki umhverfinu að borða ekki kind-
ur sem hafa nú þegar verið á beit og
gert frá sér. Háskólinn ætti að vera
gagnrýnni gagnvart sannleikanum
sem er lagður á borð fyrir okkur og
ekki leggjast flöt fyrir stúlku eins
og Gretu Thunberg sem hefur séð
ljósið,“ segir Pål Herman Bakke,
starfsmaður við háskólann.
Hann óskar eftir gagnrýnni nálg-
un við loftslagsráðstöfunum sem
gerðar eru. Svo miklar umræður
hafa verið um ákvörðun skólans
að jólahlaðborðsnefnd skólans í ár
þurfti að koma fram í fjölmiðlum
og verja ákvörðun sína. Nefndinni
finnst of mikið gert úr málinu, sem
segir að ákvörðunin sé einungis
brotabrot inn í þá loftslagsumræðu
sem á sér stað í dag. Nemendur
við skólann eru þó jákvæðir gagn-
vart nýjunginni og hafa tekið þátt í
umræðunni á þroskaðan máta, segir
nefndin. /Bondebladet - ehg