Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 36

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201936 LÍF&STARF Hjónin Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir reka Reykás ehf., gróðrarstöð í Miðfellshverfinu við Flúðir. Þar rækta þau gúrk- ur, tómata, salat. - „Við erum að framleiða á milli 2.000 til 3.000 gúrkur á dag sem gerir yfir 200 tonn á ári,“ sagði Reynir er tíð- indamaður Bændablaðsins kíkti til hans í heimsókn á dögunum. Staðan á íslenskum græn- metismarkaði í dag er þannig að þar ættu að öllu eðlilegu að vera miklir möguleikar fyrir íslenska garðyrkjubændur að auka sína framleiðslu. Þá hafa menn marga lykilþætti hér á landi til ræktunar sem ekki er víða að finna í öðrum löndum, eins og næga græna orku, jarðhita og hreint vatn í miklum mæli. Aðstæður eru samt þannig að hlutdeild íslenskrar græn- metisframleiðslu á markaðnum hefur dregist saman úr því að vera 75% árið 2010 í 52% árið 2018 af heildarsölu upp á 22.362 tonn. Ástæður þessarar neikvæðu þró- unar eru taldar margþættar, eins og hækkandi orkuverð og minnkandi tollvernd. Garðyrkjubændur hafa varað mjög við þessari þróun enda lítil skynsemi í því að flytja inn með flugvélum og skipum nærri ellefu þúsund tonn af grænmeti á sama tíma og hávær krafa er um að draga úr loftmengun í heiminum. Í Reykási eru framleiddar gúrkur alla daga ársins „Við erum að tína gúrkur alla daga vikunnar, líka á jóladag. Það er verið að tína af plöntunum á hverjum einasta degi. Plantan gefur okkur engan frið og vex eiginlega eins og illgresi. Plantan vex um svona 70 sentímetra á viku þannig að maður sé dagamun á henni. Gúrkuræktin er því mjög mannaflsfrek og kallar á mikla umhirðu. Það er aldrei hægt að sleppa þar úr degi. Gúrka sem er 300 grömm í dag er eftir tvo daga orðin 500–600 grömm að þyngd. Við þurfum að passa vel upp á að tína á réttum tíma, því markaðurinn vill bara 350 gramma gúrkur. Ef sumarið er mjög gott þurfum við að tína af plöntunum tvisvar á dag til að halda í horfinu.“ Segir Reynir að hver planta sé nýtt í 12 til 13 vikur, en þá er henni hent út og ný planta sett í staðinn. Plönturnar byrja að gefa af sér gúrk- ur þegar þær hafa náð ákveðinni hæð, en fara að dala í framleiðslunni að um þrem mánuðum liðnum. Eru plönturnar þannig tímasettar gagn- vart endurnýjun að framleiðslan í húsinu verður stöðug og jöfn. – Hvað þarf til að viðhalda slík- um vexti? „Það þarf mikið af kolsýru, ljósi og vatni auk næringarefna, en gúrkur eru um 95% vatn. Það þarf því mikið vatn í svona framleiðslu og hér er vökvað á um 20 mínútna fresti yfir vetrartímann og nær stöðugt yfir sumartímann.“ Það þekkist hvergi nema á Íslandi að framleiða grænmeti með hreinu drykkjarvatni - Þykir það ekki dálítið sérstakt að geta verið með hreint drykkjarvatn Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Reynir Jónsson í gúrkuskála gróðrarstöðvar Reykáss. Plantan vex um svona 70 sentímetra á viku, gúrka sem er 300 grömm í dag er eftir tvo daga orðin 500–600 grömm að þyngd. Myndir / HKr. Gróðrarstöð Reykás í Miðfellshverfinu á Flúðum. Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Magn % Tómatar-ísl. 1.652.000 74% 1.605.000 70% 1.716.000 79% 1.560.000 67% 1.516.000 64% 1.347.000 55% 1.436.000 54% 1.334.000 49% 1.213.000 44% Tómatar-innfl. 583.384 26% 678.301 30% 445.535 21% 779.490 33% 869.859 36% 1.097.192 45% 1.204.551 46% 1.371.907 51% 1.548.633 56% Gúrkur-ísl. 1.458.000 91% 1.582.000 95% 1.673.000 98% 1.781.000 99% 1.807.000 99% 1.826.000 100% 1.868.000 100% 1.857.000 95% 1.927.000 99% Gúrkur-innfl. 145.911 9% 91.027 5% 35.755 2% 25.338 1% 11.406 1% 7.422 0% 8.466 0% 103.028 5% 21.529 1% Paprika-ísl. 186.731 14% 229.428 16% 261.000 17% 243.000 16% 223.000 14% 215.000 14% 190.000 11% 191.000 12% 181.000 11% Paprika-innfl. 1.145.374 86% 1.211.493 84% 1.248.787 85% 1.294.668 84% 1.326.103 86% 1.368.580 86% 1.483.947 89% 1.469.329 88% 1.542.304 89% Blómkál-ísl. 114.220 30% 105.400 30% 136.000 34% 51.000 14% 44.000 11% 50.000 14% 60.000 14% 55.000 12% 47.000 9% Blómkál-innfl. 261.367 70% 251.455 70% 269.613 66% 308.935 86% 349.065 89% 318.067 86% 365.017 86% 413.949 88% 488.026 91% Gulrætur-ísl. 612.372 53% 744.872 61% 682.000 55% 360.000 33% 780.000 49% 550.000 44% 778.000 49% 750.000 49% 520.000 35% Gulrætur- innfl. 543.301 47% 484.143 39% 552.625 45% 739.143 67% 801.519 51% 701.907 56% 794.550 51% 765.943 51% 982.531 65% Hvítkál-ísl. 424.795 58% 449.317 57% 408.000 57% 158.000 31% 135.000 23% 160.000 25% 143.000 23% 276.000 39% 154.000 20% Hvítkál-innfl. 311.182 42% 338.264 43% 308.348 43% 343.884 69% 448.768 77% 485.080 75% 483.912 77% 431.764 61% 628.596 80% Kínakál-ísl. 164.423 49% 185.185 59% 196.000 65% 71.000 40% 84.000 46% 75.000 43% 41.000 22% 50.000 28% 37.000 20% Kínakál-innfl. 169.088 51% 127.321 41% 106.693 35% 104.994 60% 97.854 54% 98.142 57% 148.827 78% 126.941 72% 144.333 80% Spergilkál-ísl. 108.483 35% 85.383 25% 129.183 37% 49.000 15% 50.000 14% 70.000 17% 70.000 16% 68.000 16% 45.000 8% Spergilkál-innfl. 199.994 65% 251.455 75% 222.381 63% 288.717 85% 304.572 86% 337.323 83% 365.051 84% 349.281 84% 486.832 92% Gulrófur-ísl. 833.000 98% 759.000 99% 1.265.000 94% 670.000 100% 1.070.000 84% 1.200.000 95% 938.000 97% 930.000 97% 540.000 87% Gulrófur-innfl. 21.142 2% 6.727 1% 87.519 6% 76 0% 207.101 16% 68.162 5% 32.000 3% 27.135 3% 77.421 13% Salat-ísl. 99.995 7% 107.698 7% 161.414 10% 269.000 18% 309.000 18% 335.000 20% 384.000 22% 370.000 22% 403.000 23% Salat-innfl. 1.404.206 93% 1.437.085 93% 1.449.530 90% 1.206.320 82% 1.378.537 82% 1.352.987 80% 1.328.873 78% 1.309.359 78% 1.313.368 77% Kartöflur-ísl. 12.460.000 90% 7.222.000 91% 9.700.000 84% 6.000.000 82% 8.260.000 76% 9.050.000 87% 9.930.000 92% 9.000.000 84% 6.020.000 66% Kartöflur-innfl. 1.461.488 10% 749.232 9% 1.847.770 16% 1.290.545 18% 2.538.870 24% 1.350.166 13% 812.410 8% 1.680.710 16% 3.160.659 34% Sveppir-ísl. 579.121 94% 583.473 93% 575.000 89% 585.000 88% 602.000 90% 550.000 76% 585.000 72% 580.000 70% 580.000 66% Sveppir-innfl. 36.706 6% 44.932 7% 72.608 11% 82.171 12% 63.679 10% 175.704 24% 230.829 28% 244.947 30% 300.691 34% Heildarmagn 24.976.283 19.330.191 23.549.761 18.261.281 23.277.333 22.788.732 23.681.433 23.755.293 22.361.923 Íslensk framl. 75% 71% 72% 65% 64% 68% 69% 65% 52% Grænmeti - innlend framleiðsla og innflutningur 2010 - 2018 - Magn í kg. Heimild: Hagstofa Íslands 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Í þessum tölum Hagstofu Íslands sést vel þróun grænmetismarkaðarins á Íslandi frá 2010 til 2018. Hlutdeild íslenskra framleiðenda á markaðnum hefur fallið úr 75% í 52%. Þrátt fyrir allt tal um vegan, grænkera og mikilvægi grænmetisneyslu, þá hefur neyslan líka greinilega dregist saman miðað við það magn sem kemur inn á markaðinn, eða úr rúmum 24.976 tonnum árið 2010 í tæp 22.362 tonn árið 2018. Samdráttur hefur verið í framleiðslu á flestum grænmetistegundum á Íslandi, nema helst í gúrkum þar sem framleiðsla hefur aukist úr 1.458 tonn í 1.927 tonn á þessu tímabili. „Tínum gúrkur alla daga vikunnar – “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.