Bændablaðið - 05.12.2019, Síða 10

Bændablaðið - 05.12.2019, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201910 FRÉTTIR Páskadraumur í Dubrovnik sp ör e hf . Vor 4 Austurlenskur blær, hefðir, minjar og ólýsanleg náttúrufegurð hrífa okkur í glæsilegri ferð til Dubrovnik og Porec í Króatíu við Adríahafið. Farið verður til Svartfjallalands þar sem við siglum yfir til gömlu borgarinnar Kotor. Við munum eiga góða daga í yndislega listamannabænum Rovinj í Króatíu og endum að lokum góða ferð í tónlistarborginni Salzburg. 7. - 19. apríl Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! FourSalmon kannar samfélagsleg og umhverfisleg áhrif af fiskeldi Í lok október var haldinn fundur hérlendis vegna nýs norræns verkefnis sem kallast FourSalmon og felst í að skoða samfé- lagsleg og umhverfisleg áhrif af fiskeldi. Meginviðfangsefnið er laxeldi í sjókvíum og horft til stefnumótunar, stjórnunar og eftirlits, áhrifa á nærumhverfið og samfélagið, áskorana og tækifæra. Ragnheiður Þórarins­ dóttir, rektor Land­ búnaðar háskólans, segir að markmið verkefnisins sé að taka saman upp­ lýsingar í fjórum lönd­ um, Noregi, Færeyjum, Kanada og Íslandi, þar sem meðal annars er horft til laga og reglu­ gerða í löndunum. Sérfræðingar frá Nofima og Háskólanum í Tromsö í Noregi, Háskólanum í Færeyjum, Háskólanum í Ottawa í Kanada, Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands taka þátt í verkefninu. „Hópurinn fundaði með þeim stofnunum sem koma að umhverfismati, eftirliti og leyfis­ veitingum, sem og burðarþolsmati, það er að segja Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sveit­ arstjórnum á Tálknafirði og í Vesturbyggð, auk þess sem leitað var upplýsinga til annarra hagaðila, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssambands veiðifélaga. Þá fór hópurinn í skoðunarferð í nýju seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði. Tækifæri og áskoranir „Náttúruauðlindir á norður­ slóðum skapa mikil tækifæri en einnig áskoranir fyrir samfélögin. Fiskeldi í sjókvíum er að ryðja sér til rúms og hefur haft áhrif á þróun byggða í dreifbýli í þátt­ tökulöndunum. Hérlendis höfum við til dæmis séð fjölgun íbúa í nærumhverfi fiskeldisfyrirtækja. Það eru þó ýmsar áskoranir sem snúa bæði að umhverfislegum og samfélagslegum þáttum. Í verk­ efninu er ætlunin að taka saman þær upplýsingar og gera saman­ burð milli landanna fjögurra á því hvernig stjórnun þessara þátta er háttað. ,Þannig má auka þekkingu, styðja við og stuðla að framþróun og þekkingarmiðlun milli land­ anna,“ segir Ragnheiður. Sérfræðingar með þverfaglegan bakgrunn Verkefnið er stutt af Fram Centre í Noregi (The High North Research Centre for Climate and the Environment). Verkefnishópurinn samanstendur af sérfræðingum með þverfaglegan bakgrunn í félagsfræði, skipulagsfræði, umhverfisstjórnun, tæknigreinum og líffræði. „Allir í hópnum eiga það sameig­ inlegt að hafa unnið að verkefnum á sviði fiskeldis til fjölda ára, sem snúa að lagaumhverfi, eftirliti, leyfismál­ um, umhverfismati og/eða vottun á sjálfbærni.“ /VH Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnað- arháskólans. Hópurinn heimsækir bæjarskrifstofur Vesturbyggðar á Patreksfirði. Mynd / LBHÍ. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum: Námskeið í loftslagsvænum landbúnaði haldin í febrúar – Skráning á námskeiðin er þegar hafin á heimasíðu RML Í byrjun næsta árs fer af stað verk- efnið „Loftslagsvænn landbúnað- ur“ í samræmi við aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Liður í því er námskeið fyrir bændur sem haldin verða í febrúar 2020. Undirbúningur verkefnisins hefur verið fjármagnaður af umhverf­ is­ og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytinu og hefur verið unninn í samstarfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og auka bindingu kolefnis með breyttum áherslum í landnýt­ ingu. Megináherslan verður til að byrja með lögð á sauðfjárrækt og er það í samræmi við áherslur rík­ isstjórnarinnar. Námskeið fyrir bændur Í febrúar verða haldin heilsdags námskeið í loftslagsvænum landbún­ aði þar sem bændum og öðrum land­ eigendum gefst kostur á að efla þekk­ ingu sína á loftslagsmálum og hvaða aðgerðir eru vænlegar til árangurs, svo sem með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun. Námskeiðsstaðir verða ákveðnir með tilliti til fjölda skráninga á hverju svæði. Námskeiðsgjaldi verður stillt í hóf. Takmarkað framboð verður á námskeiðum og því mikilvægt að áhugasamir skrái sig sem fyrst á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is, eða með því að hringja í síma 516­5000. Þátttökubú Þeim, sem eru þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa lokið námskeiði í Loftslagsvænum landbúnaði, mun gefast kostur á að sækja um að verða þátttökubú í verkefninu. Þátttökubúum gefst kostur á aðstoð við að vinna tíma­ setta aðgerðaáætlun um minnkun á kolefnisspori í búrekstrinum og einnig aðstoð við að koma áætl­ unum sínum í framkvæmd. Unnið verður út frá forsendum hvers og eins. Ávinningur þátttakenda verður einkum fólginn í betra landi, bættum rekstri, betri nýtingu aðfanga, verð­ mætari auðlind, bættri ímynd og há­ mörkun afurða. /BPB Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og auka bindingu kolefnis með breyttum áherslum í landnýtingu. Megináherslan verður til að byrja með lögð á sauðfjárrækt og er það í sam- ræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.