Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 11
Betri vinnuaðstöðu í sjúkrabílum
Skorað er á LSS að beita sér strax gegn sjúkrabílaútboðum
Rauða krossins, fyrir bættri vinnuaðstöðu sjúkraflutninga-
manna skv. lögum nr. 46 /1980 um aðbúnað, hollustu og
öryggi á vinnustöðum. Rauði krossinn hefur í of mörg ár virt
að vettugi ábendingar fagmanna er varðar aðstöðu til um-
önnunar bráðveikra. Nýjustu VW bílar eru keyptir úr línu
sem heitir „Patient transport" sem er ekki ætlaður til þess að
vinna bráðveika sjúklinga. Bílar sem eru ætlaðir til þess heita
„Emergency transport". Gera verður þá kröfu að menn geti
gengið uppréttir inn og út úr sjúkrabflum, og kominn er tími
til þess að börur séu staðsettar nær miðju bfls svo hægt sé að
sinna sjúklingi allan hringinn í kringum sjúkling. Þá þurfa
bflarnir að vera einangraðir frá umhverfis- og veghljóðum
eins og tíðkast með bifreiðar sem ætlaðir eru til fólksflutn-
inga. En ekki óeinangraðir sendibflar. LSS félagar mundu
ekki verða sáttir ef til dæmis körfubflar slökkviliða hérlendis
yrðu keyptir sem strípaðir vörubflar annars vegar og stigi
með körfu hins vegar, og soðið svo saman í skúr norður í
landi. Þessa minnkun á vinnuaðstöðu sjúkraflutningamanna
og skerðingu á aðbúnaði og hollustuháttum verður að laga
strax.
Kennarar uppfylli kröfur
Þingið skorar á Brunamálaskólann að sjá til þess að kenn-
arar Brunamálaskólans uppfylli kröfur samkvæmt lögum
(75/2000 og 1088/2013 -12. gr.) um menntun, þjálfun og
æfingaskyldu slökkviliðsmanna.
Reglugerð verði endurskoðuð
Þingið hvetur til endurskoðunar á reglugerð um
löggildingu slökkviliðsmanna (792/2001) með það
meginmarkmið að samræma löggildingar og nám
slökkviliðsmanna, það er að veita löggildingu til handa
hlutastarfandi slökkviliðsmönnum annars vegar og
atvinnuslökkviliðsmönnum hins vegar. Jafnframt
er eindregið hvatt til endurskipulagningar náms
slökkviliðsmanna með það að markmiði að unnt sé að meta
námsþætti hlutastarfandi slökkviliðsnáms með tilliti til
náms atvinnuslökkviliðsmanns.
Áhyggjur af aldri slökkvibíla
Þingið lýsir yfir áhyggjum af aldri slökkvibfla á íslandi.
Sex af hverjum tíu slökkvibflum sem slökkviliðin notast
við eru eldri en 25 ára og geta því flokkast sem fornbflar.
Endurnýjun hefur ekki verið í samræmi við kröfur nútímans
og telur þing LSS að sveitarfélögin verði að grípa hér inn í.
1 v V' w
Þegar kemur að
er
Protak hefur sérhæft sig í brunavörnum og reykþéttingum.
Ekkert verkefni er of stórt eða smátt. Protak hefur unnið
fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Eingöngu eru
notuð viðurkennd efni og allir starfsmenn eru með vottun frá
Mannvirkjastofnun.
PROTAK
S. 554 1800 & 692 7909
www.protak.is
protak@protak.is
Slökkviliðsmaðurinn n