Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 32
Eyþór Rúnar Þórarinsson og
Lárus Steindór Björnsson skrifa
Tíu milljónum úthlutað
úr starfsmenntunarsjóði
Eyþór Rúnar Lárus Steindór
Þórarinsson Björnsson
Markmið starfsmenntunarsjóðs LSS er
styrkja einstaklinga til frekara náms
eða endurmenntunar sem tengist
starfinu. Reglur sjóðsins er að finna
á heimasíðu LSS. í stjórn sjóðsins
sitja fjórir aðilar, tveir frá landssam-
bandinu, einn frá launagreiðanda og
einn frá Sambandi íslenskra sveitar-
félaga. Stjórnin hittist þrisvar sinnum
á ári, í janúar, maí og september. Fundi
stjórnar situr einnig fulltrúi frá skrif-
stofu LSS og ritar hann fundargerð.
A fundum er fjallað um umsóknir
félagsmanna og hugsanlegar fyrir-
spurnir vegna fyrri úthlutana.
Sjóðurinn skiptist í tvo hluta. Annars
vegar A-hluta fyrir félagmenn í fullu
starfi og hins vegar H-hluta vegna
hlutastarfandi félagsmanna. Helstu
tekjur sjóðsins eru 0,33 prósent fram-
lag launagreiðanda af heildarlaunum
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Hvað er styrkt?
Sjóðurinn veitir styrki til náms,
námskeiða og ferða erlendis á ráð-
stefnur og námskeið sem nýtast í starfi.
Tómstundanámskeið eru ekki styrkhæf
og heldur ekki námskeið sem launa-
greiðanda ber að borga samkvæmt
öðrum samningum. Þó hefur verið
greitt fyrir gistingu og ferðir fyrir menn
í H-hlutanum sem eru að sækja sér rétt-
indi sem launagreiðandi ætti að greiða.
Tíu milljónir á síðasta ári
Á síðasta ári var rúmlega 10 milljónum
króna úthlutað úr sjóðnum og er það
mesta úthlutun úr sjóðnum í mjög
langan tíma. Stærsti stykurinn fór í
menntunarátak sem LSS gerði í sam-
bandi við neyðarflutninganámskeið.
Landssambandið sjálft var líka styrkt
vegna 40 ára afmælisins en það hélt
ráðstefnu í tengslum við afmælið og
ráðstefnu um flugvallaslökkvilið í lok
árs.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins og fleiri héldu ráðstefnu um
björgunarköfun og fékk hún styrk úr
sjóðnum. Einnig Stúdíódagar norrænna
slökkviliðsmanna sem haldnir voru í
Reykjavík á síðasta ári. Af öðrum verk-
efnum sem hlutu styrk má nefna nám-
skeið um EPLS endurlífgun barna sem
haldið var af Sjúkraflutningaskólanum,
EMS-today sem haldið var í Washing-
ton og skólagjöld vegna byggingariðn-
fræði, hjúkrunarfræði, meistaranáms.
Eins má nefna námskeið á vegum
Mannvirkjastofnunar, námskeið hjá
Lesblindulist, flugöryggisnámskeið á
Schiphol og Extreme medicine Boston.
Af ofangreindu má sjá að styrkirnir
eru af ýmsum toga. Vonandi gefur
þetta einhverjum hugmynd um hvað
hægt er að gera með stuðningi sjóðsins.
Framundan
Sjóðsreglur hafa verið í endurskoðun
síðasta ár, hvað A-hlutann varðar. Er
það gert til að einfalda reglur um út-
hlutun en það hefur verið á reiki hvað
sé styrkhæft og að hvaða marki. Einnig
stendur til að lagfæra reglur í tengslum
við ráðstefnuhald og aðkomu slökkvi-
liða að sjóðnum.
Höfundar eru fulltrúar LSS ístjórn
starfsmenntu narsjóðs.
(.LOIAXl HF
ARMULA 42, 108 REYKJAVIK
SÍMAR 553 4236 & 553 5336
FAX 588 8336
32 Slökkviliösmaðurinn
Eldvörn er nauðsyn
ELDVARNARHURÐIR