Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 26

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 26
BLACK EAGLE® A ATHLETIC 10 LOW Slökkviliðs Bjarni Ingimarsson og Borgar Valgeirsson skrifa Undanfarin ár hafa okkur stöðugt borist fregnir af rann- sóknum sem reyna að tengja aukna áhættu á krabba- meini starfi okkar. Ef til vill er það ekki að ástæðulausu því þegar við förum í útfarir fyrrverandi vinnufélaga okkar er banamein þeirra alltof oft krabbamein. Arið 2006 kom út rannsókn G. LeMasters og félaga „Cancer Risk Among Firefighters: A Review and Meta- analysis of 32 Studies". Þar voru skoðaðar 32 rann- sóknir á slökkviliðsmönnum og niðurstaðan var sú að 12 tegundir krabbameins væru líklegri til að finnast í slökkviliðsmönnum en í almenningi. Astæða þessarar hærri tíðni hjá okkur er oftast rakin til umhverfisskað- valda á brunastað. Nú eru ríki Norður-Ameríku annað hvort búin að skilgreina krabbamein sem atvinnusjúk- dóm eða eru að vinna í því. Nágrannaþjóðir okkar eru að vinna þessa vinnu nú þegar en hérlendis er umræðan á byrjunarreit. LSS hefur þó hafið vinnu við Sporty multi purpose shoe based on advanced running technology > Lightweigt, dynamic & multifunctional > Highly breathable & durabiy waterproof > Extreme slip resistance Hokkíleikur í fjáröflunarskyni Sem hluti af Mottumars stóð hokkílið SHS fyrir fjáröflunarleik gegn sameiginlegu liði annara viðbragðsaðila en það lið skipa lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fangaverðir og tollverðir. Um 150-180 manns mættu til þess að fylgjast með bráðskemmtilegum leik sem SHS vann 2-1 og sá Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri um að hefja leikinn. Auk þess að fá að fylgjast með frábærum hokkíleik tóku áhorfendur þátt í leiknum „chuck the puck" en hann felst í því að kasta pekki úr áhorfendastúkunni og hitta sem næst miðju og einnig fengu nokkrir háværir áhorf- endur pizzuveislu. Vel á annað hundrað þúsund króna safnaðist á þessum leik og rennur afrakstur- inn í sjóð LSS sem ætlað er að styrkja rannsóknir á krabbameini hjá slökkviliðsmönnum. HlSSehf. Skemmuvegur 46 | 200 Kópavogur 665 0990 | hiss@hiss.is www.hiss.is W WlAf> haix.com

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.