Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 9

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 9
Fjöldi ályktana um hagsmuna- og baráttumál LSS Vilja starfslok við 55 ára aldur Þing LSS lagði áherslu á að starfslok slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verði við 65 ára aldur en verði síðan lækkaður í áföngum niður í 55 ár. í ályktun þingsins kemur fram að sérstaða starfa slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé að þau séu í flestum tilvikum unnin við lífshættulegar kringumstæður undir miklu andlegu og líkamlegu álagi. Þá séu kröfur til starfsins sífellt að aukast og ekki sé á færi eldri starfsmanna að uppfylla þær svo vel sé. Þetta er meðal fjölmargra hagsmuna- og baráttumála landssambandsins sem þingið ályktaði um. I beinu fram- haldi af þessari ályktun samþykkti þingið að hvetja um- hverfis- og heilbrigðisráðherra til að láta fara fram könnun á lífaldri og álagi í starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Skilyrt er að niðurstöður verði birtar opinberlega. Aðrar ályktanir þingsins voru: Efla menntun og endurmenntun Þingið skorar á Brunamálaskólann að efla menntun og endurmenntun slökkviliðsmanna. Efla þarf verklega þjálfun slökkviliðsmanna á landsvísu og nýta til þess þekkingu og reynslu atvinnuslökkviliða í landinu. Jafnframt er skorað á Mannvirkjastofnun að tryggja að eftirfylgni sé samkvæmt lögum (75/2000 og 1088/2013 - 12. gr.) um menntun, þjálfun og æfingaskyldu slökkviliðsmanna. Jafnframt að nám slökkviliðsmanna falli að alþjóðlegum stöðlum þannig að íslenskir slökkviliðsmenn séu samkeppnisfærir til starfa á erlendri grundu. Þá er eindregið hvatt til þess að einingameta og endur- skipuleggja nám slökkviliðsmanna, atvinnu- og hlutastarf- andi. Þingið fagnar því að Brunamálaskólinn hafi svarað ákalli LSS um fjarnám. Menntunarkröfur séu virtar Þingið hvetur alla viðeigandi aðila til að virða allar kröfur um menntunarskilyrði við ráðningar á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Kröfurnar koma fram í lögum um brunamál nr 75/2000 og reglugerð nr. 792/2001 og ber að fara eftir þeim. Reglugerð um mönnun slökkvibíla Þingið hvetur umhverfisráðherra til að setja reglugerð um mönnun á slökkvibifreiðum líkt og finna má í reglugerðum á Norðurlöndunum og víðar. Reglugerð skal gera ráð fyrir fullri mönnun slökkvibfls innan tímamarka. Samkvæmt ráð- leggingum Mannvirkjastofnunar er slökkviteymi samsett af fimm manna hópi slökkviliðsmanna. í dag kemur alltof oft upp (jafnvel daglega) sú staða að einn maður er eftir á slökkvistöð til að manna dælubfl. Ekki er ásættanlegt að þurfa að smala saman mönnum af öðrum stöðvum til að slíkur hópur náist á brunavettvangi. Það tekur of langan tíma og hætta á mistökum eykst. Fimm slökkviliðsmenn er því krafa um lágmarksáhöfn á dælubfl. Fyrir hlutastarfandi er þó hægt að mæta á staðinn sam- hliða dælubfl. Hægt er að tryggja að fimm slökkviliðsmenn séu á bakvakt um helgar og á öðrum frídögum. Einnig skal boða sjúkrabfl með á vettvang óháð rekstraraðila. Efla á viðbúnaðarstig á flugvöllum Þingið hvetur ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Flugmálastjórn íslands til að efla aftur viðbúnaðarstig slökkviliða á flugvöllum landsins til fyrra horfs og gera ekki frekari breytingar á starfsumhverfi án samráðs við LSS. Menntun flugvallarstarfsmanna Þingið hvetur Samgöngustofu til að gefa út reglur þess efnis að flugvellir taki tilmæli ICAO samanber annex 14, sem lá- markskröfu varðandi björgun úr flugslysum. Menntun flug- vallarsstarfmanna sem sinna slökkvistarfi skal ekki vera lak- ari á neinn hátt en krafist er hjá öðrum slökkviliðsmönnum. Öryggi í jarðgöngum Þingið skorar á samgönguráðherra að gera úttekt á öryggis- málum í jarðgöngum með tilliti til aukinna krafna í ná- grannalöndum okkar. Einnig að skilgreina og skýra hver ber ábyrgð á öryggismálum í jarðgöngum. Virði samninga um bakvaktir Þingið krefst þess að sveitarfélögin í landinu og samn- inganefnd sveitarfélaga virði ákvæði kjarasamninga um greiðslur fyrir bakvaktir. Þingið vill að stjórn LSS geri átak í að lagfæra bakvaktagreiðslumál félagsmanna og beiti sér fyrir því að farið sé eftir kjarasamningum almennt og noti til þess þau verkfæri sem til þarf. Tveir löggiltir á hvern sjúkrabíl Þingið hvetur heilbrigðisráðherra til að tryggja að lágmarks- menntunarstig á sjúkrabílum í landinu verði tveir löggiltir sjúkraflutningamenn. I undantekningartilfellum megi þó annar starfsmaðurinn vera með stöðu nema sem lokið hafi fyrsta hluta af þremur til náms sjúkraflutningamanna. Aðkoma annarra heilbrigðisstarfsmanna telst ekki til lág- marksmönnunar, heldur viðbót vegna sérstakra tilfella. Stökkviliösmaðurinn 9

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.