Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 17
Mikil og góð samheldni er íliðinu i'Eyjum. Þrjátíu karlar eru íliðinu og eruflestir þeirra iðnaðarmenn..
líkmaður, sem ég auðvitað gerði," segir
Ragnar og hlær dátt þegar hann rifjar
upp þessa varamannsstöðu sína.
Við andlát Adda Bald 2003 tók
Ragnar síðan við stöðu slökkviliðs-
stjóra sem og starfi forstöðumanns
Áhaldahússins. „Eg gegndi báðum
störfum til 2006 en þá var ákveðið að
gera starf slökkviliðsstjóra að fullu
starfi og ég var ráðinn sem slíkur
auk þess að sjá um eldvarnaeftirlit í
Vestmannaeyjum," segir Ragnar.
Aðallega iðnaðarmenn
í slökkviliðinu
I Slökkviliði Vestmannaeyja eru 30
slökkviliðsmenn, allt karlar, og Ragnar
segir að langflestir þeirra séu iðnaðar-
menn og hafi svo verið um margra ára
skeið. „Þarna eru húsasmiðir, rafvirkj-
ar, vélvirkjar, netagerðarmenn, múrarar
og járniðnaðarmenn svo að eitthvað sé
nefnt, meira að segja gullsmiður sem
er reyndar nýhættur," segir Ragnar.
„Yfir sumarið skiptum við liðinu í fjóra
hópa og þá er tryggt að alltaf sé einn
af þeim hópum á eyjunni frá föstudegi
fram til mánudags. Á veturna er skipt
í tvo hópa en reyndar eru allir alltaf á
bakvakt ef á þarf að halda." Yfir sum-
arið segir Ragnar að æfing sé í hverri
viku en yfirleitt hálfsmánaðarlega yfir
veturinn og alls eru haldnar 27 æfingar
á ári hverju.
Allir í liðinu verða að fara í
Brunamálaskólann og taka þar öll
stig sem krafist er fyrir slökkvilið
áhugamanna. „Bóklega hlutann af því
námi taka menn yfirleitt á netinu en
verklegi hlutinn er tekinn bæði hér
heima og í Reykjavík," segir Ragnar
og bætir við að ákaflega sjaldgæft sé
að menn hætti í slökkviliðinu. „Það er
nánast bara ef menn deyja eða flytja
héðan búferlum," segir hann.
„Við erum alveg þokkalega staddir
með tækjabúnað enda verðum við
að vera það þar sem við getum yfir-
leitt ekki leitað annað eftir aðstoð,
verðum að vera sjálfum okkur
nógir," segir Ragnar. „En húsnæði
slökkvistöðvarinnar er orðið allt of lítið
og nauðsynlegt að finna henni annan
samastað. Eins þarf að endurnýja tæki,
svo sem bílakostinn á næstu árum,"
bætir hann við.
Þjálfa fólk í að bregðast við
Helstu verkefni slökkviliðsins, fyrir
utan það að slökkva eld, segir Ragnar
vera það sem snýr að vatnsleka og hita-
vatnsleka, bæði í íbúðar- og iðnaðar-
húsnæði. „Þá mætum við á svæðið til
að dæla. Við erum líka með bílaklippur
ef á þarf að halda í umferðarslysum,
vorum að fá alveg nýjar klippur á dög-
unum sem slysavarnadeildin Eykyndill
gaf okkur. Bæði félög og fyrirtæki
í Eyjum hafa stutt vel við bakið á
okkur í slökkviliðinu; Kiwanis, Lions,
Þessir hafa gegnt starfi slökkviliðsstjóra í Vestmannaeyjum:
Brynjúlfur Sigfússon, kaupmaður 1913-1921
Georg Gíslason, kaupmaður 1921 -1937
Hafsteinn Snorrason, yfirverkstjóri 1937- 1960
Bergsteinn Jónasson, yfirhafnarvörður 1960-1964
Kristinn Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri 1964-1984
Elías Baldvinsson, forstöðum. Áhaldahúss 1984-2003
Ragnar Baldvinsson 2003-
Slökkviliðsmaðurlnn 17
Óskar Pétur Priöriksson