Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 18
iimmiiiimmiMmmimmiimmiMmmmmmimmiimmmmmmmm mmmmmm Ragnar hefur þurft að kljást við marga stórbruna en helsta dhættan á starfssvæðinu tengist stóru fiskvinnslufyrirtækjunum. Eykyndill og fleiri og við erum þakk- látir fyrir þann stuðning," segir Ragnar. Af öðrum verkefnum slökkviliðsins nefnir hann heimsóknir í stærri fyrir- tæki, þar sem staðhættir eru skoðaðir. „Við segjum líka til og aðstoðum við að þjálfa fólk í að bregðast rétt við í að- stæðum sem kunna að koma upp. Svo eru líka alltaf slökkviliðsmenn á örygg- isvakt þegar verið er að dæla bensíni úr skipum," segir hann og bætir við að fræðsla um eldvarnir fyrir nemendur Grunnskólans sé einnig fastur liður í starfi slökkviliðsins. Ragnar segir að helsta áhættan vegna bruna í Vestmannaeyjum tengist stóru fiskvinnslufyrirtækjunum enda hafa mestu stórbrunar í sögu slökkvi- liðsins átt sér stað í þeim húsum. Þá sé líka ákveðin hætta þegar bátaflotinn er í höfn og hafi nokkrum sinnum verið útköll til að slökkva eld um borð Aðsetur Slökkviliðs Vestmanna- eyja Fyrsta slökkvistöðin í Eyjum er talin hafa verið í járnklæddum timbur- skúr er stóð skammt frá þar sem nú er hús íslandsbanka. Þar var tækja- geymsla slökkviliðsins í rúmlega áratug. Árið 1926 fékk slökkviliðið aðsetur í nýbyggingu sem stóð norðan við gömlu lögreglustöðina við Hilmisgötu, þar sem nú er raftækjaverslunin Geisli, og þar var slökkvistöðin næstu áratugina. Upp úr 1960 var orðin þörf á stærra húsnæði fyrir slökkvistöðina þar sem tækjakostur hafði aukist verulega. Var hugmyndin að gera gömlu rafstöðina við Krikjuveg að rafstöð en fallið frá því og í desemb- er 1964 flutti slökkviliðið í neðri hæð Netagerðar Vestmannaeyja, við Heiðarveg. Þar er slökkvistöðin enn til húsa en á efri hæð húss- ins er Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja. í skipum. „En það er eiginlega alveg liðin tíð að við þurfum að fara út á sjó til að sinna slökkvistarfi," segir hann. „Það var algengt hér áður fyrr og ég fór margoft út á sjó til að aðstoða við að slökkva eld í skipum," segir hann. „En svo hefur það líka mikið að segja hve allt húsnæði er orðið betra með tilliti til eldvarna. Sú þróun er öll á réttri leið sem léttir mikið okkar starf. Þar hefur eldvarnaeftirlitið mikið að segja sem og aukinn skilningur húseigenda, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði." „Ætli við snúum ekki bara við" Þegar Ragnar er spurður um eftir- minnilegustu atburði sem tengist veru hans í slökkviliðinu, vefst honum ekki tunga um tönn. „Það er fyrst og fremst eldgosið 1973 og allt það sem þeim ósköpum fylgdi. Líklega stærsta verkefni slökkviliðsmanna í allri Islandssögunni. Þar kynntumst við at- vinnumönnum bæði frá Keflavíkurvelli og Reykjavíkursvæðinu og má segja að hafi orðið eins konar bylting í slökkvi- starfi hér með komu þeirra. Þá til dæmis byrjuðum við að nota reykköfun af einhverri alvöru." Ragnar segir að fyrst í stað hafi starf slökkviliðsins í eldgosinu 1973 snúist um björgunarstörf og að reyna að slökkva í húsum í austurbænum sem kviknaði í. „Það var nú oft meira af þrjósku en von um árangur," segir hann. „Kristinn Sigurðsson, sem var slökkviliðsstjóri, lagði hart að okkur að slökkva eld í þeim húsum. Einhverju sinni vorum við á ferð í austurbænum á einum slökkvibflnum okkar, sem var kominn nokkuð til ára sinna og var stýrishúsið á honum úr timbri. Auðberg Óli ók og við sátum nokkrir aftur í. Þarna rigndi yfir okkur glóandi grjóti. Óla leist ekkert á blikuna og spurði Kristin hvort ekki væri rétt að snúa við. „Nei," sagði Kristinn og áfram var haldið. Skömmu síðar kom svo glóandi steinn í gegnum þakið á bflnum og þá heyrðist í slökkviliðsstjór- anum: „Ætli við snúum ekki bara við." Það var gríðarleg breyting sem fylgdi björgunarstarfinu í eldgosinu þegar björgunarsveitir, skipaðar tré- smiðum, komu og tóku að negla fyrir glugga á húsum, að því er Ragnar segir. Þar með kviknaði ekki lengur í húsum eftir að glóandi hraunmolar höfðu farið inn um glugga og slökkviliðið gat að mestu snúið sér að öðrum verkefnum. „Eg hafði lengi vel ákveðið verkefni með höndum í gosinu," segir Ragnar. „Það var að ná í lyf í apótekið fyrir þann lækni sem var til staðar hverju sinni. Stundum fór ég einn, eftir að gasið kom til sögunnar varð að fara í reykköfunarbúningi, en Einar Valur Bjarnason, læknir, var stundum með í för. Þeir félagar mínir kölluðu mig stundum „apótekarann" vegna þess- arar iðju," segir Ragnar og brosir við. Eins og Bakkabræður En svo tók slökkviliðið talsverðan þátt í hraunkælingunni, þessari nýstárlegu tilraun sem reynd var í fyrsta sinn í eldgosinu í Eyjum. „Við byrjuðum að kæla við suðurhafnargarðinn með slökkvibfl og svo þróaðist þetta áfram í mun stórvirkari tæki. Það var Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur sem stjórnaði kælingunni, alveg stórmerki- legur maður. Hann sagði einhvern tíma frá því hvernig hugmyndin að hraunkælingunni hefði kviknað. Þá sat hann á heimili sínu í Kópavoginum með strákunum sínum og þeir voru 18 Slökkviliðsmaðurínn Óskar Pétur Friðriksson

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.