Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 25

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 25
NÝVÖRUSKRÁ FRÁSTIMUU Steinull hf. hefurframleitt einangrun frá árinu 1985 og allt frá upphafi hefur mikil áhersla verið lög á gæði og þjónustu. Kostir steinullar sem einangrun- arefnis eru fjölþættir þar sem hún er viðurkennd sem góð varmaeinangrun, gott hljóðísogsefni og er óbrennanleg. Vöruþróun Steinullar hf. hefur ávallt tekið mið af gildandi kröfum, óskum og þörfum markaðarins. Vöruframboðið hefur því tekið breytingum í áranna rás. Nú hefur verið gefin út ný vöruskrá þar sem kynntar eru umtalsverðar breytingar. Þilull og Þéttull hafa verið sameinaðar í eina vörutegund undir nafni Þéttullar og miðast nú þykktir þéttullar við framleitt grindarefni og heflað timbur. Kynntar eru ennfremur nokkrar nýjar vörutegundir Þéttull - Plús, er samþjappanleg einangrun til notkunar þar sem mjög miklar kröfur eru gerðar til varma- og hljóðeinangrunar. Undirlagsplata T Plús er viðbót í flóru einangrunar sem ætluð er m.a. á flöt eða hallalítil þök. Stokkaeinangrun T erframleidd í rúllum 80 kg/m3 með álímdri álfilmu og er einkum ætluð á sívala stokka sem bruna og hitaeinangrun. Stokkaeinangrun 40 kg/m3 sem áður hefur verið í boði heitir nú Stokkaeinangrun L. Steinull hf. er með vottun á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001, einnig eru framleiðsluafurðir verksmiðjunnar með CE vottun og viðurkenningar á gæðum og brunaflokkun. Nýja vöruskrá má nálgast á steinull.is eða hjá söluaðilum Steinullar. Sauðárkróki • Sími 455 3000 • steinull@steinull.is • www.steinull.is Söluskrifstofa og ráðgjafaþjónusta Nethyl 2 C • Sími 567 4716 • Gsm 862 6342

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.