Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 5
Njáll Pálsson slökkviliðsmaður og bráðatæknir skrifar
Frá nýjum formanni
fagdeildar sjúkraflutninga
Þessi orð eru rituð þegar tvær vikur
eru liðnar frá því að ég tók við keflinu
sem formaður fagdeildar sjúkraflutn-
ingamanna af Sveinbirni Berentssyni
bráðatækni. Eg man einsog það hafi
gerst í gær þegar ég var að stíga mín
fyrstu spor á sjúkraflutningabrautinni
sem afleysingamaður hjá Slökkviliði
Hafnarfjarðar hér um árið! Rennblautur
á bak við eyrun, með hnút í maga og
sveitta lófa. Þá naut maður styrkrar
leiðsagnar góðra og reyndra manna,
Sveinbjörns þar á meðal, og gott vegar-
nesti þá sem nú. Fyrir það vil ég þakka
sérstaklega.
Þetta hlutverk er að mínu viti gríðar-
lega mikilvægt og vandasamt. En það
er ekki eins manns verk. Við hlið for-
manns eru öflugir samherjar í stjórn og
að baki þeirra heil fagstétt. Nú reynir
á að halda uppi því öfluga starfi sem
búið er að vinna. Nú er ekki um neitt
kaffistofuraus að ræða heldur grjót-
harðan raunveruleika þar sem eiga þarf
samskipti við hina ýmsu aðila og stofn-
anir er að okkar málum koma. Hvort
heldur um er að ræða búnaðar- og bíla-
mál eða þjálfunar- og menntunarmál.
Fyrir liggja ærin verkefni.
Nýr tónn í sjúkrabílamálum
Nýr tónn hefur verið sleginn í sjúkra-
bíiamálum. A nýafstöðnu þingi okkar
var samþykkt harðorð ályktun þar sem
skorað er á stjórn LSS að beita sér gegn
þeim nýja tón. Eg get upplýst það hér
að unnið er hörðum höndum að lausn
þeirra mála. Málaflokkurinn er þungur,
flókinn og snertir ýmsa viðkvæma fleti.
En þetta er verkefni sem þarf að leysa
svo allir geti sáttir við unað.
En það er fleira sem veldur manni
áhyggjum. Staðan sem nú er uppi varð-
andi sjúkraflutninga á höfuðborgar-
svæðinu er á engan hátt viðunandi.
Er það mín einlæga ósk að samningar
náist milli ríkis og sveitarfélaga um
þessa mikilvægu þjónustu. Og þá
þannig samningur að Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins (SHS) verði veitt
svigrúm til frekari framþróunar í mála-
flokknum, enda hundrað ára farsæl
saga að baki. SHS hefur, ásamt öðrum,
verið leiðandi afl í ýmsum framfara-
málum sjúkraflutningamanna og er
sárt til þess að hugsa ef þessi mikilvægi
hlekkur í öryggiskeðju landsmanna
verður klipptur út með ófyrirséðum
afleiðingum. Samningar verða að
nást, það myndi síðan vonandi liðka
fyrir frekari samningum annars staðar.
Hér gildir hið sama, gott fólk vinnur
hörðum höndum að lausn málsins.
Vatnaskil í menntun
Ákveðin vatnaskil virðast nú eiga
sér stað í menntunarmálum okkar.
Átak hefur verið í gangi til þess að
fjölga neyðarflutningsmenntuðu fólki.
Einnig er unnið að undirbúningi
bráðatæknanáms á háskólstigi hér-
lendis, sem og breytinga á grunnnámi.
Fyrir liggur ráðning nýs skólastjóra
Sjúkraflutningaskólans og vil ég nota
tækifærið og þakka fráfarandi skóla-
stjóra fyrir vel unnin störf sem unnin
hafa verið af einurð og festu. Það er
fyrir öllu að þessi áform nái fram að
ganga með farsælum hætti, stéttinni og
landsmönnum öllum til heilla. Þörfin
fyrir bráðatæknanám á landsvísu er
löngu orðin ljós.
Einnig þurfum við að taka okkur
á í þjálfun og endurmenntun. Mín
skoðun er sú að við sem störfum í utan-
spítalaþjónustunni eigum til að mynda
að fá reglulega þjálfun í sérhæfðri
endurlífgun.
Þar sem ég er nú að impra á mennt-
unarmálum þá er nú ekki úr vegi
að nota tækifærið og þakka Lárusi
Petersen bráðatækni fyrir hans braut-
ryðjendastarf í menntunarmálum
okkar. Hann hefur nú látið af störfum
hjá SHS og njóta aðrir starfskrafta
hans í dag. Hans framlag og hugsjóna-
starf verður seint ef nokkurn tíma
fullþakkað.
Yfirlæknir utanspítalaþjónustu
í þessu sambandi get ég ekki látið hjá
líða að minnast á faglegan yfirmann
okkar, Viðar Magnússon lækni. Hann
hefur nú sagt starfi sínu lausu og hafið
störf sem svæfinga- og gjörgæslulæknir
í Fossvogi. Þetta þýðir að hann hefur
þurft að segja sig frá því hlutverki að
vera yfirlæknir utanspítalaþjónustu
á íslandi. Það setur að mér ugg því
að mínu mati hefur Viðar gjörbylt
starfsumhverfi sjúkraflutningamanna,
þó sérstaklega bráðatækna, til mun
betri vegar en áður var. Það hlýtur að
vera óumdeilt. Hann er þó hvergi nærri
hálfnaður á þeirri vegferð segi ég.
En við þurfum að skoða hvernig
þessu starfi er háttað. Starf Viðars er
annars vegar hálf staða sérfræðings á
bráðamóttöku í Fossvogi. Hins vegar
er um að ræða hálfa stöðu sem yfir-
læknir utanspítalaþjónustu á Islandi,
umsjónarlæknir Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins, umsjónarlæknir
Neyðarlínunnar, umsjónarlæknir
þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og
umsjónarlæknir alþjóðarústabjörgunar-
sveitar Landsbjargar. Eg hef lengi spurt
sjálfan mig og aðra að því hvernig
utanspítalahlutinn geti verið aðeins
hálft starfshlutfall og hvernig einn
maður eigi að geta sinnt þessu! Fyrir
mér er þetta brengluð mynd. Þrátt fyrir
kunnan eldmóð, brennandi áhuga á
málaflokknum og góðan vilja fráfar-
andi yfirlæknis, þá sér það hver heilvita
maður að svona gengur þetta ekki upp.
Það hefur Viðar ítrekað bent á.
Þeir sem þessum málum ráða verða
að opna augun fyrir því hve veigamikil
hlutverk þetta eru og skipta þeim á
milli nokkurra hæfra aðila, því þetta
er meira en einn maður ræður við. Það
hlýtur að vera skýlaus krafa okkar sem
störfum í bráðaþjónustu utan spítala.
Engu að síður vil ég færa Viðari kærar
þakkir fyrir hans mikilvæga framlag til
framfara í okkar málum. Ég vona þó að
hans aðkomu að málaflokknum sé ekki
með öllu lokið.
Slökkviliðsmaðurínn 5