Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 15
Slökkviliðsmenn purfa árlega að gangast undir læknisskoðun og standast kröfur um pol og styrk.
undir próf á þoli og styrk þar sem farið
er eftir kröfum frá Mannvirkjastofnun.
Gildistimi læknisskoðunar og þrek-
prófs er eitt ár.
Slökkviliðsstjóri skal tryggja eins og
unnt er að reykköfun sé skipulögð og
framkvæmd þannig að heilsu og ör-
yggi þeirra sem taka þátt í aðgerðinni
sé ekki stefnt í hættu. Einnig er á hans
ábyrgð að reykköfunarbúnaður og
hlífðarbúnaður uppfylli reglugerð og
að viðhald og meðferð sé samkvæmt
reglugerðum.
Slökkviliðsstjóra ber að tryggja
slökkviliðsmönnum þjálfun í samræmi
við reglugerðir og að nauðsyn-
legur fjöldi reykkafara sé fyrir hendi.
Skráningarskylda slökkviliðsstjóra
hefur verið aukin og ber þeim til dæm-
is að skila inn skýrslu um sérhverja
reykköfun.
Meiri kröfurtil stjórnenda
Kröfur til stjórnenda reykköfunar hafa
verið auknar og skulu þeir að lágmarki
hafa fimm ára reynslu sem reykkafari
og eiga að baki 125 klukkustundir í
reykköfun eða reykköfunaræfingum.
Stjórnanda reykköfunar er óheimilt að
sinna öðrum verkefnum á vettvangi
sem trufla hans hlutverk. Honum ber
að halda utan um skráningu tíma og
atvika sem upp geta komið. Stjórnandi
reykköfunar skal ætíð vera í fjarskipta-
sambandi við reykkafara.
Reykkafari skal ætíð vera meðvit-
aður um ákvarðanir sínar og aðgerðir
sem hann framkvæmir sem geta haft
áhrif á öryggi hans og félaga hans.
Reykkafari skul fullvissa sig um að
reykköfunarbúnaður sé í lagi.
Reykkafari skal halda skrá, „reyk-
köfunarbók", yfir hverja reykköfun,
þar með taldar æfingar. Þar á að færa
inn ýmsar upplýsingar sem tíundaðar
eru í reglugerðinni.
Viðbrögð við slysum
Slökkviliðsstjóri skal gera áætlun
um hvernig bregðast skal við slysum
og öðrum hugsanlegum neyðartil-
vikum við reykköfun. Halda skal
reglulegar æfingar samvæmt þessari
neyðaráætlun.
Einnig er honum skylt að tryggja
að allir starfsmenn slökkviliðisins
hafi þjálfun í að veita fyrstu hjálp.
Sömuleiðis að sjúkrabúnaður sé fyrir
hendi þegar reykköfun er í gangi, svo
sem hjartastuðtæki, brunagel og
súrefni.
Mikilvægt er að minna slökkviliðs-
menn á að skrá öll slys, óháð því hvort
þau valda óvinnufærni eða ekki. Slys
á að tilkynn til vinnueftirlits og fara á
eftir verkferlum um vinnuslys. Nærslys
eða næstum slys skal líka skrá og er
slökkviliðum skylt að skila gögnum
um nærslys til Mannvirkjastofnunar á
hverju ári.
Eins og sést af ofangreindu er margt
nýtt í þessari reglugerð og mikilvægt
að allir aðilar kynni sér hana.
Fyrir hönd fagdeildar slökkviliðsmanna
Lárus Kristinn Guðmundsson,
slökkviliðs og neyðarflutningsmaður hjá SHS/
aðstoðarvarðstjóri BA
Slökkviliðsmaðurinn 15