Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Qupperneq 24

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Qupperneq 24
SLOKKVILIÐ 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 VESTMANNAEYJA Gríðarlegt tjón varð þegar Hraðfrystistöð Vestmannaeyja brann 1950. Hún var þá stærsta frystihús landsins. Eldgosið 1973 Sagt hefur verið að Heimaeyjargosið sé stærsta verkefni slökkviliðs- manna í íslandssögunni. Slökkvilið Vestmannaeyja gegndi stóru hlutverki í gosinu, fyrst með aðstoð við brottflutn- ing fólks frá Eyjum og síðar björgun verðmæta úr húsum, ruðningsstörf og gasköfun auk slökkvistarfs. Fyrstu tvo sólarhringana hafði slökkviliðið ekki nema átta liðsmönnum á að skipa en brátt barst liðsstyrkur ofan af landi. Settar voru á vaktir en í verstu hrin- unum var allt liðið á vakt sólarhringum saman og barðist við eld og brenni- stein. Þegar glóandi hraunstraumurinn rann á hús varð þó engum vörnum við komið. í febrúar tók slökkviliðið þátt í að dæla sjó á hraunið til að hefta framrás þess. Þegar gosinu lauk og endurreisn hófst voru allar aðstæður mjög breyttar. Slökkviliðsmenn í Eyjum höfðu öðlast mikla reynslu í starfi við hlið atvinnumanna og allur tækjabún- aður hafði verið endurnýjaður. Fyrir gos hafði slökkviliðið haft yfir þremur bílum að ráða en nú voru þeir fimm. Þá kynntust menn fyrst reykköfun fyrir alvöru í gosinu og eignuðust alvöru tæki til slíkra starfa. Lögreglustöðin brennur Eldur varð laus í lögreglustöðinni við Hilmisgötu 6. október 1988. Þetta var gamalt hús, margendurbætt og loft- ræstikerfið lá um allt hús án öryggis- loka. Því æddi eldurinn um allt hús á örskömmum tíma. Lögreglumenn og fangi, sem var í klefa, áttu fótum sínum fjör að launa en talið var að fanginn hefði kveikt í dýnu í klefanum með þessum afleiðingum. A var norðan rok og réðst ekkert við eldinn, allt brann sem brunnið gat og húsið talið ónýtt. Lögreglustöðin fékk síðan inni í hús- næði við Faxastíg þar sem hún er enn. ísfélagsbruninn Einhver mesti eldsvoði í Eyjum varð 9. desember 2000 þegar eldur varð laus í Isfélaginu við Friðarhöfn. Utkall barst rétt fyrir kl. 22.00 og var allt slökkvi- liðið kallað út ásamt Björgunarfélagi Vestmannaeyja, flugvallarstarfsmönn- um og hafnsögubátnum Lóðsinum með sínar dælur. Þá barst einnig liðsauki frá Slökkviliði Reykjavíkur en þaðan komu ellefu manns með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Eldsupptök voru í norðurhluta húss- ins og mest áhersla var lögð á að verja suðurhlutann. En eldvarnaveggur milli norðurhúss og vinnslusalar gaf sig, þrátt fyrir að mikið vatnsmagn væri til staðar, og læsti eldurinn sig því í suð- urbygginguna, þaðan í búningsklefa starfsmanna og eftir millilofti að frysti- vélasal. Þar voru ammoníaksgeymar með sex tonnum af ammoníaki og voru þeir kældir með því að dæla stöðugt úr tveimur slöngum á þá auk þess sem flugvallarbíllinn dældi stöðugt vatni á geymana. Um kl. sjö að morgni þann 10. desember var slökkvistarfi að mestu lokið en því lauk endanlega sólarhring síðar. Tjón var mikið en með harðræði tókst að bjarga um helmingi húsasam- stæðunnar sem og miklum fiskbirgðum í frystiklefum sem metnar voru á hundruð milljóna. Lifrarsamlagsbruninn Þann 15. október 2009 kl. fjögur að nóttu barst tilkynning um að eldur væri laus í Lifrarsamlaginu við Strandveg. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða og allt liðið því kallað út ásamt flugvallarstarfsmönnum og Björgunarfélagi. Þá var Lóðsinn beðinn um að vera til taks. Milliveggir í hús- inu, sem komið var til ára sinna, voru einangraðir með torfi og gekk illa að eiga við eldinn. Tveir kranabflar voru notaðir til að rífa járn af þaki svo að unnt væri að ná torfinu burt. Mikill hiti var í húsinu og þegar súrefni komst að eldinum magnaðist hann og húsið hreinlega fuðraði upp. Aðeins þrír metrar voru í íbúðarhús við hlið Lifrarsamlagsins en slökkviliðinu tókst að varna því að eldur bærist í það. Hús Lifrarsamlagsins var gjörónýtt eftir brunann en eldsupptök voru ókunn. Drífandabruninn Þann 30 nóvember 2011 var slökkvilið- ið kallað út kl. rúmlega þrjú um nóttina vegna elds í gistihúsinu Drífanda við Strandveg. Drífandi er gamalt hús, elsti hlutinn byggður 1921 og mikill eldsmatur þar, trégólf milli hæða og milliveggir og loftklæðningar úr tré. Til að minnka hitann og auðvelda aðgengi var settur yfirþrýstingur á húsið og gekk þá vel að slökkva þótt útlitið væri slæmt um tíma. Talið var að kviknað hefði í út frá þvottavél og þurrkara í þvottahúsi hótelsins. Verulegar skemmdir urðu á húsinu vegna elds, reyks og vatns en auk hótelreksturs var ritfangaverslunin Eymundsson á jarðhæð hússins. Helstu heimildir: ívar Atlason. Mikilvægt og fórnfúst starf í heila öld. Jólablað Fylkis 2013. Helga Hallbergsdóttir. Ágrip af sögu Slökkviliðs Vestmannaeyja. Handrit 2013. 24 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.