Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 27

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 27
menn og krabbamein að fá ákveðnar tegundir krabbameins hjá slökkviliðsmönnum viðurkenndar sem atvinnusjúkdóm. Einnig hefur verið stofnaður sjóður sem ætlað er að styrkja rannsóknir á krabbameini hjá slökkviliðsmönnum. Fjáröflun til rannsókna á krabbameini Eins og undanfarin ár tók LSS þátt í átakinu Mottumars sem Krabbameinsfélagið hefur haft veg og vanda af. Samhliða því að hvetja karl- menn til þess að vera meðvitaðri um krabbamein hjá karlmönnum hefur LSS, ásamt fleiri aðilum, notað þetta átak til þess að vekja athygli á þeirri staðreynd að hjá slökkviliðsmönnum er tíðni krabbameins hærri en gengur og gerist. Árið 2013 stofnaði LSS sjóð sem ætlaður er til þess að styrkja þá sem hafa áhuga á að vinna að rannsóknum sem tengja saman krabbamein og slökkviliðsmenn. Til þess að fjármagna þennan sjóð hóf LSS fjáröflun með sölu á „Brunaslöngunni" sem er barmmerki. Það kostar 1.000 krónur og rennur ágóðinn í rannsóknasjóðinn. í ár hefur svo LSS bætt við límmiðum sem hægt er að líma á númeraplötur (sama stærð og skoðanamiðarnir). Tveir miðar eru seldir saman og kosta 500 krónur. Einnig hefur LSS látið búa til stærri slöngur í bleikum lit og eru þær ætlaðar til merkinga á slökkvibílum. Slöngurnar eru 48x28 sm að stærð og án bakgrunns. Þær límast svo beint á bílana. Límmiðarnir verða í ár seldir á 2.000 krónur og rennur allur ágóðinn í rannsóknasjóðinn. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja sjóðinn með kaupum á „Brunaslöngunni" geta haft samband við LSS í gegnum lsos@lsos.is. ,.í PROTAK S.554 1800 & 692 7909 www.protak.is protak@protak.is Protak hefur sérhæft sig í brunavörnum og reykþéttingum. Ekkert verkefni er of stórt eöa smátt. Protak hefur unniö fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Eingöngu eru notuð viðurkennd efni og allir starfsmenn eru með vottun frá Mannvirkjastofnun. Slökkviliösmaöurinn 27

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.