Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 20

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 20
SLÖKKVILIÐ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllll III llll llllllllllllllllllll lllll IIIIIMMMIIMIMMIIIMIIMIMIMIIIIIMMIIIIIMMIIIIMMIIIIIMIIIIMIIIIIIIMIIIIMIIMII VESTMANNAEYJA Þessi mynd er tekin í gosinu 1973 af sex félögum í Slökkviliði Vestmannaeyja austur við Hraðfrystistöð. Frá vinstri: Ragnar Guðnason, Halldór Ingi Guðmundsson, Steingrímur Benediktsson, Ragnar Þór Baldvinsson, Stefán Jónsson og Guðmundur Tegeder. Ragnar Guðnason var tengdasonur slökkviliðsstjór- ans, Kristins Sigurðssonar, og Ragnar Þór Baldvinsson (Raggi Bald) segir að þeir hafi oft verið að býsnast yfir því hvað Raggi Guðna væri lélegur bflstjóri, helst ómögulegt að láta hann keyra. Nú gerðist það að Raggi Guðna fór í helgarfrí til Reykjavíkur. Svo skilaði hann sér ekki á mánudag til Eyja og Raggi Bald spurði Kristin slökkviliðs- stjóra hvort hann vissi eitthvað um tengdasoninn. „Já," sagði Kristinn. „Hann er að taka bflprófið í Reykjavík." Við tókum okkur því fötur í hönd og byrjuðum að moka eða ausa gasinu út. Þessar aðfarir sá vegfarandi einn, ættaður norðan úr Svarfaðardal og þótti honum þær minna nokkuð á sveitunga hans, kennda við Bakka, forðum daga er þeir reyndu að bera sólskinið inn í fötum. Mörgum árum eftir gos fékk Addi bréf frá þessum manni þar sem hann minnti hann á þetta atvik. Þá vorum við löngu búnir að gleyma þessu og reyndar man ég ekki hvort þessar aðfarir skiluðu einhverjum árangri. En hugmyndin var góð og sagan enn betri." Tal um brennuvarg orðum aukið Ragnar segir að af öðrum atburðum í slökkvistarfi sé Isfélagsbruninn í desember árið 2000 eitthvað sem ekki gleymist. „Sá bruni er í rauninni kapítuli út af fyrir sig, eitthvað svo miklu stærra og ógnvænlegra en annað sem við höfðum fengist við. Fyrst í stað leit þetta ekki illa út og við héldum um tíma að við hefðum náð tökum á eldinum. En svo reyndist ekki vera. Þar munaði miklu að húsið var ekki hólfað nema að litlu leyti og svo var ekki heldur hægt að opna út um þakið og losna þannig við hitann sem er mesti bölvaldurinn í öllum eldsvoðum," segir Ragnar. „Miðað við allar aðstæður var í raun furðulegt hvað okkur tókst þó að verja mikið af húsnæðinu en þetta er án efa mesti eldsvoði sem orðið hefur í Vestmannaeyjum," bætir hann við. Margir hafa viljað tengja nokkra stórbruna í Vestmannaeyjum á undanförnum árum við íkveikjur og því var um tíma haldið fram að hér gengi brennuvargur laus. „Ragnar telur að það tal sé mjög orðum aukið. „Að vísu er það rétt að í einhverjum tilfellum eru ekki óyggjandi staðreyndir fyrir hendi um hvernig eldsupptök hafa átt sér stað. En í langflestum tilvikum hafa fundist skýringar sem ekki tengjast íkveikju á nokkurn hátt. Um tíma var einhvers konar hystería í gangi um að hér gengi laus einhver stórhættulegur maður sem rekja mætti nær alla eldsvoða til. Ég held að það sé engin ástæða til að tapa ró sinni vegna þessa. Því miður eiga eldsvoðar sér stað í Vestmannaeyjum rétt eins og annars staðar. En það er engin ástæða til að ætla að þeir séu af yfirlögðu ráði einhvers eða einhverra," sagði Ragnar Þór Baldvinsson. 20 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.