Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 3
Arnþór Helgason form. O.B.I.: ENDURSKOÐUN LAGA UM MÁLEFNIFATLAÐRA / slendingar hafa lengi haft gaman af lagaþrætum og ófáir eru þeir sem beita lagakrókum til þess að koma málum sínum áleiðis. Starf semunnið erinnan samtaka fatlaðra felst m.a. í samskiptum við stjómvöld og opinberar stofnanir og er þá oftlega vitnað í ýmsa lagabálka til þess að styðja mál manna. Þau lög sem forystumenn fatlaðra hafa vitnað hvað oftast í á þessum áratug eru lög nr. 41/ 1983 um málefni fatlaðra, en þau ollu um margt tímamótum í þessum málaflokki hér á landi. Ekki er hægt að segja að ríkt hafi einhugur um setningu þessara laga enda voru ýms- ir á þeirri skoðun að sérstök lög fyrir einn þjóðfélagshóp væri afturför og stuðluðu að einangrun hans frá öðrum þegnum þessa lands. Síðan voru þeir sem héldu því fram að svo margt væri ógert í þessum málaflokki að sérstök löggjöf þyrfti að koma til svo að hafist yrði handa um fram- kvæmdir. Málefni fatlaðra höfðu reyndar orðið afskipt á landsbyggðinni og víða tíðkaðist að sérstakri þjónustu væri komið á fót fyrir þá. Það hefur vafalaust verið nokkur tímamótaviðburður í þjónustu við fatlaða landsbyggðarbúa þegar Eiríkur Guðnason skólastjóri í Vestmannaeyjum, beitti sér fyrir stofnun deildar fyrir blind og sjónskert börn í Vestmannaeyjum haustið 1982, en Vestmannaeyingar höfðu áttað sig á því að það var hagkvæmara að efla þjón- ustu í byggðarlaginu í stað þess að missa fólk þaðan. Þá var ekki horft suður heldur sótt að sunnan. Síðastliðið haust skipaði Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, nefnd til þess að gera úttekt á framkvæmd laganr. 41/1983 um málefnifatlaðra. Formaður nefndarinnar var skipaður Bragi Guðbrandsson, félagsmála- stjóri í Kópavogi. Auk hans sitja í nefndinni fulltrúar stjómarflokkanna, Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn fulltrúi sem Öryrkjabandalag Islands og Landssam- tökin Þroskahjálp tilnefna sameiginlega. Margrét Mar- geirsdóttir er ritari nefndarinnar. I raun er það svo að meiri- hluti nefndarmanna hefur með einum eða öðrum hætti komið nálægt þessum málaflokki því að stjómarflokkarnir leituðu til einstaklinga sem hafa haft bein afskipti af mál- efnum fatlaðra eða vinna í þágu fatlaðra. í upphafi nefndarstarfsins leituðust menn einkum við að kannaeinstaka þætti laganna og hverju væri æskilegt að breyta. Fram komu hugmyndir um að fella lögin úr gildi; aðrir töldu nauðsynlegt að hafa einhvers konar ramma- löggjöf í gildi sem kvæði á um rétt fatlaðra til ýmissa þátta samfélagsins og enn aðrir álitu að breyta þyrfti einstökum köflum laganna í samræmi við þá reynslu sem fengist hefur af framkvæmd þeirra. Eftir að leitað hafði verið álits samtaka fatlaðra, stjórn- amefndar, svæðisstjóma og fleiri aðila, var ráðherra send skýrsla þar sem niðurstöður nefndarinnar voru dregnar saman í fáum dráttum. Ráðherra fól síðan nefndinni að halda starfi sínu áfram og skila tillögum á þessu hausti um endurskoðun laganna. Vafalaust eiga ýmsir eftir að láta Ijós sitt skína um þessi drög, þegar þau verða lögð fram enda er mikið í húfi að vel takist til um endurskoðun laganna. m margt hefur vel tekist til við framkvæmd laga um málefni fatlaðra. Unnið hefur verið mikið brautryðj- endastarf á landsbyggðinni. Sambýli fyrir þroskahefta hafa verið reist í öllum umdæmum landsins og margs konar þjónustu hefur þar að auki verið komið á fót. Menntun fatlaðra hefur þokað mjög áleiðis á þessum áratug. Þó skortir enn á að nægjanleg tilboð séu fyrir hendi hvað varðar framhaldsnám einstakra hópa, en nokkrir framhaldsskólar hafa lagt sig í líma við að ráða fram úr vanda fatlaðra nemenda. Þá má deila um hvort atvinnuþátttaka fatlaðra hafi í raun aukist. Menn töldu um miðjan áratuginn að tekist hefði sæmilega að koma fötluðu fólki út á vinnumarkaðinn en þegar harðnaði í ári bitnaði atvinnuleysið fyrst á þeim sem síst gátu borið hönd fyrir höfuð sér og áttu fæstra kosta völ. inna helst hefur skort á að framfylgt hafi verið ákvæðum laganna um gerð heildaráætlunar fyrir málaflokkinn og flestir vita hvernig farið hefur verið með Framkvæmdasjóð fatlaðra. 11. tölulið 35. gr. laganna segir svo: Ríkissjóður skal árlega næstu 5 ár leggja sjóðnum til a.m.k. jafnvirði 55 milljóna króna rniðað við 1. janúar 1983. Skal sú fjárupphæð hækka í hlutfalli við bygg- ingavísitölu miðað við gildistöku laganna. Að þeim tíma liðnum skal endurskoða framlag ríkisins. Lögintókugildi l.janúar 1984ogsamkvæmtþvíhefði átt að endurskoða framlag ríkisins við gerð fjárlaga fyrir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.