Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 4
árið 1989. Reyndin varð hins vegar sú að þegar á fyrsta ári
laganna var framlag ríkisins skert og erfðafjársjóði, sem er
annar helsti tekjustofn sjóðsins, hefur ekki ætíð verið
skilað öllurn. Stjórn Öryrkjabandalags íslands hefurmarg-
sinnis bent stjómvöldum á þessar vanefndir og krafist
úrbóta. Undanfarin tvö árhefurreyndin orðið súaðframlag
ríkisins hefur horfið og tekjur erfðafjársjóðs hafa einar
runnið í Framkvæmdasjóð. I ár nema fjárveitingar til
sjóðsins rúmum 200 milljónum eða nokkurn veginn því
sem samsvarar tekjum Erfðafjársjóðs. Lögbundið framlag
ríkisins ætti auk þess að nema um 300 milljónum króna
samkvæmt framreikningi Seðlabankans svo að innan við
helmingurteknaFramkvæmdasjóðs fatlaðrakemsttil skila.
Sumir telja sig þurfa að hafa uppi lagaþrætur um gildi
ákvæðisins um fjárframlag ríkisins og halda því fram að
ákvæðið hafi í raun og veru verið numið sjálfkrafa úr gildi
að 5 árum liðnum. En þar sem lögin hafa ekki verið
formlega endurskoðuð hljóta ákvæðin um framlag ríkisins
enn að vera í gildi.
Þessi óorðheldni stjómvalda hefur seinkað mjög
nauðsynlegum framkvæmdum í málaflokknum. Nú horfir
þó væntanlega til þess að gert verði átak í húsnæðismálum
fatlaðra, en sérstök nefnd hefur verið starfandi á vegum
Öryrkjabandalagsins, Þroskahjálpar og Félagsmálaráðu-
neytisins til þess að kanna á hvern hátt sé hægt að bæta úr
brýnni þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Bendir flest til þess að
veitt verði fé úr almenna húsnæðislánakerfinu til bygginga
íbúða fyrir fatlaða, skilgreiningu þess og hugsanlega
fjármögnun. Má vænta þess að tillögur þessar geti orðið til
að leysa vanda hluta þeirrar einstaklinga sem hafa verið á
neyðarlista undanfarin ár.
Hitt er hins vegar verra að framkvæmdaáætlun sú, sem
samtök fatlaðra hafa krafist undanfarin þrjú ár og
ákvæði hafa verið um í stjómarsáttmála tveggja ríkis-
stjóma, sér vart dagsins ljós á næstu mánuðum. Má þar
ýmsu um kenna. Samtök fatlaðra áttu ekki aðild að undir-
búningi áætlunarinnar sem felur ekki í sér neina heildar-
könnun á þjónustuþörf fatlaðra heldur fyrst og fremst
ákveðinn grunn sem talið er að hægt verði að byggja á
þegar áætlunin verður gerð. Öryrkjabandalag Islands hlýtur
að krefja stjórnvöld skýringa á þeim vinnubrögðum sem
viðhöfð hafa verið í þessu máli. Því hefur verið borið við
að erfiðleikar í samskiptum tryggingayfirlæknis og
yfirlæknis Greiningarstöðvar rfkisins hafi tafið málið. Það
er einungis örlítill hluti skýringarinnar. Ekkert samráð var
haft við samtök fatlaðra um hvemig staðið skyldi að
undirbúningi áætlunarinnar og því kann að fara svo að
einhverjir hópar fatlaðra lendi þar utangarðs og verði ekki
teknir með í þeim áætlunum sem gerðar verða.
Við endurskoðun laga um málefni fatlaðra verður að
herða á ýmsum ákvæðum frá því sem nú er. Auðvelda
verður fötluðum að hasla sér völ 1 á almennum vinnumarkaði
og taka verður mið af þeirri þróun sem hefur orðið í ná-
grannalöndum vorum á þessu sviði. Þar má nefna ákvæði
um að fatlað fólk öðlist rétt til að ráða sér aðstoðarfólk í
hlutastarf eftir því hvemig þörf fyrir slíka aðstoð er metin.
Þá er og nauðsynlegt að samræma lögin lagabálkum eins
og félagsmálalöggjöf og tryggingalöggjöfinni. Frumvarp
að heildarlöggjöf um félagslega þjónustu hefur verið til
umfjöllunar undanfarin tvö ár og eru þar ákvæði um
skyldur sveitarfélaga til þess að inna af hendi þjónustu við
fatlaða. Þá hefur verið unnið að endurskoðun trygginga-
löggjafarinnar frá því að þessi ríkisstjórn, sem nú situr, var
mynduð og hefur það starf gengið hægar en skyldi. Það
skiptir öllu að endurskoðun laga um málefni fatlaðra fari
saman við samþykkt nýrrar félagsmálalöggjafar og endur-
skoðun tryggingalaga. Annars er hætt við að lögin verði
hvorki fugl né fiskur og breyti í litlu því ástandi sem enn
varir í þessum málaflokki.
Stjórnsýsluþátturlagannahefurmjögveriðgagnrýndur.
Telja ýmsir að svæðisstjórnir hafi ekki valdið hlutverki
sínu og hefur jafnvel verið haft á orði að óeðlilegt sé að búa
til þriðja stjómsýslustigið í málefnum fatlaðra úr því að
það fyrirfinnst ekki í sveitarstjórnarlögum. Innan nefnd-
arinnar komu fram ýmsar hugmyndir um skipan svæðis-
stjórna og stjórnarnefndar. Svæðaskiptingin var rædd
ítarlega og veltu menn vöngum yfir því hvort smærri svæði
gætu fært þjónustu við fatlaða nær sveitarfélögunum. í
þessu sambandi má benda á gagnrýni ýmissa sveitarstjórn-
armanna og málsvara fatlaðra sem halda því fram að nú-
gildandi lög hafi í raun verkað letjandi fyrir sveitarfélög að
taka frumkvæði í málefnum fatlaðra. Með setningu síðustu
sveitarstjórnarlaga tóku gildi skýr ákvæði um verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er því svo fyrir komið að
málefni fatlaðra eru alfarið kostuð af ríkinu. Hætt er við að
þessi ákvæði geti verkað í þá átt að leitað verði sérstakra
úrræða í þjónustu við fatlaða í stað þess að gera þeim kleift
að njóta þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin bjóða íbúum
sínum. Þrátt fyrir þessi ákvæði færist í vöxt að fatlaðir leiti
til félagsmálastofnana sem veita þeim almenna þjónustu.
Nokkurt fylgi er í nefndinni við nýja skipan í stjórn-
sýslumálum. Þar er gert ráð fyrir því að framkvæmdastjórar
svæðisstjórna verði starfsmenn félagsmálaráðuneytisins
og dregið er mjög úr vægi svæðisstjórnanna. Hér skal ekki
fjölyrt um skipulag það sem hugmyndir eru uppi um, en
samtök fatlaðra hljóta að vera á verði ef á að rýra áhrif
þeirra í þessum málaflokki. Því hefur verið haldið fram að
óheppilegt sé að fulltrúar fatlaðra sitji í nefndum og stjómum
sem um mál þeirra fjalla. Því er til að svara að þrátt fyrir
framfarir í þessum málaflokki verða samtök fatlaðra að
heyja varnarbaráttu til þess að halda þeim réttindum sem
fatlaðir hafa áunnið sér og vekja athygli stjómvalda og
almennings á hagsmunum þeirra eftir því sem þróun
samfélagsins vindur fram. Lög sem kvæðu á um sértæka
þjónustu við fatlaða, sem stjórnað væri af sérstökum
embættismönnum, sem hefðu öll ráð samtaka fatlaðra í
hendi sér, væri svipað rothögg á það starf sem unnið er
innan samtaka fatlaðra og það yrði ef Vinnu-
veitendasambandinu yrðu afhent lyklavöld að verkalýðs-
hreyfingunni.
Þróunin í málefnum fatlaðra verður því aðeins markviss
að áhrif fatlaðra á stjórn mála sinna verði tryggð. Þess
vegna ber að varast vald embættismanna. Samstarf og
samtakamáttur skilar oss áleiðis en væringar og valdboð
þoka oss aftur á bak.
Arnþór Helgason
formaður stjórnar Öryrkjabandalags íslands.
4