Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 10
Tómas Sturlaugsson, framkvæmdastjóri: STYRKTARFÉLAG VAN- GEFINNA í REYKJAVÍK Styrktarfélag vangefinna í Reykja- vík var stofnað í safnaðarheimilinu Kirkjubæ í Reykjavík 23. mars 1958, af foreldrum og aðstandendum van- gefinna og öðru áhugafólki. Um 120 manns sátu stofnfundinn. Félagsmenn eru nú um 1000. Þetta var fyrsta félagið sem stofnað var um þetta málefni. Nú eru starfandi félög um allt land, sem vinna að sama markmiði. Auk þess eru starfandi foreldra- og styrktarfélög við allflestar stofnanir í landinu. Arið 1976 stofnuðu þessi félög, ásamt nokkrum öðrum, Landssamtökin Þroskahjálp. Þegar Styrktarfélag vangefinna var stofnað var þjónusta við vangefnanánastengin, utan þeirra þriggja sólarhringsstofnana sem voru ílandinu,enþardvölduum 115manns. Fyrsta átak félagsins var að beita sér fyrir því að árið 1958 var Styrkt- arsjóður vangefinna stofnaður mað lagasetningu frá Alþingi. Sjóðurinn var fjármagnaður með gjaldi af öli og gosdrykkjum, sem framleiddir voru í landinu, svonefndu „tappagjaldi". Þá var sett reglugerð um sjóðinn, en sam- kvæmt henni ráðstafaði félagsmála- ráðherra fé sjóðsins, að fengnum tillögum stjórnar Styrktarfélags vangefinna og Landssamtakanna Þroskahjálparfrá 1976. Sjóðurinn stóð að langmestu leyti undir þeirri uppbyggingu, er varð, fram til ársins 1980.Nýlögtókugildi l.janúar 1980 um aðstoð við þroskahefta, þar sem Framkvæmdasjóði öryrkja og þroskaheftra varfalið það hlutverk að fjármagna framkvæmdir ríkisins vegna uppbyggingar þjónustu fyrir þroskahefta. Lög um málefni fatlaðra tóku gildi 1. janúar '84 og yfirtóku fyrri lög. Samkvæmt lögum Styrktarfélags vangefinna er megintilgangur félags- ins þessi: a. að vangefnum verði veitt sem ákjósanlegust skilyrði til að ná þeim þroska, sem hæfileikar þeirra leyfa. b. að sem flest almenn tilboð standi Tómas Sturlaugsson. vangefnum ti I boða í námi, leik og starfi. c. að komið verði á fót heimilum, stofnunum og vinnustöðum fyrir þá vangefnu, sem þess þurfa, og að reka slrka staði, ef ástæða er til. d. að styðja og styrkja þá, sem starfa með vangefnum, eru í námi því tengdu, eða vilja afla sér mennt- unar í því sambandi. e. að annast kynningu á málum van- gefinna, t.d. með útgáfustarfsemi og fræðslufundum. f. að upplýsa og aðstoða foreldra og ættingja vangefinna eftir fremstu getu. Félagið annast rekstur eftirtalinna stofnana og heimila, samkvæmt lögum ummálefnifatlaðrafrá 1 .janúar 1984. Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5, er elsta stofnun félagsins og tók hún til starfa í júní 1961. Lyngás er fyrsta dagheimili sinnar tegundar í landinu og er ætlað börnum og ungl- ingum að 18 ára aldri. Meginstarfsemin fer fram í sex deildum og fer skiptingin eftir aldri einstaklinganna. Mikllar brey tingar hafa átt sér stað í Lyngási á undanförnum árum, en fjölfötluðum bömum hefurfjölgað þar mjög ört. I Lyngási eru 40—42 böm og unglingar. Hæfingarstöðin Bjarkarás, Stjörnugróf 9, hóf starfsemi í nóvember 1971 og er starfsþjálfunarheimili fyrir fatlaða unglinga frá 17 ára aldri. Markmiðið er að hæfa þá til starfa á almennum vinnumarkaði, vemduðum vinnustöð- um eða öðrum stöðum, sem henta viðkomandi. Meginstarfsemin fer fram í 5 deildum, þar sem veitt er starfsþjálfun við mismunandi verk- efni, I Bjarkarási dvelja að jafnaði 45—50 einstaklingar. Þjálfunarstofnunin Lækjarás, Stjörnugróf 7, tók til starfa í október 1981. Hún er ætluð fötluðum einstaklingum frá 17 ára aldri, sem hafa takmarkaða fæmi sökum aldurs og/eðamikillarfötlunar til að nýta sér aðra þjónustu. Stofnuninni er skipt niður í tvær deildir, sem starfa að mestu óháðar hvor ann-arri. I tengslum við Lækjarás er rekin dagdeild í Blesugróf 31. Um 35 ein- staklingar njóta þjónustu í Lækjarási. Vinnustofan As, Brautarholti 6, hóf rekstur í október 1981. Ás er vemd- aður vinnustaður og hefur að markmiði að skapa vinnuaðstöðu fyrir fatlað fólk frá um 20 ára aldri með skerta starfsgetu, og eru verkefni og vinnu- tími sniðin að þörfum þess og getu. Þá er lögð áhersla á, að viðhalda starfshæfni einstaklingsins eða auka hana, helst það mikið að hann verði fær um að fara út á hinn almenna vinnumarkað. Aðallega er unnið við eigin fram- leiðslu á bleium, ýmsum tegundum heimilisklúta og handklæða, auk smávægilegrar pökkunarvinnu á aðfengnum verkefnum. Þá hefur Ás tekið að sér að vinna ákveðna verkþætti fyrir ýmis fyrirtæki. Starfsmenn í Ási eru rúmlega 30. Sambýli félagsins eru nú 7 að tölu, 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.