Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 11
Nokkrir tugireinstaklinganotfæra
sér reglubundið þessa þjónustu, en
allt að 7 geta dvalið samtímis á heim-
ilinu.
Skammtímavistunin í Blesugróf
31 tók til starfa í apríl 1988 og er hún
rekin í nánu samstarfi við Félagsmála-
ráðuneytið — deild málefna fatlaðra.
Hún er fyrst og fremst ætluð einhverf-
um börnum og öðrum þroskaheftum
með alvarlega hegðunar- og tjáskipta-
erfiðleika. Starfsemi þessi fór áður
fram í einni af íbúðum félagsins í
borginni. Eigandi húsnæðisins er
Hússjóður ÖBÍ.
Enn er ógetið hér tveggja rekstr-
areininga á vegum félagsins. Fyrir
nokkrum árum eignaðist félagið
sumarbústaðinn Rjóður í landi
Varmadals á Kjalarnesi. Þar hefur
verið skipulögð sumardvöl í 10—12
vikur á hverju ári. Bústaðurinn hefur
verið mikið notaður af vistmönnum
frá Skálatúni og Kópavogshæli, svo
og af stofnunum félagsins.
Að síðustu skal þess getið að
haustið 1989 tók félagið í notkun dag-
heimili fyrir börn starfsmanna og
rúmar það 14—15 börn. Á þann hátt
vildi félagið koma til móts við þarfir
starfsmanna sinna og tryggja um leið
sem best starfsfólk að stofnunum fé-
lagsins.
Hér að framan hefur í stuttu máli
verið gerð grein fyrirrekstrareiningum
félagsins í dag, en rúmsins vegna er
aðeins stiklað á helstu atriðum.
I nokkur undanfarin ár hafa öll
heimili félagsins verið fullsetin og
Sambýli og skammtímavistun í Víðihlíð.
en hið fyrsta þeirra tók til starfa í mars
1976, að Sigluvogi 5.
Önnur sambýli eru að Auðar-
stræti 15, (1980) Háteigsvegi 6,
(1983) Víðihlíð 7, (1985) Víðihlíð 5,
(1986) og Blesugróf 29 (1988).
Á heimilum þessum dvelja nú 39
einstaklingar og hafa þeir ýmist dvalið
áður á hinum ýmsu stofnunum þroska-
heftra, eða komið á sambýlin úr
heimahúsum. Hlutverk sambýlanna
er að veita íbúum öryggi og vemd og
stuðla jafnframt að auknum þroska
þeirra og sjálfstæði. Hver íbúi hefur
sérherbergi og leggur í það eigin hús-
búnað.
í sameiginlegan heimilisrekstur
eru tekin 75% af örorkubótum og
tekjutryggingu. I heimilisrekstri felast
húsaleiga, matarkaup, rafmagn, hiti,
sími og sjónvarp. Félagið sér hins
vegar um kaup á öllum stofnbúnaði
og sér um allt viðhald.
Allar húseignirnar eru í eigu fé-
lagsins, nema Blesugróf 29, sem er
eign Hússjóðs ÖBI.
Þá veita starfsmenn frá félaginu
þroskaheftum einstaklingum aðstoð í
12 íbúðum víðs vegar um borgina, en
6 þeirra eru í eigu félagsins. Hér er um
mjög ánægjulegan þátt í starfseminni
að ræða, en flestir þessara einstaklinga
hafa áðurdvalið ásambýlum félagsins.
Tvær íbúðanna eru í eigu einstakling-
anna sjálfra, en einhvem tíma hefðu
það þótt tíðindi að þroskaheftur ein-
staklingur eignaðist eigin íbúð.
Á þennan hátt telur félagið sig
koma skjólstæðingum sínum lengra
út í samfélagið og uppfylla jafnframt
1. gr. laganna um málefni fatlaðra að
tryggja þeim jafnrétti og sambærileg
lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og
skapa þeim skilyrði til að lifa sem
eðlilegustu lífi.
Skammtímavistunin í Víðihlíð 9
tók til starfa í febrúar 1985. Markmið
hennar er að veita foreldrum/aðstand-
endum vangefinna einstaklinga 12 ára
og eldri reglubundið frí og hvíld og
gera þeim þannig kleift að hafa böm
sín lengur heima.
Skammtímavistunin skal einnig
veita aðstandendum og vangefnum
þjónustu í tímabundnum erfiðleikum.
Dvalargestir eru allflestir við ýmiss
konar störf eða í skóla.
Þjálfun í Lyngási.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
11