Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 15
og einnig leysti fólk fljótt og vel úr
könnunum okkar svo starfið gat gengið
mjög hratt.
Hvað varðaði viðhorf fólks til
fatlaðra, þá var það mjög jákvætt á
allan máta. Sama var með atvinnu-
möguleika fatlaðra. Bæði voru
atvinnurekendur jákvæðir til fatlaðra
og ótrúlega margir töldu sig getað
notað fatlaðan starfskraft til einhverra
starfa. En þegar kom að aðgenginu þá
var annað uppi. Nánast alls staðar var
aðgengið að og inn í hús illfært eða
ófært fyrir mann í hjólastól. Salemis-
aðstaða nær engin, víðast illfært um
húsin þó inn mætti komast. Þannig að
þó að atvinnurekendur gætu notað
starfskraft í hjólastól til einhverra
starfa þá var samt sem áður ógerningur
fyrir þann sama að starfa þar vegna
aðgengis.
Flestir viðmælendur töldu þörf á
úrbótum og sögðust beita sér fyrir því
ef þeir fengju að ráða. — (Nú í sumar
voru tröppur Pósts og síma brotnar
niður og endurbyggðar. Eg taldi að nú
yrði aðgenginu að húsinu breytt, eins
og lög reyndar gera ráð fyrir. Og sjá!
Nýjar tröppur hafa verið byggðar,
alveg sams konar og voru fyrir, þannig
að engin leið er fyrir mann í hjólastól
að komast inn, fremur en áður).
í þessari opnu viku fengum við
heimsókn foreldra fatlaðra barna sem
sögðu okkur frá reynslu sinni og
upplifun af að eignast fatlað barn. Ég
held að þessi heimsókn hafi skilið
mikið eftir sig og vakið börnin til
umhugsunar um ýmsa hluti sem annars
koma aldrei upp í hugann fyrr en
reynslan krefst þess.
Síðasti þáttur starfsins fólst í því
að látanemendurupplifa mismunandi
fötlun að því marki sem hægt er. Hver
nemandi var látinn vera blindur,
einhentur, heymarskertur og bundinn
við hjólastól. Hver tegund „fötlunar“
varaði í eina klukkustund og urðu
nemendur að leysa ýmis létt verkefni
af höndum á meðan á „fötlun stóð“. I
lok skóladags komu allir saman og
nemendur sögðu frá upplifun sinni.
Það má til fróðleiks geta þess að það
var nær einróma álit allra að versta
tegund fötlunar væri að vera blindur.
Hvað um ávinning af þessu starfi?
Um ávinning af svona starfi er
erfitt að segja. Þó held ég að margt af
því sem var ritað og rætt sitji í
nemendum til frambúðar. V onandi líta
þeir á fatlaða sem jafningja sína sem
hafa sama rétt og möguleika til að lifa
lífinu eins og þeir, sé rétt að þeim
búið. — Ég held ekki að afstaða
viðmælenda hafi breyst mikið, enda
var þeirra afstaða mjög jákvæð þegar
á heildina er litið. Þó vonast ég til að
tekið verði meira tillit til þeirra í
framtíðinni þegar um nýbyggingar eða
brey tingar verður að ræða á eldra hús-
næði þar sem einhver starfsemi fer
fram. (Þó Póstur og sími hafi valdið
mér vonbrigðum).
Eitthvað í lokin?
Ég vil að lokum hvetja aðra skóla
sem ætla að hafa einhvers konar starfs-
viku að huga að hvort þetta verkefni
sé ekki verðugt viðfangs. Ekki er alltaf
nauðsynlegt að fara ótroðnar slóðir—
Þó að samfélagið búi þolanlega að
fötluðum, þá reka menn sig fljótt á
þegar farið er að skoða þessi mál nán-
ar, að það sem gert hefur verið er eins
og sneið úr stórri köku, allt liitt er eftir.
Það kemur þ ví væntanlega í hl ut kom-
andi kynslóða að ljúka við kökuna.
Og því betur sem við upplýsum ung-
dóminn því fyrr klárast kakan og
skemmist síður.
Eftirmáli ritstjóra:
Til frekari fróðleiks er rétt að geta
þess að viðmælendum var skipt í
aldurshópa — innan tvítugs, 20—40
ára, 40—60 ára og 60 ára og eldri. Var
það gert til að bera saman viðhorf með
tilliti til aldurs og var víða um
merkjanlegan mun að ræða. Alls voru
43 spurðir. Aberandi varhversu margir
höfðu haft persónuleg kynni af fötl-
uðum og gátu því svarað samkvæmt
því.
Sömuleiðis þótti mér athyglivert,
hve fáir svöruðu því afdráttarlaust neit-
andi að fatlaðir ættu að vistast á stofn-
unum eða 7%.
Varðandi fordómana margumtöl-
uðu má benda á að aðeins tveir svöruðu
því neitandi, hvort þeir vildu að barnið
þeirra væri í leikskóla eða bekk með
fötluðum börnum.
Hins vegar voru 6 sem ekki vildu
vinnameðfötluðum. Aðeinseinn taldi
hið opinbera hjálpa fötluðum nægi-
lega, öllum hinum fannst of lítið gert.
Nær allir töldu það afar mikið áfall, ef
þeir my ndu fatlast og s vo mætti áfram
telja um niðurstöður, en aðeins tæpt á
fáu til að sýna fjölbreytnina í starfinu.
Varðandi athugun á atvinnu-
möguleikum fatlaðra, sem Omarhefur
þegar gert góð skil má geta þess að
allir töldu hinn fatlaða eiga fullan rétt
á vinnu úti í atvinnulífinu. Hins vegar
vakti athygli, þegar spurt var um
möguleika viðkomandi til að hafafatl-
aðan starfskraft, að fæstir vildu eða
töldu sig geta haft blindan, þá komu
andlega fatlaðir og tæpur helmingur
svaraði neikvætt varðandi hinn
heyrnarlausa.
Að öðru leyti skulu þessu viða-
mikla og vel unna verki ekki gerð skil
hér, en Omari þökkuð ágæt svör og
öllum austurþar sendar alúðarkveðjur.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
15