Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 20
Dora S. Bjarnason lektor:
FRÁ SJÓNARHÓLI MÓÐUR
Benedikt Hákon í Æfingaskóla K.H.Í.
Eg hef í ár sem endranær fært
dagbók yfir það helsta sem
drifið hefur á daga Benedikts
í vetur. Dregið hefur úr heimsóknum
bekkjarsystraBenedikts.Tværþessara
telpna, sem voru tíðir gestir hjá
Benedikt í fyrravetur, hafa flust úr
nágrenni okkar og sú þriðja úr landi.
Hins vegar hafa nýir félagar komið í
staðinn.
Sú venja komst á í haust að bekkj-
arsystkini Benedikts fylgdu honum úr
skólanum til mín í Kennaraháskólann.
Þetta er stuttur spölur en getur orðið
illur yfirferðar í rysjóttum veðrum.
Samkvæmt dagbók hafa samtals
fimmtán börn stutt son minn þennan
stutta spöl, þar af fjórar stúlkur úr
bekk Lilju. Fjórir drengir, bekkjar-
bræður Benedikts, hafa annast þetta
mest. Stundum fylgja þeir allir og
stundum tveir og tveir. Þeir skilja ekki
við Benediktfyrren þeirhafahitt mig
eða komið honum í öruggar hendur
samkennara minna. Fimmti skóla-
bróðirinn slæst stundum í hópinn til
þess að fá far með okkur, því hann er
nágranni okkar. Þessi drengur kom
fyrst í bekkinn í haust og hefur átt
erfitt með að samlagast félagahópnum.
Vinimir fjórir eiga það til að snupra
þennan nágranna okkar en hann man
síður eftir því en þeir að Benedikt þarf
hjálp. Drengimir fjórir hafa aldrei
skilið nágranna okkar eftir einan með
syni mínum.
Drengirnir fjórir eru vinir
Benedikts. Vinátta milli svo
ólíkra bama er fágæt og afrakstur vand-
aðrar vinnu kennaranna. Drengimir
hafa gert mér kleift að fylgjast náið
með því markverðasta í lífi bekkjarins
í vetur. Þeir segja mér daglega
skemmtilegar sögur, af sjálfum sér,
Benedikt og öðrum í bekknum. Þeir
láta mig líka vita ef þeir telja að eitt-
h vað hafi gengið úrskeiðis í skólanum.
Þeir minna mig á frídaga og breytingar
á stundatöflu. Þá áminna þeir mig ef
Benedikt er ekki klæddur á viðeigandi
hátt t.d. í leikfimi. Þeir bentu mér var-
Dóra S. Bjarnason.
færnislega á að skólanesti Benedikts
væri helst til ríflegt og það þætti
„asnalegt". Loks hafa þeir oftar en
einu sinni komið með uppástungur
um eitt og annað smálegt en nauðsyn-
legt dót sem hentar syni mínum og
hæfir aldri hans.
Drengirnir hafa heimsótt Benedikt
reglulega flesta föstudaga frá því í
október. Mér tókst að hagræða vinnu
minni á þann hátt að ég komst heim
um 3:30 þá daga ti I þess að taka á móti
þeim. Fyrstu reglulegu heimsóknirnar
tengdust fiskabúri. Þann 20. október
sögðu drengimir mér að Benedikt
þyrfti að eignast gæludýr, og töldu
þeir fiska heppilega. Þá buðust þeir til
að hjálpa okkur við kaupin. Ég tók
þessu vel og það varð að ráði að þeir
kæmu og hjálpuðu Benedikt við þessa
fjárfestingu um mánaðamótin október/
nóvember. Þannig vildi það til að þann
1. nóvember var ég stödd ásamt
drengjunum fimm í Gullfiskabúðinni.
Þar grandskoðuðu þeir alla fiska og
búr verslunarinnar og skeggræddu
verð og gæði. Loks komu þeir sér
saman um búr af „réttri“ stærð og í
hæfilegum verðflokki og völdu síðan
tvo fiska hver. Syni mínum varð það
á að benda á dýrasta fiskinn í búðinni
þegar röðin kom að honum að velja.
Þetta þótti þeim félögum óskynsam-
legt og útskýrðu vendilega ókosti
„dýra“ fisksins fyrir Benedikt. Síðan
„hjálpuðu“ þeir honum að gera betri
kaup. Drengirnir komu svo heim með
okkur, settu upp búrið og kenndu
Benedikt að fóðra fiskana. Það tókst
vel og hefur hann enn það starf með
höndum.
Eftir þetta komu þeir félagar reglu-
lega í heimsókn, fyrst til að hafa
eftirlit með fiskunum. Þessar stundir
hafa reynst okkur öllum dýrmætar.
Stundum leika drengimir sér inni við.
Þá láta þeir pappaflugvél fljúga á milli
sín, fela hluti, fara í „klukkleik“, felu-
leik, boltaleik o.fl. Þeir skemmta sér
allir konunglega við þessa iðju ef
dæma má af gleðihlátrum og brosandi
andlitum. Þetta eru sælustundir sonar
míns, enda eru drengimir útsjónar-
samir að sveigja leiki sína þannig að
Benedikt geti (með hjálp þeirra) verið
með. I „klukkleiknum“ sem er ærsla-
fullur eltingaleikur skiptast þeir um
að leiða Benedikt. Sá sem það gerir
gætir þess vandlega að hlaupa aldrei
hraðar en svo að Benedikt haldi jafn-
vægi. Ef Benedikt á að elta félaga sína
og „klukka“ í þá, hjálpa þeir honum til
þess, grípa um hendi hans og stýra
henni svo hann geti danglað í næsta
mann. Þeir eiga það til að stöðva leik-
inn og útskýrareglumarfyrirBenedikt
og æfa hann nokkrum sinnum í að
„klukka."
S uma föstudaga horfa þeir á my nd-
bönd. Ég fæ venjulega óskir um titla
slíkra myndbanda fyrirfram. Þær
uppástungur taka alltaf mið af því
hvort myndin sé líkleg til að höfða til
Benedikts ekki síður en til þeirra
sjálfra. Þann 30. mars síðastliðinn var
Benedikt veikur heima, með hálsbólgu
og hita. Ég afboðaði því heimsókn
þann dag. Samtkomutveirdrengjanna
á skrifstofu mína eftir skóla til að
spyrja um heilsu Benedikts og láta
mig vita að þeir væru ekki hræddir um
að smitast. Þegar þeim varð ljóst að ég
taldi það ekki ráðlegt bentu þeir mér á
að taka á leigu myndbandið „Pétur og
Drekinn“. „Manni leiðist svo þegar
maður er veikur og þú veist að Benna
finnst mest gaman af myndum sem
20