Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Side 23
AF S TJÓRNARVETTVANGI
Síðasti stjórnarfundur fyrir
sumarleyfi var að því leyti
sérstakur, að fundarstaður var
Viðeyjarstofa, en það hafði löngu verið
ákveðið, að einhvem tímann skyldi
farið út í Viðey til hátíðabrigða. Skyldi
þá að því stefnt einnig, að fólk gæti
gert sér nokkum dagamun. Var svo
gert, því að afloknum stjómarstörfum
var sezt að snæðingi og vom þar einnig
mættir makar og gestir stjórnarmanna
svo og starfsfólk Öryrkjabanda-
lagsins og makar þess. Nutu menn
ríkulegra rétta og var
Arinbjörn Kol-
beinsson veizlu-
stjóri vor með sóma
og sann og orðið
gefið laust til
ánægjuauka, því
ekki mátti flytja
nema skemmtiræð-
ur.
En á stjórnar-
fundinum var þetta
helzt tekið fyrir:
Ákveðið var að
hækka árlegt framlag
til Bréfaskólans úr 100 þús. í 115 þús.
Fram kom að nemendur skólans á
síðasta starfsári voru alls 932.
í fulltrúaráð af hálfu Öryrkja-
bandalagsins voru kjörin: Arnþór
Helgason, Ásgerður Ingimarsdóttir og
Jóna Sveinsdóttir. Stjómarmaður er
Arnþór Helgason.
Nokkrar umræður urðu um erindi
frá Borgfirðingum um hugsanlega
endurhæfingarstöð þar efra og
möguleika Ö.B.Í. á að koma að því
máli. Sömuleiðis um erindi frá Glit
h.f. þar sem uppi eru tillögur um
vemdaðan vinnustað, sem Ö.B.I. ætti
hugsanlega aðild að.
Starfsnefndir voru settar í bæði
þessi mál til nánari athugunar þeirra.
Rætt var átaksverkefni með Þjóð-
kirkjunni varðandi æskulýðsstarf
meðal fatlaðra og jákvæð afstaða til
þess ákveðin með Helga Hróðmarsson
sem tengilið.
Sömuleiðis fóru fram miklar
umræður um hugsanlegt leikfélag
fatlaðra, en kanna skal hvort F.U.I.,
Fötluð ungmenni á Islandi tækju þetta
ekki að sér sem verðugt verkefni m.a.
til þess, ef verða mætti til að hleypa
nokkru lífi í þann ágæta félagsskap.
Þá var ákveðið að aðalfundur
Öryrkjabandalagsins yrði á tímanum
12.—15. októberíhaust. Atvinnumál
fatlaðra yrðu aðalmál fundarins og
frummælendur m.a. fengnir úr röðum
atvinnurekenda.
Frá stjórnarfundi í Viðey.
Fulltrúar á aðalfund Tölvumið-
stöðvar fatlaðra voru tilnefnd: Hafdís
Hannesdóttir, Ólöf Ríkarðsdóttir og
Arnþór Helgason.
Á næsta ári er Öryrkjabandalag
íslands 30 ára og verður þess minnzt
með ýmsum hætti. Sérstök afmæl-
isnefnd var kjörin og skipa hana: Anna
Ingvarsdóttir, Arnþór Helgason,
Ásgerður Ingimarsdóttir, Hafliði
Hjartarson og Helgi Seljan.
Þá var samþykkt eftirfarandi
ályktun vegna meðferðarheimilis fyrir
einhverfa að Sæbraut 2 á Sel-
tjarnamesi:
Stjóm Öryrkjabandalags íslands
hefur fylgst með þeim atburðum sem
orðið hafa í samskiptum íbúa og
starfsfólks Meðferðarheimilisins að
Sæbraut 2 Seltjamamesi og nágranna
þess. Stjórnin lýsir áhyggjum sínum
vegna þeirra samskiptaörðugleika sem
orðið hafa og lýsir sig reiðubúna til
þess að aðstoða við að leita lausna á
þeim deilum sem upp eru komnar
vegna starfsemi heimilisins.
Jafnframt skorar stjórn Öryrkja-
bandalags Islands á bæjarstjórn Sel-
tjarnamess að beita sér fyrir sáttum í
þessu máli. Bendir stjómin á eftirfar-
andi atriði í þessu sambandi:
1) Starfsemi heimilisins verði tekin út
og ráðin bót á þeim ágöllum sem
kunna að vera á rekstri heimilisins.
2) Leitast verði
við að fræða ná-
granna heimil-
isins um mikil-
vægi starfsem-
innar fyrir íbúa
þess.
3) Bæjarstjórn
skipi sérstakan
sáttasemjara tilað
fara með þessi
mál. Þess sé jafn-
framt gætt að
ákvarðanir um
framtíð og skipu-
lag heimilisins verði teknar í nánu
samráði við báða aðila málsins.
Stjóm Öryrkjabandalags Islands
bendir á að fatlaðir einstaklingar eiga
jafnan rétt og aðrir á því að búa í
almennum fbúðahverfum og njóta
þeirrar þjónustu sem almenningi
stendur til boða. Stjórnin álítur að
með samstilltu átaki og fræðslu sé
unnt að haga málum svo að ekki komi
til árekstra vegna starfsemi í þágu
fatlaðra.
Þess skal svo getið að stjórnar-
fundur var hinn 26. sept. þar sem hin
margvíslegustu mál voru til umfjöll-
unar, sem safnast höfðu saman frá
sumrinu.Þarvarmeginefniðaðalfund-
urinn og ráðstefnan sem Ásgerður
greinir glögglega frá annars staðar.
Þessum stjórnarfundi sem og öðrum
verða gerð góð skil í næsta Fréttabréfi,
en fjölbreytni mála og fjöldi á hverjum
fundi gefa góða hugmynd um hið
síaukna umfang allrar starfseminnar.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
23