Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Page 25
skoðun kemur fram skert eða jafnvel
aukið sársauka- og snertiskyn á sama
svæði. Flestir læknar láta ekki skoðun
í ljós fyrr en örugg vissa er fyrir hendi
til þess að valda ekki óþarfa óróa, en
það getur liðið nokkuð langur tími
unz sú vissa liggur fyrir. Allflestir
vilja að lokum fá skýringu á þeim ein-
kennum sem þeir hafa haft. Fyrir
margaersjúkdómsgreining MS mikið
áfall, þeirfinnatil mikils ótta, reiði og
gráts, slíkar tilfinningar eru eðlilegar,
en það hjálpar að ræða við einhvern,
t.d. lækni, fjölskyldu, vini eða prest.
Orsök
Orsökin er óþekkt, en helst er talið
að um sjálfsónæmissjúkdóm sé að
ræða (þ.e. ónæmiskerfi líkamans ráðist
gegn honum sjálfum) sennilega fyrir
tilverknað hæggengrar veirusýkingar.
Eins og fram hefur komið herjar sjúk-
dómurinn á miðtaugakerfið og veldur
skemmdum á „myelin“slíðri. Hvað
veldur þessum skemmdum? Þessari
spumingu hafa margir reynt að svara
og ýmsar kenningar og tilgátur hafa
verið settar fram svo sem umhverfis-
þættir, mataræði, sýklar, veðurfar,
geislar, umhverfissjúkdómar eða að
um arfgenga eiginleika væri að ræða.
Ekkert af þessu hefur tekist að sanna.
Arfgengi
Vissulega er það rétt að MS er
ekki arfgengur sjúkdómur í hinum
hefðbundna skilningi. Þá er við það
átt að sjúkdómurinn erfist ekki eftir
hinum „klassísku" erfðalögmálum
„MENDEL“, hvorki sem ríkjandi eða
víkjandi eiginleiki. Margir slíkir
taugasjúkdómar eru til, en MS er ekki
Glatt á hjalla á MS-heimilinu.
einn þeirra. I flestum faraldsfræði-
legum rannsóknum er ættgengi talið
vera á bilinu 10—20%, en það sem
þetta þýðir í raun, er að 10—20 af
hundraði MS-sjúklinga, eiga násky lda
ættingja með MS. Lang oftast er aðeins
um einn ættingja að ræða, þannig að í
stórum fjölskyldum eru stundum bara
tveirMS-sjúklingar. Með erfðiríhuga
eru niðurstöður af rannsóknum á
tvíburum (MS-sjúklinga) athyglis-
verðar. I ljós kemur, að aðeins þriðj-
ungur til helmingur beggja eineggja
tvíbura reyndust fá MS, þótt í þessum
tilvikum sé endurritað erfðafar MS-
sjúklinga. Hjá tvíeggja tvíburum eru
tölurnar miklu lægri enda arfgerð
þeirra eða erfðafar ekki líkara en ann-
arra náinna skyldmenna. MS hefur
því verið að finna hjá aðeins 2%
tvíeggja tvíbura, en þó allt að 20%
þeirra, misjafnt eftir uppgjörum.
Vissulega sýna tvíburarannsóknir og
niðurstöður þeirra óyggjandi að
erfðaþættir hafa áhrif á það hvort
einstaklingur fái MS. Vitað er um
tvíbura vestur á fjörðum, þar sem annar
þeirra er með MS, en ekki hinn.
Sjúkra- og iðjuþjálfun
Aðalmarkmið sjúkra- og iðju-
þjálfunar við MS er að viðhalda eða
aukahreyfigetu og styrkja sjúklinginn
jafnt líkamlega og andlega, þannig að
viðkomandi geti lifað sem eðlilegustu
lífi. Þetta markmið sem stefnt er
stöðugt að, getur tekið langan tíma,
þannig að með ýmsum æfingum er
reynt að styrkja hina ýmsu líkams-
hluta, með því að draga úr ósjálfráðum
hreyfingum, hindra kreppur í liðum
og styttingar í vöðvum, bæta jafnvægi
og samhæfa hug og hönd. Aður en
sjálf meðferðin hefst, er lagt mat á
sjúklinginn þ.e. mat á styrkleika vöðva,
samhæfingu hreyfinga, hreyfiferil
liðamóta, þoli, tilfinningu, jafnvægi,
sjónsviði, og að lokum verklegt mat á
athöfnum daglegs lífs. Meðferð sjúkl-
ingsins er svo skipulögð eftir áður-
nefndu móti og stefnir að því að koma
í veg fyrir afleiðingar sjúkdómsein-
kennanna. MS-sjúklingar eru eins
misjafnir og þeir eru margir. Orsök er
enn óljós og er því ekki al ltaf hægt að
beina sjúkra- og iðjuþjálfun að þeim.
Meðferðin verður því að fara eftir
einkennum viðkomandi einstaklinga
og á hvaða stigi sjúkdómurinn er.
I dagvist MS-félagsins að Alandi
13, þar sem geta verið allt að 20 sjúkl-
ingar, ermargt gert, s.s. eins og föndrað
og fleira, t.d. taumálun, glermálun og
keramik. Svo spilar það mikið, það
Hér er sko verið að vanda sig.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25