Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 26
örvar hendumar, það fer í sj úkraþjálfun
hjá sjúkraþjálfara og svo er farið í
sund tvisvar í viku í Grensássund-
laugina og hefur það verið mjög vel
sótt, þar sem allir em sammála um, að
það sé mjög styrkjandi.
Hvaða áhrif hefur MS-
sjúkdómurinn á líf fólks?
Afleiðingar MS-sjúkdómsins
snerta ekki einungis sjúklinginn
sjálfan, heldur líka fjölskyldu hans og
vini. Það er því mikilvægt hvemig
aðstandendur sjúklingsins bregðast
við þeim vanda sem sjúkdómurinn
hefur í för með sér. Þá er líka mikil vægt
í því sambandi, að gera sér grein fyrir
því að MS-sjúklingur er einstaklingur
sem er ekki ástæða til að líta á sem
frábrugðinn öðru fólki.
Oft kemur fyrir að þunglyndi
grípur fólk með MS-sjúkdóminn.
Astæður geta eflaust verið margar,
enda herjar sjúkdómurinn á ungt fólk
á aldrinum 20—45 ára, þ.e. fólk sem
vill skemmta sér og njóta lífsins, fólk
sem stendur í barneignum og uppeldi
og í húsbyggingu, fólk sem er að
mennta sig og hasla sér völl í þjóð-
félaginu.
Framtíð MS-sjúklingsins stendur
því á völtum fótum og eðlilegt er að
óöryggis og áhyggja gæti hjá þeim.
Y miss konar félagsleg vandamál geta
líka komið upp meðal MS-sjúklinga,
og kemur þá oft í hlut félagsráðgjafa,
ásamt fjölskyldu að greiða úr þeim.
Sem dæmi má nefna: Vinnuaðstöðu,
samgöngur, breytingar á húsnæði,
ráðleggingar um einkamál, fjárhags-
legt öryggi og upplýsingar og ráð-
leggingar fyrir fjölskylduna.
Frásagnir MS-sjúklinga:
Sigurbjörg segir: Ég er40 árahús-
móðir og bý í Reykjavík ásamt
eiginmanni og einu bami. Ég byrjaði
í Kvennaskólanum, en varð því miður
að hætta, þegar sjúkdómurinn gerði
vart við sig. Ég var einnig mikið í
íþróttum, en það varð einnig að lúta í
lægra haldi fyrir hinum mikla vágesti.
Síðan bráði af mér og ég fór út í
verslunarrekstur um nokkurn tíma, en
þurfti svo einnig að hætta því, og er nú
heimavinnandi húsmóðir.
Guðni Vignir segir: Ég er 30 ára
og er fæddur í Bolungarvík. Ég lauk
skyldunámi og fór síðan að vinna
verkamannavinnu, en varð að hætta
alltof fljótt því að sjúkdómurinn sagði
til sín þegar ég var 19 ára. I vetur hef
ég verið í Starfsþjálfun fatlaðra, skóla
sem á afar vel við mig. Nú bý ég í íbúð
sem mér var útveguð hjá Öryrkja-
bandalagi Islands, og uni hag mínum
vel. Ég er í hjólastól, en svo á ég líka
bíl.
Selma segir: Ég er 55 ára húsmóðir
og ritari í Reykjavík. Ég hef verið með
MS-sjúkdóminn í 30 ár. Ég fór í
söngskóla og síðan til Italíu og ætlaði
að verða fræg, en þegar ég kom heim
aftur veiktist ég, og var lögð inn á
sjúkrahús þar sem ég var úrskurðuð
með MS. En ég lét ekki bugast og hélt
áfram að syngja í kórum eins og áður,
og svo í hálfu starfi sem ritari.
Eins og þessi stuttu viðtöl gefa til
kynna, þá þýðir ekki að örvænta, því
að lífið heldur áfram.
Lokaorð
Með þessari ritgerð vil ég opna
augu fólks fyrir sjúkdómnum Multiple
Sclerosis, og vona ég að hún hvetji
lesendur til þess að forvitnast meira
um þennan vágest sem herjar á ungt
fólk. Ef fólk vissi almennt meira um
þennan sjúkdóm þá er ég viss um að
sjálfsöryggi sjúklingsins myndi
aukast. T.d. þar sem sjúklingurinn
hefur ekki fullkomið jafnvægi og er
þvoglumæltur, gætu margir haldið að
hann væri blindfullur að gera helgar-
innkaup og ég tala nú ekki um, ef hann
ætlarí „ríkið“. Það verkarekki jákvætt
á siðferðiskennd fólks. Ef lesandi vill
nálgast frekari upplýsingar um
Multiple Sclerosis vil ég benda honum
á MS-félag íslands Álandi 13, sími
688620.
(Heimildir hafa að miklu leyti verið
fengnar úr afmælisriti MS-félags
Islands sem kom út 1988).
Margréti er þökkuð liðveizlan
við Fréttabréfið.
HLERAÐ í HORNUM
Bóndakona ein, fljótfær mjög, var
sögð eiga vingott við mann í
sveitinni, er gekk undir nafninu
Grímur grái. Eitt sinn að morgunlagi,
þegar bóndi hennar var nýkominn
úr næturferðalagi, kemur ungur
sonur þeirra hjóna askvaðandi og
segir: „Pabbi, pabbi, það var
ókunnugur maður uppi í rúmi hjá
mömmu í nótt“. Þá var móðirin skjót
til svara: „Hvaða bölvuð vitleysa.
Það var bara hann Grímur grái“.
*
Karl einn var að greina frá því í
vinnunni, þegar mikið var að gera,
að hann hefði hringt í konu sína og
sagðist svo frá: „Nú ég sagðist verða
að vinna í allt kvöld, alla nótt og
líklega allan morgundaginn og kæmi
ekkert heim“. „Og hvað sagði konan
ísímann“? spurðu menn. „Húnhristi
barahausinn'ý sagði karl.
*
I miðri B.H.M.R. deilunni á sl. sumri
á kunnur verkalýðstogi að hafa sagt:
Mér finnst það sanngjarnt fyrst
Fylkingin hefur ráðið B.H.M.R. í
tvö ár þá fái Vottar Jehóva að ráða
næstu tvö ár.
*
Ungur glaumgosi fór til læknis að
aflokinni helgarskemmtan góðri til
að fá eitthvað við hræðilegri hæsi,
sem hrjáði hann. Hann hringdi
dyrabjöllunni og unga læknisfrúin
kom til dyra: Hann hvíslaði hásum
rómi. „Er læknirinn heima?“ Frúin
svaraði honum í sömu tóntegund:
„Nei, komdu bara inn fyrir“.
*
I fundarbyrjun virðulegrar samkundu
hér í borg kom settlegur þingmaður
síðastur og settist í stól við hlið heldur
lágvaxinnarkonu. Stólarnireruþeirrar
náttúru að hægt er að hækka þá eða
lækka að vild. Sem þingmaðurinn sezt
nú í stólinn kemur í ljós að hann nær
konunni rúmlega í öxl. Fer hann nú að
baksa og brasa við að hækka stólinn,
allir fylgjast grannt með, en ekkert
gengur. Þá blöskrar konunni og hún
segir býsna háum rómi: „Lyftu bara
rassinum upp maður, þá rís hann“.
26