Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Page 31
Ragnar R. Magnússon formaður Blindrafélagsins:
Aðalfundur
Blindrafélagsins 1990
Aðalfundur Blindrafélagsins var
haldinn 3. maí sl. í húsakynnum fé-
lagsins að Hamrahlíð 17 í Reykjavík.
f upphafi fundarins var minnst
látinna aðalfélaga Blindrafélagsins,
tveggja heiðursfélaga þess, þeirra
Steinunnar Ögmundsdóttur og Elísa-
betar Þórðardóttur, auk handhafa
Gulllampa Blindrafélagsins, Odds
Ólafssonar.
Þá varhópurblindraog sjónskertra
samþykktur sem aðalfélagar Blindra-
félagsins með lófataki.
Því næst flutti formaður félagsins
skýrslu stjómarinnar.
í fyrsta lagi gat hann um 50 ára
afmælishátíð félagsins sem varhaldin
19. ágúst 1989. Greindi hann jafnframt
frá félagsfundi og ráðstefnu sem
félagið hélt á starfsárinu.
í öðru lagi gat hann um mikið
viðhald á fasteign félagsins, fjármálin
þar sem hann ræddi um happdrætti,
gjafir, styrki frá opinberum aðilum til
Blindrafélagins og Blindravinnustof-
unnar og fyrirhugað sambýli fyrir
blinda og sjónskerta.
I þriðja lagi ræddi formaðurfélags-
málastarfið sem of langt mál er að
tíunda hér, en þess má geta að tvö
veigamikil mál eru í undirbúningi.
Annað þeirra er að koma upp sambýli
fyrir blinda og sjónskerta sem þurfa
nauðsynlega að fá slíkt heimili sem
allra fyrst. Hitt málið er þátttaka
Blindrafélagsins í stofnun félags ásamt
öðrum aðilum til þess aðbyggjahjúkr-
unarheimili fyrir aldraða auk sérhann-
aðs aðbúnaðar og þjónustu fyrir aldr-
aða og sjúka blinda og sjónskerta.
Lítur vel út um framgang þessara mála.
f fjórða lagi var gerð grein fyrir
útgáfustarfsemi félagsins, s.s. tímarit-
inu Valdar greinar og starfsemi hljóð-
bókagerðarinnar. Auk þess er nú hafin
athugun á útgáfu dagblaðs eða úrdrátta
úr dagblöðum á þeim miðlum sem
blindir og sjónskertir gefa hagnýtt sér.
f fimmta lagi sagði formaður frá
erlendum samskiptum. Hér var helst
um að ræða norræna fundi og
Ragnar R. Magnússon.
ráðstefnur. Á þeim vettvangi er gjarn-
an rætt um ýmis samstarfsverkefni og
framtíðaráform blindrasamtakanna.
Auk þess voru rædd ýmis sérafmörkuð
málefni blindra og sjónskertra og nor-
rænu samtakanna í heild.
Það er ástæða að geta þess hér að
fulltrúa frá Blindrafélaginu var boðið
að taka þátt í 100 ára afmælishátíð
sænsku blindrasamtakanna þann 21.
september sl.
Þar næst voru fluttar aðrar skýrslur.
I skýrslum Blindravinnustofu og
Körfugerðar kom fram að reksturinn
var álíka umfangsmikill og árið áður,
en nú voru framleiddir rúmlega 155
þúsund burstar.
í skýrslu Hljóðbókagerðar var sagt
frá framleiðslu hljóðtímarits félagsins,
útgáfu tveggja hljóðbóka á snældum
sem eru seldar á almennum markaði,
auk framleiðslu fyrir ýmsa aðra aðila.
Skýrslablindraráðgjafafjallaðium
félagslega þjónustu við blinda og sjón-
skerta, sem ráðgjafinn tók þátt í.
Skýrslur skemmtinefndar, tóm-
stundanefndar, æskulýðsnefndar og
félagsmálanefndar á Akureyri vitnuðu
um all öfluga félagsstarfsemi fyrir
blinda og sjónskerta á öllum aldri,
fjölskyldur þeirra og vini.
Framkvæmdastjóri Blindrafé-
lagsins ræddi síðan um ýmis
framtíðarverkefni sem eru í gangi um
þessar mundir s.s. fjáröflun fyrir fé-
lagið, fullkomið brunavarnakerfi sem
tengist Slökkvistöð Reykjavíkur, og
verið er að setja upp í húsakynnum
félagsins að Hamrahlíð 17, vanda
blindra og sjónskertra ungmenna í
húsnæðismálum, auk verkefnis fyrir
aldraða og sjúka blinda og sjónskerta,
svo einhver dæmi séu tekin.
Þá voru lesnir upp reikningar
Blindrafélagsins, Blindravinnu-
stofunnar, Hljóðbókagerðar, Körfu-
gerðar og Námssjóðs. í þeim kom
fram að velta Blindrafélagsins og dótt-
urfyrirtækja þess árið 1989 var tæplega
80 milljónir króna. Er spurningum
hafði verið svarað voru reikningamir
bornir upp og samþykktir samhljóða.
Því næst fór fram kjör fimm manna
í stjóm Blindrafélagsins og fimm
mannatil vara. Allirfráfarandi stjórn-
ar- og varamenn gáfu kost á sér til
endurkjörs. Engin mótframboð bárust
og því var stjóm og varastjórn sjálf-
kjörin.
Stjórn Blindrafélagsins er þannig
skipuð: Ragnar R. Magnússon for-
maður, Sverrir Karlsson varaformað-
ur, Ágústa Gunnarsdóttir og Gréta
Haraldsdóttir ritarar og Gísli Helgason
gjaldkeri.
Varamenn eru: Arnheiður Bjöms-
dóttir, Ásrún Hauksdóttir, Guðmundur
Stefánsson, Ásgerður Ólafsdóttir og
Bessi Gíslason.
Halldór S. Rafnar er framkvæmda-
stjóri samtakanna.
Undir lok fundarins var kosið í
stjórnir og nefndir á vegum félagsins,
auk þess sem félagsgjald var ákveðið.
Að lokum voru ýmis mál rædd en
síðan var fundi slitið.
Eg hef nú rakið hér störf aðalfundar
Blindrafélagsins í mjög grófum drátt-
um og í nafni stjórnarinnar, sendi ég
öllum lesendum blaðsins bestu kveðj-
ur.
Ragnar R. Magnússon.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31