Fréttablaðið - 23.05.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 23.05.2020, Síða 22
ÞETTA VAR AUÐVITAÐ SÁRT ÞVÍ ÉG HAFÐI LAGT ALLT Í AÐ BYGGJA FYRIR- TÆKIÐ OG HAFÐI FÓRNAÐ TÍMA MEÐ EIGINMANNI OG FJÖLSKYLDU OG TÍMA TIL AÐ SINNA SJÁLFRI MÉR. Áslaug hefur búið í Banda- ríkjunum undan farin 23 ár en segist nýverið hafa fundið aftur tenging- una við Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLIÞegar Áslaug var fimm ára f lutti hún ásamt foreldrum sínum til Los Angeles. „Þau áttu mig mjög ung svo pabbi fór utan til að stunda hag- fræðinám við UCLA og móðir mín starfaði sem hjúkrunarfræðingur þessi sex ár sem við bjuggum þar.“ Áslaug var ellefu ára þegar fjöl- skyldan f lutti aftur heim og segir það eftirminnilegt þegar hún mætti fyrst í Digranesskóla í app- elsínugulri úlpu, keyptri í Kali- forníu, innan um öll dökkklæddu börnin. „Ég held að það hafi haft mikil áhrif á mig að búa þessi ár í Banda- ríkjunum. Ég var orðin frekar amer- ísk þegar við komum heim í lok nóv- ember það árið.“ Áslaug hafði alltaf talað íslensku við foreldra sína svo það stóð henni ekki fyrir þrifum en aftur á móti hafði hún aldrei lesið tungumálið heldur aðeins ensku. Hún þurfti því að hafa svolítið fyrir því að ná hinum nemendunum í íslensku en lagði hart að sér. „Ég var frekar alvarlegur krakki, einbeitti mér aðallega að náminu, bókalestri og íþróttum og svo dansinum en ég var alltaf í ballett í Þjóðleikhús- inu og samkvæmisdönsum og svo seinna djassballett.“ Ákveðin í að snúa aftur Eftir grunnskólann fór Áslaug í Verslunarskólann þar sem hún varð semi-dúx og að stúdents- prófi loknu lá leiðin í lögfræði við Háskóla Íslands. „Þegar ég f lutti heim ellefu ára var ég alltaf ákveðin í að fara í framhaldsnám í Banda- ríkjunum.“ Eftir lögfræðina og þriggja ára starfsreynslu sem fyrsti lögfræðingur Deloitte á Íslandi, fór Áslaug því í meistaranám við Duke- háskóla. Ætlunin var að dvelja ytra í eitt ár en sá tími átti aldeilis eftir að lengjast. „Ég fann að ég var ekki tilbúin að fara strax heim og einnig að ég saknaði viðskiptagreinanna. Mig langaði að geta skoðað vandamálin frá víðtækara sjónarmiði en lög- fræðilegu og hafa f leiri alþjóðleg tækifæri, en lögfræðin er að miklu leyti staðbundin. Því ákvað ég að fara í MBA-nám, Harvard-háskóli varð fyrir valinu og ég vann aldrei aftur sem lögfræðingur.“ Frábær tími í Harvard Áslaug varð fyrsta íslenska konan til að útskrifast með MBA-gráðu úr viðskiptaháskóla Harvard. „Tíminn í Harvard var frábær og ég bjó á heimavistinni eins og f lestir. Þetta er ótrúlega fallegur staður fullur af skemmtilegu fólki frá ólíkum stöðum.“ Áslaug var gift Gunnari Thor- oddsen, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í Lúxemborg, til ársins 2000 og eiga þau saman einn son, Gunnar Ágúst, sem nú er 26 ára. „Við kynntumst í lögfræðinni og fórum saman í framhaldsnámið í Duke. Þar bjuggum við þrjú saman en eftir árið þar vildi Gunnar fara heim og tók son okkar með sér. Ég tímdi ekki að missa af því að fara í Harvard og við vorum í fjarbúð um hríð, þeir feðgar bjuggu um tíma á Íslandi og svo líka í Boston á meðan við vorum að reyna að finna út úr okkar málum. Sonur okkar var mikið á Íslandi á þessum árum en kom til mín í sumarfríum og um jól. Ég flutti líka til London og pabbi hans til Lúxem- borgar svo þá var hann nær.“ Vildu bæði hafa soninn Áslaug viðurkennir að það hafi reynst henni erfitt að vera langtím- um fjarri syni sínum. „Ég veit ekki hvort ég myndi taka sömu ákvörð- un í dag enda breytast gildi manns með árunum. Á þessum tíma var ég svo staðráðin í að fara í þetta nám og reyna fyrir mér á erlendri grundu og erfiðasti hluti þess var að geta ekki verið nægilega mikið með syni mínum. Íslensk náttúra dró mig til baka Áslaug Magnúsdóttir hefur getið sér gott orð í tískugeiranum og komist á lista yfir valdamesta fólk hans. Eftir erfiðleika fann hún sjálfa sig á ný og setti nýlega á laggirnar sjálfbæru fatalínuna Kötlu. Við vildum auðvitað bæði hafa hann en niðurstaðan var svona. Nú býr hann á jarðhæðinni í húsnæði mínu hér á landi ásamt kærustu sinni og stundar háskólanám í sál- fræði auk þess að sinna tónlist og rafíþróttum. Áslaug starfaði í þrjú ár fyrir hið stóra bandaríska ráðgjafarfyrir- tæki McKinsey í London: „Þó ég hafi sagst búa í London var ég ekki mikið þar en starfinu fylgdu mikil ferðalög. Stundum var sonurinn með mér á f lakki og eitt sumarið vorum við í Amsterdam þar sem ég var að vinna og hann með au-pair uppi á hótelherbergi. Þetta var svo- lítið skrítið líf.“ Fjárfesti í tísku fyrir Baug Eftir að hafa starfað sem stjórnar- formaður Íslenska dansf lokksins árin 1993 til 1995 vissi Áslaug að hún hefði mikla ánægju af því að vinna með skapandi fólki. „Mig langaði að færa mig meira út í þann geira og hafði alltaf verið spennt fyrir tísku. Það tók mig svolítinn tíma að finna mína leið þangað inn en tókst það í gegnum Baug en ég var þriðji starfsmaður London- skrifstofu þeirra árið 2004. Þeir voru þá að fjárfesta í stærri tísku- fyrirtækjum. Ég fékk meiri og meiri áhuga á lúxusenda tískunnar og fór að hvetja til fjárfestinga í lúxus- fyrirtækjum og við fjárfestum til að mynda í Matthew Williamson, Steinunni og nokkrum f leirum.“ Áslaug hafði kynnst Gabriel Levy í Harvard og varð hann annar mað- urinn hennar og bjuggu þau saman í London. Árið 2006 vildi hann f lytja aftur til New York, sem þau gerðu, og segist Áslaug hafa verið svekkt að þurfa að yfirgefa starf sitt hjá Baugi. Fjárfestingar í New York „Fyrstu vikuna í New York var ég kynnt fyrir Marvin Traub, fyrrver- andi forstjóra Bloomingdale’s. Hann átti ráðgjafarfyrirtækið Marvin Traub Associates og vann með fata- merkjum víða um heim. Hann var mikill áhrifavaldur í tískuheimin- um og til að mynda þekktur fyrir að hafa uppgötvað Ralph Lauren. Hann Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Framhald á síðu 24  2 3 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.