Fréttablaðið - 23.05.2020, Side 82

Fréttablaðið - 23.05.2020, Side 82
Stuðningsmenn Newcastle bíða spenntir eftir frekari fréttum af kaupum krón-prinsins af Sádi-Arabíu, Mohammeds bin Salman bin Abdulaziz al-Saud, á félaginu, þegar lítið annað er í frétt- um af enska boltanum. Hinn 34 ára gamli bin Salman hefur haft auga- stað á því að kaupa félag í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma og hefur verið orðaður við bæði New- castle og Manchester United. Hann mun eflaust gjörbreyta landslaginu á stuttum tíma hjá Skjórunum eftir mögur ár undanfarinn áratug, þegar yfirtakan gengur í gegn. Krónprinsinn er ekki á flæðiskeri staddur þegar kemur að peningum, enda einn af ríkustu mönnum heims og gæti því styrkt félagið verulega án þess að finna fyrir því, svo lengi sem félagið heldur sig innan regluverks UEFA um fjárhags- lega háttvísi. Alls eru 44 dagar liðnir síðan enska úrvalsdeildin fékk gögn send frá núverandi eigendum félags- ins og fjárfestingahópi bin Salmans og er aðeins tímaspursmál hvenær kaupin verða staðfest. Í dag eru þrettán ár síðan auð- kýfingurinn Mike Ashley eignaðist í fyrsta sinn hlut í Newcastle, þegar hann keypti 41,6 prósenta hlut Sir Johns Hall. Samkvæmt reglum þurfti Ashley að bjóða öðrum hluthöfum félagsins að kaupa þeirra hlut á sama verði og samþykkti Freddy Shep- herd, formaður félagsins að selja sinn hlut mánuði síðar. Með því var Ashley búinn að eignast 77 prósenta hlut í félaginu og í júlí varð hann eini eigandi félagsins. Fyrsta ár Newcastle með Ashley í brúnni gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig. Ashley var duglegur að mæta á leiki með stuðningsmönnum og náðust myndir af honum að skola niður bjór á leikjum með stuðnings- mönnum félagsins. Þá þótti afar vin- sælt þegar Ashley fékk Kevin Keegan til að taka við liðinu á ný í ársbyrjun 2008, eftir að hafa rekið Sam Allar- dyce. Adam var ekki lengi í Paradís, því um haustið 2008 fóru  að heyrast raddir um ósætti á milli Keegans og Ashleys. Keegan var ósáttur við afskipti Ashleys og Dennis Wise sem yfirmanns knattspyrnumála og sagði upp. Stuðningsmenn New- castle voru afar ósáttir og kölluðu eftir því að Ashley myndi yfirgefa félagið frekar en Keegan, sem hafði gert frábæra hluti með félagið í fyrri stjóratíð sinni. Það reyndist aðeins setja tóninn fyrir tímabilið, þegar fimm stjórar stýrðu Newcastle á einhverjum tímapunkti og Newcastle féll úr efstu deild í fyrsta sinn í tuttugu ár. Newcastle fór rakleiðis aftur upp í efstu deild og náði fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Alans Pardew um vorið 2012. Þar hafði Newcastle betur en félög á borð við Chelsea og Liverpool og var Pardew verðlaunaður með átta ára samningi um haustið, sem ætti að vera að renna sitt skeið á næstu mánuðum. Það reyndist undan- tekning því næstu ár var Newcastle að berjast fyrir lífi sínu þar til félag- ið féll á ný árið 2016. Aftur komst Newcastle upp í fyrstu tilraun og tókst Rafa Benitez að festa liðið í sessi í ensku deildinni á ný, áður en hann hætti síðasta sumar, mörgum stuðningsmönnum Newcastle til mikils ama. Við tók Steve Bruce, sem hefur gert góða hluti þrátt fyrir orðróm um kaup á félaginu, sem gæti þýtt endalok hans hjá því. Það er ekkert nýtt að þjálfarar Newcastle hafi þurft, líkt og Bruce undanfarna mánuði, að vinna við þær kringumstæður að auðkýfingar séu að kaupa félagið og gætu skipt þeim út. Ákvörðun Ashleys, að reka Keegan, vakti slíka reiði að stuðningsmenn New- castle fóru strax að kalla eftir því að Ashley myndi selja félagið og sendi Ashley frá sér tilkynningu, rúmu ári eftir að hafa eignast félagið, að félag- ið væri til sölu. Ashley hefur dansað á línunni milli þess að koma fram og segjast vera að selja klúbbinn, hitt fjárfesta í von um að losna við klúbbinn, en þess á milli hefur hann daðrað við hugmyndina um að eiga klúbbinn áfram líkt og þegar hann tilkynnti árið 2009, ári eftir að hafa sagt félagið til sölu, að hann væri hættur við að selja. Árið 2014 sagðist Ashley skyndi- lega ekki vera tilbúinn til að selja félagið fyrr en Newcastle myndi vinna að hið minnsta einn bikar. Ári síðar var nýr tónn sleginn, síð- asta haust sagðist Ashley vonast til að eiga Newcastle að eilífu, mán- uðum eftir að hafa verið í viðræðum við annan fjárfestingahóp frá Mið- Austurlöndum. Þegar Newcastle var upp á sitt besta var félagið reglulegur gestur í Meistaradeild Evrópu, ásamt því að heyja baráttu við lið Manchester United, undir stjórn Sir Alex Fergu- son, um enska meistaratitilinn. Það vantaði oft aðeins herslumuninn að Newcastle næði að landa titlinum og eru komin 65 ár síðan Newcastle vann síðast stóran titil. Með komu nýs eiganda með djúpa vasa, gæti landslagið breyst næstu ár í Norður- Englandi. Skjórarnir geta loksins hafið sig til flugs á ný  Þrettán ára eignarhaldi Mikes Ashley er að ljúka hjá Newcastle, tólf árum eftir að hann sagðist vera að selja félagið. Ashley var fljótur að fá stuðningsmennina upp á móti sér og átti enga leið inn í hjörtu þeirra á ný. Ashley var duglegur að sækja útileiki og kíkja á knæpurnar með stuðningsmönnunum stuttu eftir að hann keypti félagið, en með árunum fór þeim heimsóknum fækkandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Þegar Keegan var rekinn fengu stuðningsmennirnir nóg. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is MIKE ASHLEY, FRÁFAR- ANDI EIGANDI NEWCASTLE ER VERÐMETINN Á 2,3 MILLJARÐA PUNDA, EFTIR AÐ HAFA STOFNAÐ SPORTS DIRECT Á SÍNUM TÍMA. 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.