Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 20
Lögin sem sveitin tók upp í samkomubanninu eru sannir, íslenskir sumar-smellir, Fram í heiðanna ró og Sólarsamba. „Já, við erum þarna með hið gamla og góða íslenska söng- lag Fram í heiðanna ró og svo er það þessi sumargleðisprengja eftir Magga Kjartans, Sólarsamba. Bæði lögin voru hugmynd Guðmundar Óskars, bassaleikara tríósins, og segir Sigríður að sér hafi litist vel á lagavalið enda um klassískt sönglag að ræða og svo hafi Sólarsamban verið í sérlegu uppáhaldi hjá henni sjálfri frá því að hún var lítil stúlka. Lagið var framlag tónlistar- mannsins Magnúsar Kjartanssonar til Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1988 og flutti hann það eftirminni- lega ásamt þá ungri dóttur sinni, Margréti Gauju, og segist Sigríður muna vel eftir þeim flutningi. „Mig dreymdi um að vera þessi stúlka,“ segir hún. „Það gerist ekki sumar- legra en þetta lag.“ Tríóið skipar, ásamt Sigríði og Guðmundi, Sigurður Guðmunds- son söngvari og hljómborðsleikari. „Þegar það var kunngjört að við gætum farið út á land í sumar, eins og við höfum gert undanfarin ár, urðum við svo glöð og fórum beint í að taka upp þessi lög til að keyra upp stemninguna fyrir sumarið.“ Hringferð um landið Sigríður segist sjá fram á að tríóið nái öllum hringnum í kringum landið þetta sumarið, en þau hafi alltaf verið dugleg að halda tón- leika á landsbyggðinni yfir sumar- tímann. Sveitin þurfi þó ekki hljóm- sveitarrútu, enda sé stærð hennar sérlega heppileg til slíkra ferðalaga. „Við erum nú bara þrjú í sveitinni og með lítið kerfi svo við þurfum ekki heila rútu. Steinþór Helgi Arn- steinsson er svo alltaf með, okkur til aðstoðar, svo við erum oftast fjögur á ferð og pökkum okkur bara saman í ágætis bíl.“ Ætlunin er að vera á ferðinni frá miðjum júlí og segir Sigríður mikla tilhlökkun að fara af stað og spila Gott að finna aftur fyrir áheyrendum Tríóið Góss undirbýr hringferð um landið og spilar í Garðabænum í kvöld. Sigríður Thorlacius söngkona sveitarinnar segir mikla eftirvæntingu vera fyrir því að spila saman eftir langt hlé. Tríóið GÓSS skipa þau Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar. MYND/AÐSEND fyrir fólk enda orðið fulllangt síðan sveitin kom saman. „Það er æðis- legt að vera aftur með tónleika fyrir fólk. Ég hef sjálf verið að syngja aðeins undanfarið og maður finnur að það er allt önnur tilfinning en hitt, að syngja fyrir framan tölvu- skjá án þess að sjá áheyrendur, þó það sé líka fallegt. Ég finn að maður var farinn að sakna þess að finna fyrir áheyrendunum, að sjá svip- brigði fólks og finna fyrir nærveru þess.“ Óvissan reyndi á Samkomubannið reyndi auðvitað ekki síst á listamenn, sem þurftu f lestir að aflýsa fjölmörgum verk- efnum og er Sigríður þar engin undantekning. „Ég var bara að reyna að halda í gleðina og stemninguna, ég var dugleg að fara í göngutúrana og það var visst fólk sem ég hitti og Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is var í samskiptum við. Annars var ég bara að hvíla mig, hugsa og lesa og ná ákveðnum rótum. Á margan hátt fannst mér þetta tímabil rosa- lega gott, en á margan hátt líka alveg sjúklega erfitt.“ Sigríður segir óvissuna hafa tekið á þegar líða fór á samkomubannið. „Mér fannst erfiðast að vita bara að það væri búið að loka og geta ekki séð hvort það yrði einhvern tíma aftur eitthvað. Þetta var svo mikil óvissa fyrir minn bransa þó það séu örugglega fleiri sem tengja við þessa tilfinningu. Í upphafi var maður í Pollýönnu-leiknum, bara að njóta þess að elda góðan mat og baka brauð og hafa það notalegt, en svo þegar þetta var búið að standa yfir í svolítinn tíma var maður farinn að ókyrrast og hugsa hvað yrði. Þetta var líka að mörgu leyti hollt. Vinna mín er auðvitað ekki alltaf eins, dag frá degi hafði maður kannski aðeins betri tæki og tól til að takast á við þetta en margur annar. Við erum vön að stundum sé ekki neitt og svo stundum brjálað að gera.“ Eins og að hitta gamla vini Eins og fyrr segir ætlar tríóið að troða upp á hinum nýja veitinga- stað Sjálandi í Garðabænum í kvöld, sem hluti af tónleikaröðinni Söngbók Sjálands, sem stendur yfir nú um hvítasunnuhelgina. „Við erum þakklát og spennt enda höfum við ekkert spilað saman þrjú frá því samkomubannið var sett á. Við höfum bara hist í litla stúdíóinu hans Sigga og tekið upp þessi lög svo það verður sérlega gaman að fá að spila fyrir áheyrendur. Ég hef sjálf komið fram fyrir minni hópa undanfarið og maður finnur fyrir miklu þakklæti, fólk er kannski búið að átta sig á því hversu vænt því þykir um lifandi tónlist.“ Sjálf er Sigríður spennt fyrir sumrinu og ferðalögunum fram undan en hún segir sveitina mikið hafa spilað á sömu stöðunum á landsbyggðinni undanfarin ár. „Við höfum farið svolítið á sömu staðina undanfarin sumur og sama fólkið hefur komið aftur og aftur. Á milli okkar hefur þannig myndast visst traust og tilfinningin er svolítið eins og að hitta gamla vini eða fjöl- skyldu,“ segir hún að lokum. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Opið alla helgina! Sjá nánar á kronan.is Hvítasunnudagur, OPIÐ 10-19 í völdum verslunum Annan í hvítasunnu, OPIÐ 10-19 í öllum verslunum* *Opið 9-16 á Hvolsvelli og 12-16 á Reyðarfirði 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.