Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 4
TÖLUR VIKUNNAR 24.05.2020 TIL 30.05.2020 8.000 umsóknir hafa borist um útgreiðslu séreignarsparnaðar. 4.000 manns bíða eftir aðgerð á Landspítala. 12.000 milljónir króna er áætlaður kostnaður við viðbyggingu Braggans í Nauthólsvík. 10 ár, er tíminn sem andapar hefur gert sig heimakomið á Hlölla og betlað mat. 170 kíló af mynt sem Wei Li kom með til landsins reyndust ófölsuð. Guðjón Þór Valsson starfsmaður Hlöllabáta fóðrar stokk­ andarpar, sem í tæpan áratug hefur sníkt brauð á Ingólfstorgi. „Steggurinn er alltaf mættur hingað á undan okkur á morgn­ ana og stekkur upp að rúðunni til þess að láta vita af sér,“ segir Guðjón. Steggurinn er nefndur Andrés og kollan Andrésína. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur stýrir nú upp­ greftri aftan við stjórnar­ ráðshúsið í Lækjargötu. „Við erum enn að klára tíma­ bilið 1750 til 1900, en erum farin að sjá glitta í minjar sem eru eldri,“ segir Vala. Fundist hafi ýmsir munir frá átjándu og nítjándu öld en fæstir séu þeir heillegir. Verkefninu á að ljúka í september. Björgvin Halldórsson tónlistarmaður boðar stórtón­ leika breiðs hóps lista­ manna, til að styðja við bakið á Jóhanni Helgasyni í mála­ ferlum hans í Los Angeles, vegna lagsins Söknuðar. „Við munum að sjálfsögðu fylkja okkur í kring um Jóhann og leggjast á árarnar – allir tónlistar­ menn Íslands,“ segir Björgvin sem kveður ýmsar hugmyndir í gangi. „En eitt er víst: Við höldum stórtónleika í haust eða í vetur Jóhanni til heiðurs.“ Þrjú í fréttum Endur í mat, fornleifar og vini hjálpað Fjölmennir staðir tæmdust í samkomubanninu og varði fólk meiri tíma heima. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAMFÉLAG Hamingja landsmanna var meiri í apríl 2020 en á sama tíma árin á undan,Þetta er meðal þess sem kemur fram í vöktun Embættis landlæknis á áhrifaþáttum á heilsu og líðan, sem Gallup framkvæmdi. Enn sem komið er eru engin merki um að COVID­19 faraldurinn hafi haft neikvæð áhrif á líðan lands­ manna. Könnunin hefur verið gerð reglu­ lega frá árinu 2016 og snýst um að kanna ýmsa áhrifaþætti á heilbrigði og þróun þeirra. Miða niðurstöðurn­ ar í ár við tímabilið janúar til apríl. Engar breytingar hafa orðið á hlut­ falli þeirra sem finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika frá 2018, en það hlutfall er um 11 prósent öll árin. Athygli vekur að þeim fjölgar sem finna sjaldan eða aldrei fyrir ein­ manaleika. Þetta hlutfall er 72 og 71 prósent í mars og apríl 2020, en var um 60 prósent í fyrra. Þá hefur þeim fækkað sem finna oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, frá 2018. Hefur þeim fækkað úr 27 prósentum niður í 24 prósent. Enn meiri fækkun má greina milli mánaða, þeim sem finna fyrir mikilli streitu fækkaði niður í 17 prósent í apríl síðastliðnum. Fækkað hefur í hópi þeirra sem sofa í sex klukkustundir eða minna á nóttu. Fór hlutfallið úr 29 prósent­ um árið 2018, niður í 22 prósent það sem af er 2020. Ef apríl er skoðaður sérstaklega, er hlutfallið 19 prósent. Komum á heilsugæslustöðvar og innlögnum vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígstilrauna, hefur ekki fjölgað í ár samanborið við sama tíma síð­ ustu þrjú ár, frekar hefur verið örlítil fækkun. Símtölum vegna sjálfsvígs­ hættu í 1717 og til Píeta samtakanna fjölgaði þó á tímabilinu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Emb­ ætti landlæknis, segir að verið sé að greina niðurstöðurnar enn frekar. Hún hefur rannsakað hamingju síðustu tvo áratugi og segir að þeir hamingjusömustu eigi það oft sam­ merkt að hafa þurft að takast á við áskorun í lífinu. „Þegar við stöndum frammi fyrir einhverju sem ógnar lífi okkar, er eins og við förum í að endurmeta hvað skiptir mestu máli og þá eykst samkennd, við hlúum betur að okkur sjálfum og okkar nánustu,“ segir Dóra. „Svo virðist sem meiri­ hluta þjóðarinnar líði betur á þessum tíma sem faraldurinn hefur gengið yfir. Við erum að sjá minni reykingar, og rafrettunotkun, og minni áfengisneyslu sem við áttum ekki endilega von á.“ Vísbendingar eru hins vegar um að þeim sem hafi liðið illa fyrir far­ aldurinn, líði nú verr. „Meirihlutinn, fólk sem var í aðstöðu til að takast vel á við faraldurinn, náði að sofa meira og glímdi við minni streitu og náði að hlúa betur að sér og sínum nánustu,“ segir Dóra. „Við sáum líka jákvæðar breytingar eftir efnahags­ hrunið, meiri hamingju meðal ungl­ inga, meiri samkennd og umhyggju en svo sáum við þessar breytingar fjara út, en nú hafa þær komið aftur. Þetta vekur upp þá spurningu um hvort hægt sé að skapa þannig aðstæður í samfélaginu sem styðja við meiri samkennd og samveru án þess að við stöndum frammi fyrir einhverri ógn.“ arib@frettabladid.is Líðan margra betri í faraldri Líðan landsmanna versnaði ekki þegar COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst. Fólk svaf meira og fann fyrir minni streitu. Sviðsstjóri hjá landlækni segir þá sem hafa tekist á við erfiðleika oft hamingjusamari. Við sáum líka jákvæðar breyting- ar eftir efnahagshrunið. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, doktor í jákvæðri sálfræði ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.