Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 68
Berglind Hreiðarsdóttir hefur unnið að mann-auðsmálum og v ið verkefnastýringu í um tuttugu ár og haldið úti matarbloggi í hjá- verkum. „Þetta er í raun áhugamál sem fór aðeins úr böndunum eins og ég segi stundum, sumir fara til dæmis í golf en ég fer niður í eld- hús,“ segir Berglind og brosir. Árið 2012 opnaði Berglind svo vefsíðuna gotteri.is þar sem hún gefur góð ráð og uppskriftir. „Ég geri mikið af því að bjóða fólki heim, enda finnst mér gaman að gleðja fólkið í kringum mig með góðum veitingum. Stærri veislur eru oftast bundnar við hátíðisdaga eins og afmæli, útskriftir og þess háttar en minni veislur má halda við hvaða tækifæri sem er, hvort sem það er hrekkjavökupartí, náttfatapartí, saumaklúbbur, vinkonuhittingur eða hvað sem er. Ég hef aðstoðað fjölmarga við veisluhöld í gegnum árin en nú er Veislubókin komin út svo símtölum ætti að geta farið fækkandi,“ segir Berglind og hlær. Veislubókin, sem kom út á síðasta ári, er afurð ára- langrar reynslu Berglindar í veislu- höldum, matargerð og kökuskreyt- ingum. „Tilgangurinn er að aðstoða aðra við veisluhöld, hvort sem það er við uppskriftir, magn veitinga, kökuskreytingar eða aðrar skreyt- ingar fyrir veisluna að ógleymdum gátlistum og hollráðum. Veislu- bókin er því miklu meira en hefð- bundin uppskriftabók, hún er í raun handbók fyrir alla þá sem vilja halda veislu.“ Hvert er aðalatriðið þegar kemur að skipulagningu veislu? „Skipuleggja veisluna í tíma, skrifa niður allt sem þarf að gera, kaupa, hvað á að bjóða upp á, hvað það má kosta og þess háttar. Síðan þarf að hliðra til því sem þarf þar til uppskrift að hinni fullkomnu veislu er komin á blað. Stundum þarf að taka út, bæta inn í eða breyta til þess að allt gangi upp og með góðu skipulagi geta allir gert enn betri veislu en annars og það er mikil- vægt að vera ekki að þessu á síð- ustu stundu. Það bæði getur kostað óþarfa álag og fjármuni svo það er aldrei of snemmt að byrja að plana veislu sem fyrirhuguð er. Gott er síðan að tímasetja verk- efnin og ná utan um allt sem þarf að gera og mikilvægt er að reyna að fá aðstoð, það er svo gott að geta deilt ábyrgðinni. Gott er að skrá þetta allt saman niður á blað eða í skjal til að ná betur utan um heildarmyndina.“ Hverju ætti maður helst að koma í annarra hendur? „Margir gleyma að það er eitt að skipuleggja allt fyrir veisluna sjálfa og fá aðstoð við veitingar og annað skipulag en síðan að sjá um þjónustu í veislunni sjálfri. Gott er að fá aðila til að sjá um áfyllingar og tiltekt meðan á veislu stendur svo gestgjafinn nái að njóta sín í veislunni. Síðan er það frágangurinn, hvort sem veislan er heima eða í sal þá er gott að fá aðila til að sjá um slíkt. Við hjónin enduðum til dæmis tvö ein um árið að taka niður svið og skraut eftir brúðkaupið okkar á leið í smá brúðkaupsferð innanlands. Það var ekki alveg óskastaðan en þarna bara vorum við of upptekin við að skipuleggja allt fyrir veisluna sjálfa svo þessi hluti gleymdist!“ Hverju mælirðu með að kaupa og eiga fyrir veisluhöld? „Ég er auðvitað löngu kolfallin fyrir fallegum kökudiskum á fæti. Litlir, sætir bitar vinsælir Nú þegar saman renna tilslakanir á samkomubanni, útskriftir og hækkandi sól er næsta víst að fólk mun koma saman og gera sér glaðan dag. Berglind Hreiðarsdóttir matarbloggari gefur lesendum góð veisluráð. Berglind mælir með því að eiga fallegan kökudisk á fæti og leika sér að því að raða veitingum á hann til að brjóta upp veisluborðið. MYND/AÐSEND Hægt er að setja kökur eða aðrar veitingar á slíka diska og það gerir veisluborðið svo fallegt og tignar- legt að lyfta veitingunum aðeins upp. Ég er oft með marga mismun- andi háa kökudiska hér og þar um veisluborðið með mismunandi góðgæti. Síðan er hægt að leigja alls kyns standa og fallegheit, þetta er bara spurning um að hugsa aðeins út fyrir rammann og upp af f lötu diskunum. Falleg bretti og bakkar undir osta eru líka eitthvað sem gaman er að eiga, það er svo fallegt að hrúga saman alls kyns góðgæti á fallegan ostabakka.“ Eitthvað sem slær alltaf í gegn? „Nammi, snakk, ávextir og litlir bitar um allt slá alltaf í gegn í öllum veislum. Það er eins og fólki finn- ist skemmtilegra að borða minni einingar og smakka á f leiru. Ég hef verið að blanda litlum sætum bitum á plexistanda eða kökudiska undanfarin ár og slíkt er mjög vin- sælt.“ Hvað er ómissandi i veislu þessi misserin? „Það eru plexistandar og diskar á fæti með alls konar sætum bitum í bland og helst köku á toppnum. Já og „Naked cake“, sem er hefð- bundin kaka, þar sem kremið er þó skafið af í hliðunum þannig að aðeins sést í kökuna sjálfa, eru líka í tísku þessa dagana og drippkökur, þar sem kremið á toppnum er látið leka niður hliðarnar. Það fer síðan auðvitað alveg eftir eðli veislunnar hvaða veitingar eru vinsælar, brauðtertur hafa verið að ryðja sér til rúms að nýju og slá alltaf í gegn, heitir réttir eru sívin- sælir, smáréttir, súpur, sætindi og allt þar á milli. Hér þarf hver og einn að hugsa hvað hann vill bjóða upp á og þá verður veislan miklu skemmtilegri.“ Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Berglind Hreiðarsdóttir veit sínu viti þegar kemur að veisluhöldum og gaf út Veislubókina á síðasta ári sem er stútfull af góðum ráðum og uppskriftum fyrir ólíkar veislur. MYND/AÐSEND 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.