Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 12
Aðgerðir okkar
verða öflugar,
aðgerðir okkar munu hafa
þýðingu.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Atvikið verði rannsakað
og mögulega verða stjórn-
endur látnir svara til saka
fyrir kæruleysislega með-
höndlun sína á blóðsýnum.
Kynningarfundur á deiliskipulags-
tillögu fyrir Nýja Skerjafjörð
Uppbygging Nýja Skerjafjarðar mun eiga
sér stað í tveimur áföngum. Gangandi og
hjólandi notendur verða í fyrsta forgangi í
allri hönnun í hverfinu. Hverfið verður
umlukið grænum geirum, nýju strandsvæði
og milli húsa er gert ráð fyrir torgum, leik-
og dvalarsvæðum og mikilli gróðursælu.
Samgöngutengingar við hverfið verða frá
Einarsnesi í vestri og um nýja vegtengingu
í austri sem nær suður fyrir Reykjavíkur-
flugvöll, til viðbótar við núverandi göngu-
og hjólastíga. Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Streymisfundur miðvikudaginn 3. júní kl. 17
á reykjavik.is/nyi-skerjafjordur og á facebook.com/Reykjavik
þar sem jafnframt er hægt að senda inn stuttar fyrirspurnir.
Nýtt deiliskipulag fyrir nýja byggð í
Skerjafirði byggir á fjölda samninga milli
ríkis og Reykjavíkurborgar. Skipulagið
mun hvorki skerða núverandi starfsemi
né nýtingu Reykjavíkurflugvallar.
Hægt er að senda fyrirspurnir fyrir fram
á netfangið skipulag@reykjavik.is
Frekari upplýsingar og dagskrá fundar á
reykjavik.is/nyi-skerjafjordur
Mynd: ASK arkitektar
TRYGGINGASTOFNUN
TRAUST - SAMVINNA - METNAÐUR
Við þökkum góðar undirtektir við aukinni fjarþjónustu TR á undanförnum
vikum og hvetjum viðskiptavini til að halda áfram að nýta Mínar síður í
samskiptum við okkur.
Við veitum ráðgjöf og aðstoð í síma 560 4400, netfangið okkar er tr@tr.is.
Þjónustumiðstöð TR í Hlíðasmára 11 er opin kl. 9–15 virka daga, einnig er
opið hjá umboðsmönnum TR um land allt.
ALLTAF OPIÐ
á Mínum síðum TR
B A N D A R Í K I N Dona ld Tr u mp
Bandaríkjaforseti fór mikinn í
gær og tilkynnti að hann myndi
slíta samstarfi Bandaríkjanna við
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina,
WHO. Trump hefur áður hótað að
draga úr fjárveitingum til stofnun-
arinnar, en í gær tilkynnti hann að
fjármagnið myndi fara til annarra
stofnana og að öllu sambandi yrði
slitið.
Ástæðan sem hann gaf var sú að
WHO hefði ekki gert nóg til þess að
hamla útbreiðslu COVID-19 í upp-
hafi faraldursins.
„Þeim hefur mistekist að gera þær
úrbætur sem nauðsynlegar eru og
beðið hefur verið um. Þess vegna
munum við í dag slíta sambandinu
við Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
ina,“ sagði hann við blaðamenn.
Trump hefur í þó nokkurn tíma
kvartað undan WHO og sagt Kín-
verja hafa of mikil áhrif þar inni. En
forsetinn hefur um langt skeið háð
harðvítugt viðskiptastríð við Kína.
Viðskilnaðurinn við WHO var
ekki það eina sem Trump tilkynnti
í gær, heldur einnig breytt samband
við Hong Kong, sem er sjálfstjórnar-
ríki innan Kína, og f leiri aðgerðir
gagnvart Kínverjum og kínverskum
fyrirtækjum.
„Aðgerðir okkar verða öf lugar,
aðgerðir okkar munu hafa þýðingu,“
sagði hann á blaðamannafundi þar
sem ekki var gefið færi á spurn-
ingum. Tilkynnti hann að Banda-
ríkin myndu afturkalla sérstaka
viðskiptastöðu Hong Kong. Einnig
að kínverskir borgarar, sem taldir
væru ógna öryggi landsins, myndu
ekki fá að koma til Bandaríkjanna,
og að bandarískir eftirlitsaðilar
myndu grannskoða kínversk fyrir-
tæki í bandarísku kauphöllinni, með
því markmiði að takmarka banda-
ríska fjárfestingu í þeim.
Fór Trump hörðum orðum um
kínversk stjórnvöld, sakaði þau um
að svíkja loforð og hertaka svæði á
Kyrrahafinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Bandaríkjaforseti sleit
samstarfinu við WHO
Trump var harðorður í garð Kínverja í yfirlýsingu í gær. MYND/EPA
INDLAND Starfsmaður spítala átti
sér einskis ills von þegar hópur
apa réðst á hann við skyldustörf
í vikunni og stálu af viðkomandi
blóðsýnum. Blóðsýnin voru úr
sjúklingum sem grunur lék á að
væru smitaðir af COVID-19. Alls
náðu aparnir þremur sýnatöku-
hylkjum af starfsmanninum og
stukku síðan upp í nærliggjandi
tré, þar sem þeir mauluðu á feng
sínum. Fram kemur í frétt CNN að
þeir hafi f ljótlega misst áhugann og
hent sýnunum til jarðar.
Atvikið átti sér stað á spítala í
borginni Meerut í Uttar Pradesh
– f jölmennasta ríki Indlands –
síðastliðinn fimmtudag. Svæðið
var þrifið vandlega eftir atvikið og
er ekki talið að neinn hafi komist í
snertingu við hið smitaða blóð. Þá
varð fórnarlambi árásarinnar ekki
meint af.
Árásaraparnir munu ekki þurfa
að svara til saka fyrir verknað-
inn, en það sama verður ekki
sagt um forsvarsmenn spítalans.
Heilbrigðis yfirvöld í Meerut hafa
farið fram á að atvikið verði rann-
sakað og mögulega verða stjórn-
endur látnir svara til saka fyrir
kæruleysislega meðhöndlun sína á
blóðsýnunum. – bþ
Varð fyrir árás óprúttinna apa
Þessir ungu apar tengjast fréttinni ekki beint, þó óprúttnir séu. MYND/GETTY
3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð