Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 60
Þegar gestum er boðið í grill þarf að
passa að grillið sé hreint og fínt.
Þegar steikin er sett á grillið er mikilvægt að það sé hreint. Gott er að þrífa grillið eftir
hverja notkun. Þá er hitinn settur á
fullt og matarleifar brenndar burt.
Síðan er farið með góðum bursta
yfir. Velja þarf vandaðan bursta
sem ekki skilur eftir sig þræði á
grillinu. Þrífið grindurnar milli
raufanna vel svo ekki sitji eftir
restar af mat. Stundum þarf að
taka ristarnar frá og þrífa botninn
en það er gert með því að spúla
með vatni eftir að askan hefur
verið tekin burt. Ekki nota sterk
hreinsiefni á grillið. Míkróklútur
er góður til að þurrka grillið eftir
að það hefur verið hreinsað jafnt
að innan sem utan.
Þegar grillið er orðið hreint og
fínt er borin matarolía á grind-
urnar. Grillið endist lengur ef það
er þrifið reglulega.
Hreint grill gerir
matinn betri
Það er stuð að vera krakki í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum.
Loksins, loksins er búið að opna Fjölskyldu- og húsdýragarð-inn eftir samkomubann en
hliðunum var lokið upp í fyrradag,
fimmtudaginn 28. maí. Því verður
opið alla hvítasunnuhelgina í
garðinum en leiktækin verða þó
ekki opnuð fyrr en á þriðjudag,
2. júní.
Alls eru um 8.000 með árskort í
garðinn en þegar samkomubannið
skall á var ákveðið að gildistími
þeirra yrði framlengdur um þann
tíma sem garðurinn yrði lokaður.
Húsdýragarðurinn átti stór-
afmæli 19. maí en ekki reyndist
unnt að halda upp á 30 ára afmælið
vegna samkomubannsins.
Fyrstu opnunardagana verður
dagskrá í kringum dýrin ekki
endilega eftir hefðbundnu tíma-
plani en dýrahirðar verða á
vappinu til að svara spurningum
fróðleiksfúsra gesta. Sauðburður
hófst í Húsdýragarðinum 7. maí og
er fátt yndislegra en nýfædd lömb,
kiðlingar og annað ungviði sem
hægt er að sjá í garðinum. Veður-
sæld er einmuna góð í Laugardaln-
um og þar er hægt að safna góðum
minningum og eiga glaðar stundir
með nesti og nýja skó innan um
dýr og fólk.
Dýralíf og fjör í
Laugardalnum
Stuttmyndin
var birt á
streymiþjónust-
unni Disney+
þann 22. maí.
MYND/GETTY
Ný stuttmynd frá Pixar sem birtist á Disney+ fjallar um samkynhneigðan mann
sem segir foreldrum sínum frá
kynhneigð sinni.
Stuttmyndin ber heitið „Out“
eða „Út“ og birtist á streymiþjón-
ustunni Disney+ 22. maí. Hún er
hluti af stuttmyndaseríu frá Pixar
sem heitir SparkShorts. Myndin
fjallar um Greg, sem er að f lytja
til stórborgar með kærastanum
sínum, Manuel. Óvænt mæta for-
eldrar Greg, sem vita ekki að hann
er samkynhneigður, til að hjálpa
honum að pakka.
Í myndinni lærir Greg lexíur
varðandi fjölskyldu sína og
sjálfan sig sem leiða til þess að
hann fær hefðbundinn Disney-
endi.
Mörgum finnst vanta upp á að
Disney sýni fólk með ólíka kyn-
hneigð á sama hátt og þetta er
skref í þá áttina frá bæði Disney
og Pixar.
Pixar-persóna kemur úr skápnum
Tryggðu þér áskrift
núna á dv.is
Eliza Reid er ekki upp á punt á
Bessastöðum. Hún liggur ekki á
skoðunum sínum og ákvað strax
að nýta tækifærið sem fólgið er
í stöðu hennar.
Hlutverk hennar er óskilgreint,
um það gilda engar reglur og
hún er ekki á launaskrá hjá
Forsetaembættinu.
Eliza Reid er forsetafrú Íslands.
Það má gera grín að öllu
1. maí 2020 | 17. tbl. | 111. árg | Verð 995 kr.
MYND/AÐSEND
6
Viðskiptaævintýri Ásdísar
34
Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir um meðferðina í Svíþjóð, söknuðinn eftir syninum og húmorinn.– sjá síðu 12
18
Fimm milljarðar til flokkanna
Ríkisstyrktar uppsagnir
EKKI MISSA AF
NÝJASTA DV
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R