Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 10
Ég finn það hjá
öllum kúnnum að
þeir vilja komast í veiði.
Ingólfur Ásgeirsson
VEIÐI Þeir sem selja veiðileyfi í
helstu laxveiðiár landsins finna
fyrir mikilli óvissu vegna heimsfar-
aldursins. Stór hluti viðskiptavina
þeirra er erlendir veiðimenn sem
koma árlega til landsins að veiða
og af þeim eru margir komnir á
efri ár og því í áhættuhópi fyrir
COVID-19.
Fréttablaðið náði tali af nokkrum
helstu leigutökum laxveiðiánna,
sem voru allir sammála um það
eitt að mikil óvissa ríki um lax-
veiðina í sumar og hvort búast
megi við erlendum veiðimönnum
til landsins. Um það munu nokkrir
þættir ráða úrslitum, sem eiga það
því miður allir sameiginlegt að vera
úr höndum leigutakanna og jafnvel
íslenskra stjórnvalda líka.
Stærstur hluti erlendra veiði-
manna sem kemur til landsins
er breskur, en nýlega voru áform
breskra stjórnvalda um að allir
sem kæmu til landsins eftir 8. júní
þyrftu að fara í sóttkví, kynnt.
„Það hefur haft töluverð áhrif á þá
sem ætluðu að koma. Sumir eru að
hætta við út af þessu. En einhverjir
hafa ákveðið að bíta í það súra
epli að þurfa að sitja heima hjá sér
í sóttkví þegar þeir koma til baka
úr veiðinni,“ segir Gísli Ásgeirsson
framkvæmdastjóri veiðifélagsins
Strengs, sem selur leyfi í Selá og
Hofsá.
Hann segir allt að 70 prósent
kúnnahóps Strengs samanstanda
af erlendum veiðimönnum. Af þeim
séu Bretar í miklum meirihluta.
Stór hluti erlendra veiðimanna er í
eldri kantinum og þar af leiðandi í
áhættuhópi og tregari til að ferðast.
Ingólfur Ásgeirsson, einn eiganda
Stara, sem selja til dæmis leyfin í
Þverá og Kjarrá, tekur í sama streng
og Gísli. Hann segir stóran hluta
kúnnahópsins erlendan og fylgist
vel með málum í Bretlandi. „Það eru
ekkert margir að koma í júní, hann
er eiginlega alveg dottinn út, en við
bindum vonir við að þetta fari að
lagast í júlí og ágúst. Ég finn það hjá
öllum okkar kúnnum að þeir vilja
komast í veiði,“ segir hann bjart-
sýnn á stöðuna.
Pétur Pétursson, sem heldur utan
um leyfi í Vatnsdalsá, telur að tæp
60 prósent sinna kúnna séu erlendir
veiðimenn. Hann hefur áhyggjur
af þróun faraldursins, sem lítið er
vitað um. „Mest hættan er falin í
því að fólk muni bara ekki heldur
treysta sér til að ferðast á næsta ári.
Við skulum orða þetta þannig að
þetta sé léttur löðrungur þetta árið,
en gæti orðið kjaftshögg á næsta
ári.“ ottar@frettabladid.is
Mikil óvissa
með veiðileyfi
Leigutakar helstu laxveiðiáa gera sér litla grein fyrir
því hvort von sé á stórum hluta fastra viðskipta-
vina í ár. Flestir erlendir veiðimenn eru breskir.
Selá í Vopnafirði er ein fallegasta laxveiðiá landsins. MYND/EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON
STANGVEIÐI Félagar í Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur geta nú fram til
miðnættis á morgun nýtt sér gjafa-
bréf sem stjórn félagsins gaf út fyrr
í vor og renna áttu út fyrir fimm
dögum.
Gjafabréfin sem hljóða upp á tíu
þúsund krónur má nýta við kaup
á veiðileyfum. Þá er utanfélags-
mönnum boðið að ganga í Stanga-
veiðifélagið án þess að greiða sér-
stak inntökugjald, sem ávallt hefur
tíðkast.
„Gjafabréfið er hægt að nýta til
kaupa á veiðileyfum á öllum ársvæð-
um félagsins í sumar, að frátöldum
Elliðaánum, Alviðru og Flókadalsá.
Þá hafa inntökugjöld fyrir nýja
félagsmenn verið felld niður tíma-
bundið og því geta nýir félagar bæst
í hópinn án þess að greiða sérstak-
lega fyrir inngönguna,“ segir í frétt á
vef Stangaveiðifélagsins.
„Við skorum á alla félagsmenn
að hvetja vini og veiðifélaga til inn-
göngu, enda er félagið þeim mun
öflugra sem félagsmenn eru fleiri,“
segir í fréttinni, þar sem bent er á að
félagar í SVFR greiði 20 prósentum
lægra verð fyrir veiðileyfi, en utanfé-
lagsmenn.
Kveðst félagið ekki hafa farið
varhluta af ríkjandi samfélagsað-
stæðum. „Það er heldur ekkert laun-
ungarmál að ástandið kemur illa
við Stangaveiðifélag Reykjavíkur,
en unnið er að því að koma félaginu
klakklaust í gegnum storminn.“ – gar
Framlengja gildistíma
gjafabréfs fyrir veiðileyfi
Háskólinn í Reykjavík og Opni háskólinn í HR bjóða
upp á úrval námskeiða í sumar fyrir háskólanema, þá
sem eru að hefja háskólanám í haust og fólk sem vill
styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.
Dæmi um námskeið:
– inngangur að forritun
– róbótar
– aðferðafræði straumlínustjórnunar
– marketing in turbulent times
– alþjóðlegur einkamálaréttur
– rekstrarstjórnun
– persónuleg þróun
Fræðumst
innanlands
í sumar
// Sumarnámskeið HR //
Kynntu þér úrval námskeiða
á hr.is/sumarnamskeid
3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð