Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 84
Lífið í
vikunni
24.05.20-
30.05.20
SVO VILL ÞAÐ STUND-
UM GLEYMAST HJÁ
OKKUR HVERNIG DANSINN ER
ÞEGAR HÚN SEGIR BARA HVAÐ
HANN HEITIR. HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?
SPYRJA SUMIR. EN ÞEGAR
TÓNLISTIN BYRJAR, ÞÁ MUNA
ALLIR ALLT.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@
frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar
Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
BREYTT BARNAMENNING
Barnamenningarhátíð fer fram
með breyttu sniði í ár vegna
COVID-19, en verður engu að síður
vegleg. Harpa Rut, einn verkefna-
stjóra hátíðarinnar, segir mikilvægt
að börn fái að upplifa metnaðar-
fulla menningarviðburði.
LISTSKÖPUN Á HRAUNINU
Hrefna og Hera hjá Sögu listavinnu-
setri á Eyrarbakka verða með sex
vikna listasmiðju fyrir fanga á Litla-
Hrauni í haust og rætist þá gamall
draumur um frekara samstarf við
fangelsið.
MÖMMUMATUR Á RÚV
Þátturinn Mömmusoð hóf göngu
sína á RÚV en í þeim eldar kokkur-
inn Kristinn Guðmundsson, án
allrar tilgerðar en þó með sínum
brag, sígilda íslenska heimilisrétti.
Hann byrjaði einnig nýlega með
hlaðvarpsþáttinn Suð.
VILL SKILA ÍS UPP Á OK
Belgíski listamaðurinn Floris Bocca-
negra hyggur í haust á táknrænan
gjörning sem felst í því að ýta 500
kílóa ískúlu úr frosnu jökulvatni
upp á tind Oks í anda goðsagnar-
innar um hinn gríska Sísífús.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
SMELLTU Á VÖRU OG
ÞÚ FERÐ BEINT INN Í
VEFVERSLUN
DORMA.IS
SUMAR
tilboðin
Sumarið er
komið í DORMA
verslaðu á dorma.is eða í
DORMA
verslun og við sendum þé
r það frítt
STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN
UM BÆKLINGINN OKKA
R
Zone og Affari og smávara
2-11 | RÚM 12–23 | Mjúkv
ara og dúnn 24–27 | Stólar
28–29 | Sófar 30–37 | Sve
fnsófar 38–39
Hv
er
ni
g
frí
se
nd
in
g h
já
D
OR
M
A
vi
rk
ar
www.dorma.is
V E F V E R S LU N
ALLTAF
OPIN
Þú finnur
nýjan
bækling
á dorma.is
Sumarið er komið í DORMA
Verslaðu á dorma.is
LICATA
2ja og 3ja sæta sófar
Sófarnir eru í tvennskonar litum af Kentucky áklæði. Annarsvegar
koniak og hinsvegar steingráu. Svartir nettir járnfætur. Stærð 2ja
sæta: 159 x 94 x 82 cm. Stærð 3ja sæta: 199 x 94 x 82 cm
2ja sæta Dormaverð: Aðeins 119.990 kr.
3ja sæta Dormaverð: Aðeins 149.990 kr.
VERÐ
ER GOTT
VERÐ
DORMA
Það er nú ekki víst að karlinn geti púkkað upp á það,“ segir Gunn-ar Jónsson og hlær þegar blaðamaður seg-ist hafa verið á ferð og
flugi í leit að skemmtilegum fréttum
á Reykjanesinu.
Gunnar er 97 ára og hefur búið
í húsinu sínu í Keflavík í 70 ár, þar
sem hann unir sér vel.
„Ég þekki ekkert annað og kann
ágætlega við mig hér. Hér vil ég helst
vera. Ég fór aldrei á neitt f lakk, ég
var heimakær og sá enga ástæðu til
þess, enda ánægður með það sem
ég hafði. Þett er náttúrlega það sem
eftir verður af manni,“ segi Gunnar,
sem viðurkennir að stefna ekki á
neina heimsreisu úr þessu.
Frískur miðað við aldur
„En ég er búinn að fara til nokkurra
landa. Ég var skipstjóri en það er
dálítið síðan ég hætti því, þá var ég
mest á fiskibátum.“
Gunnar stundar fjarlíkamsrækt
hjá Janusi heilsueflingu af miklum
móð.
„Janus er alltaf eitthvað að fikta
í mér og mæla mig. Ég hlýt að vera
eitthvað undarlegur,“ segir hann
hlæjandi. „Ég er bara ágætlega
frískur miðað við aldur.“
Hann hefur komið upp fínustu
líkamsræktaraðstöðu í stofugang-
inum hjá sér. Á veggnum hangir
plakat með myndum af ýmsum
æfingum. Janus hvetur svo Gunnar
til dáða.
Jafnvægið erfiðara
„Þetta eru nokkrar æfingar, alveg
tíu eða tólf. Teygjur til að mynda
og nokkrar æfingar í gólfinu. Alls
konar fettur og brettur. Það er mikil
áhersla lögð á jafnvægisæfingar, þær
eru erfiðastar.“
Gunnar notast við nokkur lóð við
sumar æfingarnar.
„Ég hef verið að lyfta lóðum í
Massanum, þar vorum við með
átta kílóa lóð,“ segir hann og á við
Massa, vinsæla líkamsræktarstöð,
sem hefur verið starfrækt lengi í
Njarðvík.
Hann segist ekki alltaf hafa haft
áhuga á líkamsrækt.
„Nei, það kom bara núna nýlega,
á gamalsaldri. Mér finnst þetta
mjög skemmtilegt og gott. Ég hefði
átt að gera þetta löngu fyrr.“
Féll fyrir dansinum
En eitt af því skemmtilegra sem
hann gerir er þó að dansa.
„Það er kona hérna í bænum sem
er með hópdans. Við erum þarna í
dansinum, sextán stelpur og einn
strákur; ég. Ég féll alveg fyrir þessu.
Við höfum stundum verið tólf
þegar einhver fer í frí. Við komum
saman á Nesvöllum í sal í kjallaran-
um, passlegur fyrir smá dans. Þetta
er hópdans en ekki samkvæmis-
dans, meira eins og vikivaki. Farið
í krossa og sitt á hvað á milli.“
Það er líka vinsælt að taka línu-
dans í hópdansinum.
„Svo höfum við lært vínarkruss
og skottís. Þetta er mjög fínt. Svo
vill það stundum gleymast hjá
okkur hvernig dansinn er þegar
hún segir bara hvað hann heitir.
Hvað er nú það? spyrja sumir. En
þegar tónlistin byrjar, þá muna
allir allt.“
Gunnar segist hlusta öðru hvoru
á tónlist.
„Já, svona og svona. Bara fyrir
mig.“
Hægt er að sjá Gunnar taka spor-
in á frettabladid.is.
steingerdur@frettabladid.is
Þegar tónlistin byrjar
þá muna allir allt
Gunnar Jónsson er 97 ára gamall og stundar líkamsrækt heima
fyrir. Hann er með fínustu aðstöðu heima hjá sér í Keflavík, en
skemmtilegast finnst honum þó að mæta í hópdans á Nesvöllum.
Hægt er að sjá Gunnar taka nokkur lauflétt spor á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. FRÉTTBLAÐIÐ/ERNIR
3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð