Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 30
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Allt frá árinu 2012 hafa þau Valdís Helga Þorgeirs­dóttir og Óli Valur Þrastar­ son dundað sér við að breyta skiltum víðs vegar um land og hafa ósjaldan vakið mikla kátínu veg­ farenda sem eiga þar leið hjá. Hug­ myndin kom upphaflega þegar þau Valdís og Óli voru á ferðalagi um Suðurland sumarið 2012. „Við rákum augun í skilti sem augl­ ýsti land til sölu sem við gátum einfaldlega ekki staðist mátið að breyta. Það vildi svo til að Óli var með límband í bílnum og síðan þá hefur það verið eina tólið sem við notum til að breyta skiltum. Að mínu mati er þetta hið fullkomna grín, því maður er ekki að skemma neitt.“ Það varð svo að Óli lagði í mikla svaðilför til þess að breyta skiltinu. „Hann óð yfir ískalda á, á nærbuxunum einum saman, til að komast að skiltinu og fór svo að „land“ varð að rammíslenskum „landa“,“ segir Valdís. Betri skilti í þágu þjóðar Eitt sinn voru þau útnefnd sem ósvífnir skemmdarvargar fyrir breytingar sínar á skilti á Vestur­ landi. „Það kom grein í bæjar­ blaðinu þar sem fylgdi með mynd af skiltinu. Viðkomandi hefur ekki áttað sig á því að engar varanlegar skemmdir voru gerðar á skiltinu og næst þegar ég keyrði framhjá var ekki að sjá neitt að skiltinu Betri skilti í þágu þjóðar Hreðavatn ellegar Hreðjavatn? Skósmiður eða kannski diskósmiður? Hvammstangi eða Djamms­ tangi? Stundum þarf bara konu með fjörugt ímyndunarafl til þess að gera lífið skemmtilegra. Hver væri ekki til í eina sveitta hamborgaradúllu með fröllum? Diskósmiðir eru töluvert sjaldgæfari en skósmiðir. Óli Valur fagnar hér sigri hrósandi eftir svaðilförina miklu yfir ána. eftir að límbandið var tekið af. Tilgangurinn með þessu uppá­ tæki er ekki að valda leiðindum eða skemmdarverkum, heldur einungis að gleðja.“ Þetta stór­ skemmtilega áhugamál hafa þau Valdís og Óli nefnt „Betri skilti í þágu þjóðar“. Eitt sinn, þegar Valdís var komin sjö mánuði á leið, voru þau Óli gripin glóðvolg af Vegagerðinni við að breyta Rif í Reif á Snæ­ fellsnesi. „Við útskýrðum að við myndum bara vilja fá að smella einni mynd af breytingunni. Þeir voru ekkert að stressa sig yfir þessu, samþykktu og keyrðu svo áfram. Við tókum myndina og tókum svo breytingarnar niður. Í dag er það svona sem við gerum þetta, það er að breytingarnar eru fyrir myndina og svo tökum við þetta niður. Gleðin er sú sama.“ Ávallt reiðubúin „Við erum bæði mikið fyrir alls konar orðagrín og glens. Sjálf á ég erfitt með að hemja mig þegar mér dettur eitthvað fyndið í hug. Þetta er orðið hálfósjálfrátt við­ bragð hjá mér að láta mér detta í hug alls konar hugmyndir þegar ég sé hin og þessi skilti víðs vegar um landið. Einnig er ég með nóg af límbandi í alls konar litum í bílnum og ávallt reiðubúin þegar stríðnispúkinn lætur á sér kræla.“ Þau Valdís og Óli eru búsett á höfuðborgarsvæðinu og fjærsti staðurinn þar sem þau hafa fram­ kvæmt skiltabreytingar sínar er á Austurlandi. „Við ferðumst tölu­ vert en skiltabreytingar eru samt ekki helsti hvatinn að ferðalögum okkar, þótt þær séu klárlega mikill plús.“ Það eru ferðalög á döfinni hjá þeim turtildúfum í sumar og langar Valdísi til þess að kanna Vestfirði betur. „Ég vona bara að Vestfirðingar séu til í smá grín og glens á vegum sínum í sumar,“ segir hún og kímir. Tilgangurinn með þessu uppátæki er ekki að valda leiðindum eða skemmdarverkum, heldur einungis að gleðja. Valdí s Helga á erfitt með að hemja stríðnispúkann og er ávallt reiðubúin með límbandið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Góð og gleðileg skilaboð til allra reykingamanna. Það er um að gera að skella sér á Djammstanga í sumar. Flugbellirnir eru næstum jafn algengir og flugdólgar. Eins gott að þetta er ekki appelsínugula flónið. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.