Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 2020 23
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
Sænska sprotafyrirtækið Hooked þróar gervifiskifæðu í stað náttúrulegs fisks:
Hyggjast framleiða vegan fiskmauk úr soja
og þörungum sem smakkast eins og fiskur
Sænskt sprotafyrirtæki, Hooked,
hefur hug á að leggja undir sig
heiminn með framleiðslu á mauki
sem smakkast eins og lax, tún
fiskur, rækja og smokkfiskur en
er unnið úr sojapróteini, þara og
þörungaolíu. Fyrst í stað er það
þó Evrópumarkaður sem sótt
verður á.
Frumkvöðlarnir Emil Wasteson
og Tom Johansson stofnuðu sprota
fyrirtækið Hooked snemma á síð
asta ári í kjölfar þess að systir Tom
hellti sér út í veganisma af miklum
móð. Þá komust þeir félagar að því
að engin grænmetisvara var til á
markaðnum sem bragðaðist í líkingu
við fisk og gat komið í staðinn fyrir
sjávarfæðu.
Ósáttir við ósjálfbærni
í sjávarútvegi
Eftir að hafa lagst í mikla rann
sóknar vinnu töldu þeir augljóst
að núverandi sjávarútvegur væri
umhverfis lega ósjálfbær og fisk
meti hafi aldrei verið mengaðra af
eiturefnum en nú. Tom Johansson
hafði þó mestar áhyggjur af því
hvernig rækjueldi var stundað í Asíu
þar sem reynt var að kreista út eins
mikla framleiðslu í litlum skítugum
tjörnum, að því er fram kemur á vef
síðu FoodNavigator. Til að halda
rækjunni lifandi í tjörnunum var
dælt í þær sýklalyfjum. Nefndi hann
líka tvær vinsælustu fisktegundir á
matarborðum Evrópubúa, túnfisk
og lax. Fullyrti hann að túnfiskurinn
væri stórlega ofveiddur og að í lax
eldinu væri gríðarlega mikið notað
af sýklalyfjum. Þessi ósjálfbærni í
veiðum og framleiðslu myndi valda
því að lífkerfin hryndu. Sagði hann
að neysla á sjávarafurðum hafi auk
ist hratt á síðastliðnum 20 árum og
spáð væri um 30% aukningu fram
til 2030.
Svar þeirra félaga til að framleiða
fæðu sem bragðast eins og sjávardýr,
en án þeirra neikvæðu afleiðinga
sem þeir telja að blasi við, var
stofnun Hooked. Felst hugmynd
Emil Wasteson og Tom Johansson
í að framleiða eins konar jurtamauk
með mismunandi fiskbragði þar sem
uppistaðan er sojaprótein.
Reyndar minnast félagarn
ir ekkert á að í stærstum hluta
sojaframleiðslunnar í heiminum er
gríðarleg notkun á illgresiseyði og
skordýraeitri. Þar á meðal er mikið
notað af glyfósati sem talið er hættu
legt mönnum og miklar deilur hafa
staðið um notkun á í landbúnaði í
fjölda ára.
Sjávarbragð úr
þara og þörungaolíu
Til að ná fram sjávarbragði í sína
framleiðslu nota félagarnir m.a. þara
og þörungaolíu sem er rík af omega
3 fitusýrum. Laxalitnum ætla þeir að
ná úr gulrótum og líka munu þeir
notast við íblöndunarefni til að ná
fram reykbragði.
Fyrst í stað er hugmynd félag
anna að sækja á Evrópumarkað með
veganvörur sem geta komið í stað
túnfisks og lax. Er þá einkum horft
til fyrirtækja sem eru að framleiða
tilbúna rétti.
„Okkar sýn er að verða leiðandi
í framleiðslu á sjávarfæði unnu úr
jurtum,“ sagði Tom Johansson.
/HKr.
Emil Wasteson og Tom Johansson stofnuðu sprota fyrirtækið Hooked
snemma á síðasta ári. Hugmyndin er að framleiða eins konar gervifiskmeti
úr soja og þörungum sem á að koma í staðinn fyrir fisk úr náttúrunni.
Gervifiskþykkni frá Hooked með laxabragði, smokkfiskbragði og rækjubragði.
Nýsjálendingar eru vægast
sagt ósáttir við tilboð Evrópu
sambands um viðskipti með
land búnaðarafurðir sem láku út
nýverið.
Greint var frá málinu á vefsíðu
Global Meat í síðustu viku og þar
kemur fram að þessi upplýsingaleki
komi fram rétt fyrir áttundu lotu við
ræðna um tollamál, eða „EUNZ
Trade Agreement“.
Nauta og lambakjöts fram leið
endur NýjaSjálands ( Beef + Lamb
New Zeland – B+LNZ) hafa stutt
David Parker, viðskiptaráðherra
landsins, í þessum samningum.
Hann mun hafa lýst því yfir nýver
ið að tilboð ESB væri óásættanlegt
fyrir NýjaSjáland. Þar væri ekki
verið að tala um samning á jafn
ræðisgrunni. Á sama tíma og ESB
hafi lýst því yfir að það hefði mikinn
metnað fyrir að leiða fram viðskipta
samning sem snerist um mikil gæði
þá væru að leka út upplýsingar um
að engin áform væru um slíkt. Tilboð
ESB fæli í sér að viðhalda mjög litl
um kvótum með innflutningstollum.
„Upplýsingalekinn gefur til
kynna að Evrópusambandið ætli
að halda áfram með sína verndar
stefnu. Skilaboðin sem þar eru gefin
milli viðskiptafélaga valda sérlega
miklum vonbrigðum. Sérstaklega
í ljósi þess að viðskiptanefnd ESB
hafði talað um nauðsyn þess að efla
viðskiptafrelsi og opna markaði sér
staklega í kjölfar COVID19 í heim
inum,“ sagði David Parker.
Nautakjötsútflutningur Nýsjá
lendinga til ESBlanda er í dag
háður tollkvótum. Þar er um að ræða
1.300 tonn með 20% tolli. Það sem
flutt er út umfram þetta magn tekur
aukalega á sig 12,8% toll sem þýðir
171–312 evrur á hver 100 kg. Í raun
getur tollurinn farið allt upp í 50%.
Sirma Karapeeva, forstjóri
Samtaka kjötiðnaðarins (Meat
Industry Association), segir að lítill
kvóti samfara háum tollum geri þeim
nær ómögulegt að stunda viðskipti
við ESB af nokkru viti.
Þesssi harka ESB gagnvart
Ný sjálendingum er athyglis
verð í ljósi nýs tollasamnings við
MERCOSURlöndin í Suður
Amer íku. Evrópskir fjárfestar hafa
verið að leggja þar mikla peninga í
landbúnað, m.a. í nautgriparækt í
Brasilíu. Ljóst virðist að samningar
við önnur ríki eða ríkjablokkir sem
rugga þeim hagsmunum eru illa
séðir. /HKr.
Viðræður um tollasamning ESB og Nýja-Sjálands:
Nýsjálendingar æfir
út af tilboði ESB
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ALTERNATORAR í flestar
gerðir dráttarvéla
480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is
Útvegum dekk
fyrir flestar
gerðir tækja
Bænda
bbl.is Facebook