Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 17
ÍÞRÖTTABLAÐÍÖ 13 en vantaði meiri styrk í fæturnar. GuSjón stekkur sæmilega en er nokkuS þungur. Besta stökkstílinn haföi Sig. Norödahl, sem var 4. maöur, en hann er auösjáanlega ekki í æfingu. 400 metra hlaup. 1. Sigurgeir Ársælsson (Á.) ............. 53.2 sek. 2. Sveinn Ingvarsson (K. R.) ............ 53.6 — 3. Ólafur Símonarsson (Á.)............ 54.6 — Þessir 3 menn lentu saman í riöli og haföi Sigur- geir ystu braut, en Sveinn innstu. Sigurgeir leiddi hlaupiö alla leiö, en á síöustu 100 mtr. bjuggust menn viö að Sveinn myndi spretta úr spori og fara fram úr Sigurgeir, en úr því varð þó ekki. Á und- anförnum mótum hefir engum þýtt aö þreyta þetta hlaup við Svein, þar til loks nú, að hann var sleg- inn út. Æfingin hefir mikið að segja, Sveinn. í síðara riðli hlupu þeir Gunnar Sigurðsson (Í.R) á 56.0 og Guðjón Sigurjónsson (F.H.) á 55.8 og var það spennandi keppni og- mátti ekki á milli sjá, hvor betur hefði, fyr en á síðustu 10 mtr., að Guðjón píndi sig fram úr keppinaut sínum. 5000 metra hlaup. 1. Sigurgeir Ársælsson (Á.) .... 16 mín. 6.4 sek. 2. Ólafur Símonarsson (Á.) .... 17 — 4.2 — 3. Indriði Jónsson (K.R.) ....... 17 — 8.8 — Tími Sigurgeirs er sá næstbesti, sem náðst hefir hér á landi. Guðjón Júlíusson hljóp fyrir mörgum árum á 16 mín. og 6 sek. Á okkar mælikvarða er því tími Sigurgeirs ágætur, sérstaklega með tilliti til þess, að hann hljóp án allrar samkeppni og að nokkur vindur var og ekki nægilega hlýtt í veðri. Hann virðiíit ætla að verða fyrsti íslendingurinn, sem hleypur 5 km. undir 16 mín., að undanskildum Jóni Kaldal, en met hans, 15:23, er sctt í Dan- mörku. Fimmtarþraut. 1. Anton B. Björnsson (K.R.) .......... 2374 stig. 2. Jóhann Bernhard (K.R.) ............. 1971 — Árangur hvors um sig í hinum einstöku greinum var þessi: Langstökk : Anton 5.58 mtr. Jóhann 6.26 mtr. Spjótkast: A. 44.36. J. 38.64. 200 mtr.: A, 25.6 sek. J. 24.3 sek. Kringlukast: A. 30.47. J. 20.37. 1500 mtr.: A. 4 mín. 51 sek. J. 6 min. 8.6 sek. Knattspyrnii' 111 ót íslands. Fram íslandsmeistari í 11. sinn. Knattspyrnumót íslands hófst 26. júlí og lauk 3. ágúst. Svo sem kunnugt er, varð Fram sigurvegari —■ nú í 11. sinn —- en það félag hefir ekki unnið ís- landsmót síðan árið 1925. Hér skal skýrt stuttlega frá einstökum leikjum. 1. K. R.—Fram5:2. Fyrri hálfleikur var fjörugur og vel leikinn á báða bóga, en seinni hálfleikur miklu síðri og sást þá lítið af góðri knattspyrnu. Bæði liðin voru nokk- uð götótt, en K. R. var öruggara. Einstöku sinnum náði Fram góðum samleik, sem þó hélst alltof stutt. Ilér á eftir verður sýnt stigagildi bestu afreka í hverri íþróttagrein; 1. 1500 mtr.: Sigurgeir Ársælsson..... 797 stig 2. 5000 mtr.: Sigurgeir Ársælsson..... 752 — 3. 800 mtr.: Sigurgeir Ársælsson...... 748 — 4. Kringlukast: Kristján Vattnes...... 743 — 5. Kúluvarp: Sigurður Finnsson ....... 729 ■— 6. Hástökk: Sigurður Sigurðsson ...... 727 — 7. 200 mtr.: Sveinn Ingvarsson........ 711 — 8. 400 mtr.: Sigurgeir Ársælsson...... 706 — 9. Sleggjukast: Vilhjálmur Guðmundsson 687 — 10. 100 mtr.: Sveinn Ingvarsson......... 686 — 11. Þrístökk: Sigurður Sigurðsson....... 639 — 12. 110 m. grindahlaup: Sveinn Ingvarss. 629 — 13. Langstökk: Jóhann Bernhard ......... 615 — 14. 10.000 mtr.: Indriði Jónsson........ 607 — 15. Stangarstökk: Hallsteinn Hinrriksson 575 •—• 16. Spjótkast: Ingvar Ólafsson ........ 550 — Þetta yfirlit sýnir manni, hve ágætum árangri hinn ferfaldi meistari Sigurgeir Ársælsson hefir náð. Hann á 3 bestu afrekin, einmitt í þeim grein- um. sem við höfum verið frekar aftarlega í hin síðustu ár. Og þetta er fyrst og fremst að þakka góðri og reglusamri æfingu og einbeittum vilja. —- íþróttamenn, fetið í fótspor Sigurgeirs, og þá munu íslensku metin hrynja hvert af öðru. íkon.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.