Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Qupperneq 20
Allt að 200 þúsund krónur fyrir eina færslu Íslenskir áhrifa­ valdar hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum og glíma margir við tekjutap vegna kórónu­ veirunnar. D avíð Lúther Sigurðar-son, eigandi og fram-kvæmdastjóri auglýs- ingastofunnar Sahara, segir áhrifavaldamarkaðinn á Ís- landi fara ört stækkandi. Ís- lenskir áhrifavaldar taka allt frá 50 til 200 þúsund krónur fyrir eina færslu. Margir áhrifavaldar glíma nú við tekjutap vegna kórónuveir- unnar og þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Stækkandi markaður „Síðastliðin þrjú til fjögur ár hefur áhrifavaldamarkaðurinn rutt sér til rúms á Íslandi og stækkar bara ef eitthvað er. Áhrifavaldar hafa hækkað verð gríðarlega, sem er bara eðlilegt því sumir áhrifavaldar hafa náð miklum árangri. Þeg- ar fyrirtæki finna fyrir því, þá náttúrlega hækkar verðið,“ segir Davíð Lúther. „Svo eru áhrifavaldar sem hafa gert þetta kolvitlaust með því að kaupa fylgjendur fyrir nokkrum árum. Það var og er ómögulegt því þeir fá þetta í bakið, fyrirtæki hafa ekki aftur samband um mögulegt samstarf því fyrsta samstarfið virkaði ekki því það voru bara einhverjir útlendingar eða dauðir reikningar sem fylgja áhrifavaldinum.“ Aðspurður um hvort dýr merkjavara ýti undir vin- sældir áhrifavalda á íslenskum markaði segir Davíð svo ekki vera að hans mati. Mikið hefur borið á að áhrifavaldar séu að taka myndir af sér með rándýr veski og í merkjafatnaði þar sem verðið hleypur á tugum og hundruðum þúsunda. Sam- kvæmt Davíð er slíkt ekki ávísun á að viðkomandi auki verðgildi sitt sem áhrifavaldur. Íslenski áhrifavalda­ markaðurinn á eftir Davíð segir áhrifavaldinn koma betur út fjárhagslega sé hann í samstarfi við aug- lýsingastofu eða jafnvel með umboðsmenn þar sem alls ekki allir hafi viðskipta- eða markaðsbakgrunn. „Það er ekki fyrr en nýlega, kannski síðastliðna átján mánuði, sem auglýsingastofur og umboðsskrifstofur fóru að bakka upp áhrifavalda á með- an skandinavískir áhrifavald- ar hafa unnið á þessum nótum um árabil. Samfélagsmiðla- stjörnur eru kannski bara fólk sem varð óvænt vinsælt og er þá ekki tilbúið með handritið eða með ímyndina á hreinu. Áhrifavaldar hér eru að verða betri og betri í þessu.“ Davíð segir venjulegt verð hjá íslenskum áhrifavöldum fyrir eina færslu vera allt frá 50 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur en verðið hef- ur hækkað gífurlega síðast- liðið ár. Það eru til dæmi um dýrari færslur og svo einnig lengra samstarf áhrifavalds með fyrirtækjum sem kostar þá meira. „Þegar áhrifavaldur fer í samstarf með fyrirtæki til lengri tíma, segjum þrjá mánuði, er venjulega settur upp samningur með fjölda færslna. Í dag eru áhrifavald- arnir sjálfir komnir með eigin launastrúktúr. Þeir hafa loks- ins fundið hann eftir að hafa byggt upp fylgjendur og lært hvað virkar og hvað virkar ekki síðustu tvö til þrjú ár.“ Ekki duglegir að merkja Davíð segir íslenska áhrifa- valda ekki nægilega duglega að merkja færslur sínar ef um samstarf eða auglýsingu er að ræða. „Áhrifavaldar á Íslandi eru yfirleitt að klikka á því og fara mjög óvarlega í þetta. Ég held að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Áhrifavaldar sem eru ekki með umboðs- skrifstofu eða stofu á bak við sig eiga líklega eftir að lenda illa í því, ef þetta heldur svona áfram eins og þetta er hjá mörgum íslenskum áhrifa- völdum,“ segir Davíð. „Fyrir einu og hálfri ári gerði Neytendastofa smá rassíu og það skilaði sér í ákveðinn tíma, en eftir nokkra mánuði fóru áhrifavaldar að gleyma sér aftur.“ Tekjumissir vegna kórónuveirunnar Aðspurður um stöðu íslenskra áhrifavalda vegna kórónuveir- unnar segir Davíð marga glíma við tekjutap meðan aðr- ir komi vel út úr ástandinu. „Það er klárlega tekjumissir hjá stórum hluta íslenskra Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Davíð Lúther Sigurðarson er eigandi og framkvæmdastjóri stafrænu auglýsingastofunnar Sahara. MYND/VIKTOR RICHARDSSON áhrifavalda. En það er líka ákveðinn hluti þeirra sem hefur verið ansi klókur og náð svolítið að bjarga sér með því að vera í samstarfi með fyrir- tækjum sem eru með net- verslun,“ segir Davíð Lúther. „Netverslanir hafa náttúr- lega sprungið út síðastliðnar fimm vikur. Þeir áhrifavald- ar sem eru í samstarfi með svoleiðis fyrirtækjum hafa plumað sig mjög vel, eða bara haldið sér.“ Hann segir enn fremur að það hafi komið nokkur stór og skemmtileg tækifæri fyrir áhrifavalda í tengslum við breytt viðskiptaumhverfi. Hann nefnir bingókvöld Ali á netinu. Skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Hjálmar Örn sér um að stýra því. „Ég held að fimmtán þúsund einstaklingar hafi tekið þátt. Það er eins og heil þjóðhátíð hafi mætt í bingó. Það eru svona tækifæri að poppa upp fyrir áhrifavalda og skemmti- krafta,“ segir Davíð Lúther. n Fyrir einu og hálfu ári síðan gerði Neytenda- stofa smá rassíu og það skilaði sér í ákveðinn tíma.“ Fyrir einu og hálfu ári gerði Neytendastofa smá rassíu og það skilaði sér í ákveðinn tíma. 20 FÓKUS 17. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.