Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Page 24
G uðmunda Ragnhildur Gísladóttir, betur þekkt sem Ragga
Gísla, hefur komið víða við
enda hæfileikarík með ein-
dæmum. Hún er fyrst og
fremst ein af okkar ástsæl-
ustu söngkonum og starfaði til
dæmis með hljómsveitunum
Lummunum, Grýlunum og
Stuðmönnum. Árið 2012 var
Ragnhildur sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir framlag sitt til ís-
lenskrar tónlistar.
Ragga er einnig fantagóð
leikkona og hefur leikið í kvik-
myndunum Með allt á hreinu,
Í takt við tímann, Karlakórinn
Hekla og Ungfrúin góða og
húsið.
Söngkonan glæsilega er 64
ára en hefur sjaldan eða aldr-
ei litið betur út. Henni mætti
helst líkja við stórstjörnuna og
sönggyðjuna Jennifer Lopez
sem sjálf virðist ekkert eldast.
Báðar virðast hreinlega toppa
sig ár hvert.
Ragga Gísla stígur svo
sannarlega í tískuvitið eins
og myndaþátturinn hér gefur
til kynna en íslenskar konur
mættu gjarnan taka sér hug-
rekki Röggu til fyrirmyndar
og þora örlítið eða jafnvel
miklu meira þegar kemur að
fatavali. n
RAGGA GÍSLA ER J-LO ÍSLANDS
Hún er ókrýnd stíldrottning ís-
lenskrar tónlistarsögu. Handhafi
fálkaorðunnar og fyrsta konan
til þess að semja og flytja Þjóð-
hátíðarlagið. Hún Ragga Gísla
er engum lík og gefur heitustu
Hollywood-stjörnum ekkert eftir.
Hér má sjá Röggu Gísla syngja með Grýlunum í kvikmyndinni Með allt á hreinu, en
atriðið er líklega eitt af þekktustu augnablikum íslenskrar tónlistarsögu.
Stórkostleg
mynd af
stórkostlegri
konu.
Takið eftir
hönskunum.
MYND/VILHELM
Söngkonan
glæsilega er 64
ára en hefur
sjaldan eða aldrei
litið betur út.
24 FÓKUS 17. APRÍL 2020 DV