Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 2
Spennandi samsæriskenningar Eftir rúma viku fáum vér Íslendingar úr því skorið hver verður forseti okkar næstu fjögur árin en eins og al­ þjóð hefur undanfarið fengið að finna fyrir á eigin andlega skinni berst hann Guðni, for­ seti síðustu fjögurra ára, nú um næstu fjögur ár við stór­ huga fyrrverandi verðbréfa­ sala og heimsborgara, Guð­ mund Franklín. Samanburður á niðurstöðum skoðanakannana bendir til þess að í þessum efnum sé ekkert gefið. Svokölluð „áreið­ anleg fyrirtæki“ með „mikla reynslu“ í gerð skoðanakann­ ana hafa reiknað út að Guðni hafi mikla yfirburði um allt land. Samkvæmt þeim ætti sigur Guðna að vera vís. Svart­ höfði er þó miklu víðsýnni en svo að hann kokgleypi eitthvert Gallupkjaftæði og vill því einn­ ig líta til heimagerðra kannana hinnar ágætu og oft vanmetnu stöðvar Útvarps Sögu. Á þeim bænum leikur enginn vafi á því að Guðmundur Franklín verður næsti forseti lýðveldisins. Sýn Svarthöfða á tilveruna er svo víð að í raun ætti hann að heita fullu nafni Svarthöfði Víðsýni Lokason. Svo hleypi­ dóma laus er hann í fögnuði fjölbreytileikans að íhaldssemi hvers konar er eitur í hans frjálslegu beinum. Og auðvitað er það hrein og klár íhaldssemi að hafa sama forsetann í fleiri ár en fjögur. Svarthöfði sá ljósið í vikunni þegar hann heyrði allan sann­ leikann um framboð Guðna, eða öllu heldur las allan sann­ leikann. Af Internetinu, nánar tiltekið, og að sjálfsögðu í borð­ tölvu. Í spjallhópi á fyrirbæri því er Fésbók nefnist upplýsti kona nokkur, undir fullu nafni, eftirfarandi: „Vinkona mín var að segja mér að Evrópusam­ bandið sé að fjármagna kosn­ ingabaráttu hans – þetta er samsæri – svo að allt rafmagn á Íslandi verði flutt til Evrópu og við hérna þurfum að nota kerti.“ Já, gott fólk. Það er engin önnur en hún Úrsula von der Leyen, fyrrverandi varnar­ málaráðherra Þýskalands og núverandi forseti fram­ kvæmdastjórnar Evrópusam­ bandsins, sem er heilinn á bak við framboð Guðna Th. Góðir Íslendingar vita ef til vill lítið eða ekki neitt um hana Úrsúlu en hún veit allt um okkur og ef marka má hina frómu konu á Fésbókinni hatast hún Úrsúla við okkur vegna þess að Ísland vill ekki vera memm í ESB. Þess vegna vill hún koma okkar góðu þjóð aftur á mið­ aldir, eða allavega á síðustu öld, þar sem fólk þurfti að nota kerti til að sjá til í myrkrinu. Þegar vel er að gáð er þessi skoðun, sem konan góða slær fram undir fullu nafni, auð­ vitað bláköld staðreynd. Ekki þarf frekari vitnanna við en að Guðni Th. staðfesti í fyrra lög tengd þriðja orku­ pakka Evrópusambandsins. Svarthöfða hefur einmitt þótt Guðni frekar gamaldags og eitthvað svo nægjusamur að hann yrði bara himinlifandi yfir því að hafa bara kerti til að lýsa upp í skammdeginu. Svarthöfði vill forseta sem setur íslensku þjóðina í fyrsta sætið, setur íslensk gildi fram­ ar öðrum og þegar forseti lýð­ veldisins Íslands er spurður hvort hann sé stoltur af því að vera Íslendingur þá er aðeins eitt rétt svar: Absólútlí! n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Út úr lyftunni maður! K æru konur, innilega til hamingju með Kvenréttindadaginn. 19. júní er okkur öllum afar mikilvægur sem hátíðis­ og baráttudagur kvenna á Íslandi, þar sem því er fagnað að þann dag árið 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Það er því við­ eigandi að dómsmálaráðherra landsins, sem er ung kona, prýði forsíðu blaðsins. Hún hefði reyndar ekki fengið að kjósa árið 1915 sökum aldurstakmarka, sem sýnir enn og aftur að þetta mjakast – hægt, en mjak­ ast þó – og hvert skref skiptir sköpum. Nú er svo komið að það þykir líklegt til vinsælda og er talið geta ýtt eldri hugmyndum um yfirvald (miðaldra, hvítir karlmenn) upp um borð, að bera fyrir sig ungt fólk og konur. Ung kona hlýtur því að gefa tvö stig. En bara stundum! Það er gott og blessað að samfélagið sé að átta sig á auðnum sem fólginn er í konum á öllum aldri og mikilvægi þess að blanda saman ólíku fólki, af öllum kynjum, sem víðast. Menn sem hafa verið með VIP­lyftu­ passa frá fæðingu ættu þó að varast að húkka sér far ef það stefnir í röð í þeirra lyftu. Það gerir öllum gott að læra að bíða í röð með til­ heyrandi afsökunarbeiðni, sé stigið á tær. Það er nefnilega vannýtt fegurð fólgin í því átta sig á mistökum – og geta haft orð á þeim. Álit kvenna og þátttaka þeirra í öllum málum – ekki síst stjórnmálum – er bráð­ nauðsynleg. Frumkvöðlar á borð við Vigdísi Finnboga­ dóttur hafa með þátttöku sinni sýnt að kvenlegt innsæi og kraftur gerir samfélagi okkar svo af­ skaplega gott. Íslenskar konur eru hugrakkar og hafa verið óhræddar við að láta til sín taka. Það er því með ólíkindum að enn þurfi að rétt­ læta kynjakvóta. Það eru grát­ lega fáir dagar síðan ég hlustaði á mann tala um að „engar hæfar konur“ fengjust í starf sem hann var að auglýsa. Því neita ég að trúa. Það þarf nefnilega að fara út úr lyftunni til að sjá að helmingurinn af fólkinu fyrir utan eru konur. n Ung kona hlýtur því að gefa tvö stig. En bara stundum! UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/GVA Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísa­ fjarðar, er Vestfirðingur í húð og hár. DV sló á þráðinn til hans og bað hann að nefna fimm uppáhaldsstaði sína á Vestfjörðum. 1 Heimabyggð á Ísafirði Svalasta kaffihús landsins. Frábær matur, enn betra bakkelsi. Sprellihjónin Gunnar og Lísbet toppa svo yfirleitt upplifunina með nokkrum heimatilbúnum skrítlum. 2 Önundarfjörður Önundarfjörður eins og hann leggur sig. Flateyri er nýi uppáhaldsbærinn minn. Holts fjara, fjöllin, fólkið. Allt upp á tíu. Ef Ísland væri hljómsveit þá væri Önundar­ fjörður „greatest hits“ platan. 3 Heydalur í Ísafjarðardjúpi Með tilkomu Dýrafjarðar­ ganga verður Djúpið ekki lengur aðalsamgönguæðin. Allt svæðið mun standa eftir sem aðgengilegt drauma­ land. Friðsæl náttúruparadís þar sem Vigur og Heydalur eru krúnudjásnin. 4 Mýrarfell í Dýrafirði Örstutt fjallganga, sem verð­ launar mann með stórkost­ legu útsýni yfir Dýrafjörð og Þingeyri. Lóa og Beggi á Mýrum bíða svo eftir manni með pönnukökur, kaffi og sögur af refaskyttum. 5 Miðvík í Aðalvík Allt Hornstrandafriðlandið er í miklu uppáhaldi. Hef þvælst þar um allt en fæ aldrei nóg. Nefni Miðvíkina, vegna þess að þar bjó móður­ fjölskyldan áður en víkin lagðist í eyði. Töfraland. FYRIR VESTAN 2 EYJAN 19. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.