Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 19. JÚNÍ 2020 DV
V iktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla,
var 16 ára þegar hann fór út í
atvinnumennsku. Hann segir
upplifunina hafa verið mjög
góða. „Mamma mín flutti með
mér ásamt Alexander Helga,
liðsfélaga mínum í Breiða-
bliki. Hún bjó með okkur
fyrstu sex mánuðina. Þegar ég
lít til baka þá held ég að það
hafi verið mjög mikilvægt, þó
að ég hafi ekki fattað það þá.
Ég er mjög þakklátur fyrir
það. Þetta var mjög góður tími
og mér leið mjög vel í Hollandi
í þessi fimm ár.“
Minna áfall en
maður hefði haldið
Viktor varð fyrir því áfalli að
slíta krossband árið 2014 í ferð
með undir 19 ára landsliði Ís-
lands. Hann segir að áfallið
hafi ekki verið mikið andlega.
„Ég áttaði mig ekkert mikið
á því að ég hefði slitið kross-
band. Um leið og ég kom heim
til Hollands úr landsliðsferð-
inni tók við endurhæfingar-
ferli.
Ég byrjaði strax að æfa með
sjúkraþjálfurum og ég fékk
engan tíma til að melta þetta.
Þetta tók átta mánuði og ég
varð auðvitað eftir á líkam-
lega. Ég tel mig hafa höndlað
þetta vel andlega og þetta
hafði minni áhrif en maður
hefði haldið. Ég byrjaði að
spila sex og hálfum mánuði
eftir aðgerð. Það er held ég
bara mettími, þannig séð,“
segir Viktor.
Fékk nóg af varaliðinu
Viktor spilaði í þrjú ár með
varaliði AZ Alkmar. Hann
fékk fá tækifæri með aðal-
liðinu og kaus því að færa sig
um set. Viktor fór í lið IFK
Värn amo sem var í fallbaráttu
í næstefstu deild Svíþjóðar.
„Þeir voru með 5 stig eftir 15
leiki. Mér var sagt að það væri
að fara í gang ákveðið verk-
efni. Það var að koma inn fullt
af leikmönnum og þeir ætluðu
að gera allt til þess að bjarga
sér frá falli.
Þetta breytti öllu hjá liðinu.
Á seinni hluta tímabilsins
fengum við 27 stig, sem var
næstmest af öllum liðum. Það
gekk mjög vel í Svíþjóð. Ég
byrjaði alla leiki og spilaði
alla leiki sem voru í boði.
Þetta var rosalega gaman og
ég myndi segja að þetta hafi
verið skemmtilegasta tíma-
bilið mitt í atvinnumennsku.“
Viktor samdi við IFK Värn-
amo á miðju tímabili. Liðið
náði ekki að bjarga sér frá
falli. Ekki voru til peningar
til að halda í þá leikmenn sem
komu nýir til liðsins og þurfti
Viktor því að finna sér nýtt
lið.
Gott að koma heim
Viktor var ekki lengi án liðs.
Þrjú íslensk lið sýndu honum
áhuga. Eitt þeirra var upp-
eldisfélag hans Breiðablik.
Tilfinningin að koma heim var
mjög góð, að sögn Viktors. „Ég
bjóst við því að þetta yrði eitt-
hvert sjokk en þetta gerðist
svo hratt. Ég skrifaði undir og
byrjaði strax að æfa og spila
og undirbúningstímabilið
gekk vel. Sumir tala um að það
sé skellur að koma heim, en
mér leið mjög vel með þetta.“
Viktor var inn og út úr byrj-
unarliði Blika á síðustu leik-
tíð. Hann kom við sögu í 14
leikjum og skoraði eitt mark.
Í ár er einn leikur búinn í
Pepsi Max-deildinni. Vikt-
or byrjaði leikinn og skoraði
fyrsta mark Blika í 3-0 sigri á
Gróttu. Tímabilið í fyrra var
mjög þroskandi fyrir Vikt-
or og segist hann finna fyrir
meiri ábyrgð í ár en í fyrra.
„Andrúmsloftið í fullorðins-
bolta eins og í Pepsi-deildinni
er öðruvísi en í unglingaliði
og ég held að það hafi þroskað
mig gríðarlega mikið.
Núna finn ég fyrir trausti
bæði frá leikmönnum og þjálf-
urum.“
Ánægður með
nýjar áherslur
„Við erum með frábæran og
breiðan hóp. Ég veit að ég get
talað fyrir allan hópinn þegar
ég segi að við séum mjög vel
gíraðir inn á planið sem Ósk-
ar, Dóri og Gulli komu með.“
Óskar Hrafn Þorvaldsson,
Halldór Árnason og Gunnleif-
ur Gunnleifsson eru nýtt þjálf-
arateymi Breiðabliks. Þeir
koma með nýjar áherslur inn
í liðið sem leikmennirnir hafa
tekið vel í. „Við erum að spila
aðeins öðruvísi fótbolta en við
höfum gert. Blikar hafa allt-
af verið svokallað „possess-
ion“ lið, en það er til dæmis
nýtt fyrir okkur að spila með
markmanninn svona hátt uppi.
Við viljum fjölga á miðjunni
og spila í gegnum hana. Þegar
við missum boltann viljum við
pressa liðin hátt á vellinum.
Okkur brá svolítið þegar þeir
vildu fá Anton Ara markmann
upp á miðju, en það hefur bara
virkað ágætlega,“ segir Viktor
Karl, yfirvegaður.
„Hann er æðislegur“
Eins og fyrr segir er Óskar á
sínu fyrsta tímabili sem þjálf-
ari Blika. Viktor lýkur lofs-
orði á hann. „Hann gæti verið
svolítið misskilinn ef maður
þekkir hann ekki, en hann er
bara þvílíkur meistari. Það
er mjög auðvelt að ræða við
hann einn á einn. Hann er
líka mjög sanngjarn þjálfari.
Hann segir þér hvenær þú
átt að gera eitthvað betur og
lætur þig vita þegar þú ert að
gera eitthvað vel. Þú finnur
fyrir trausti frá honum þó svo
að hann sé ekki alltaf að segja
það við þig.“
Viktor segir að hugurinn
leiti út, þrátt fyrir að honum
líði mjög vel í Breiðabliki og
hann einbeiti sér að núinu.
Maður vill auðvitað spila á
eins háu stigi og hægt er. Ég
er með skýr markmið, en eins
og staðan er núna líður mér
mjög vel í Breiðabliki.“
Fatalína byrjaði
sem skólaverkefni
Viktor og kærasta hans, Jón-
ína Þórdís Karlsdóttir, eiga
fatamerkið BÖKK, ásamt
Rúrik Gíslasyni knattspyrnu-
manni. „Þetta byrjaði sem
skólaverkefni hjá kærustunni
minni í Verzlunarskóla Ís-
lands. Þegar ég kom heim var
ég að hjálpa til við að skutla
pökkum. Þetta þróaðist svo
út í það að ég keypti mig inn
í fyrirtækið.“
Í fatalínunni er hettupeysa,
stuttermabolur, húfa og belti
sem var upphafið að þessu.
Rúrik er frændi Viktors. „Við
fengum Rúrik til að sitja fyrir
á mynd fyrir Instagram-síðu
fyrirtækisins, sem varð til
þess að hann keypti sig inn
í fyrirtækið.“ BÖKK var
stofnað opinberlega á síðasta
ári. Með haustinu er meira
væntanlegt frá þessu nýja
fatamerki.
Viktor er nýútskrifaður úr
menntaskóla og stefnir á frek-
ara nám. „Ég var að skrá mig í
háskóla í haust. Ég skráði mig
í fullt af dóti, en hef áhuga á
viðskiptum og ég hugsa að ég
taki eitthvað svoleiðis.“ n
SPILAR FYRIR UPPELDISFÉLAGIÐ
EFTIR FRUMRAUN ERLENDIS
Blikinn Viktor Karl segir dvöl sína erlendis hafa verið góða en er spenntur fyrir sumr-
inu í Kópavogi. Hann er með mörg járn í eldinum og stefnir á háskólanám í haust.
Sóley
Guðmundsdóttir
soley@dv.is
Viktor samdi við AZ Alkmar í Hollandi 16 ára gamall. Nú spilar hann með uppeldisfélaginu. MYND/VALLI