Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 37
Í þessari viku segjum við frá því hvaða sumarfrí myndi henta hverju og einu sjtörnumerki best, og þar af leiðandi kom enginn annar til greina en Þorgeir Ástvalds- son tónlistarmaður og útvarpsmaður sem söng meðal annars lagið „Ég fer í fríið“. Þor- geir er líka fæddur í Tvíburamerkinu sem á einmitt afmælismánuð að þessu sinni. Lúna Fírenza, spádíva DV, lagði spilin fyrir hann. Tvíburinn er afar yndislegur, forvitinn og klár! Þeir geta jú átt tvo persónuleika, eins og merkið gefur til kynna, en það kemur ekki að sök. Manni leiðist sjaldan með tvíbbanum, hann er listrænn og uppá- tækjasamur. Æðsti prestur Lykilorð: Trú, hefðir, viska Æðsti prestur er táknrænn fyrir hefðir, en ég finn að þú hefur gott og gaman af hefðum. Þú átt góðar minn- ingar úr fortíðinni þar sem fjölskyldan kom saman, söng og skemmti sér... hefðir eru fallegar, en það er líka gott að vera með opinn hug til að tileinka sér nýjar hefðir og skilja hefðir annarra. Einhver náinn þér mun hvetja þig áfram í nýju áhugamáli sem mun vinda upp á sig. Mundu að rækta innra barnið og forvitnina. Gefðu þér tíma til að leika þér. Myntriddari Lykilorð: Öryggi, agi, gnægð, lærdómur Það er augljóst að þú ert kominn á öruggan og góðan stað í lífinu. Njóttu þess að vera kominn á þennan stað. Nú gefst tími til þess að gefa til baka. Einhver leitar til þín á næstunni með kvíða og stress og þá mun reynsla þín og lífsviska koma sér vel. Mögulega mun þessi ungi einstaklingur, sem leitar ráða hjá þér, kenna þér eitthvað í leiðinni. Myntás Lykilorð: Tækifæri, þróun, húmor Þetta er skemmtilegt spil sem hvetur þig til þess að sjá hlutina frá nýju sjónarhorni. Allt í einu munt þú sjá lausn máls, bara með því að hugsa aðeins öðru- vísi og gefa þér góðan tíma til þess að hlusta á aðra í kringum þig. Þetta mun leiða til nýrra ævintýra og jafnvel nýrrar fjárfestingar sem mun skila vel af sér. Taktu hlutunum ekki of alvarlega og þá sérðu að sumir hlutir eru ekki eins flóknir og fyrst var áætlað. Skilaboð frá spákonunni Ef þér finnst stjörnumerki þitt ekki lýsa þér rétt, þá er um að gera að fletta upp rísandi merkinu þínu, því það segir mest um persónuleika þinn, en það gerir þú í gegnum Google með því að vita klukkan hvað þú fæddist. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Þorgeir Ástvaldsson Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Hrúturinn er metnaðarfullur og á líklega ALLAR útilegugræjur. Þér finnst hreyfing ómissandi hluti af fríinu, svo að sjálfsögðu tekur þú hjólið eða gönguskóna með. Eftir krefjandi hreyfingu átt þú allt gott skilið, jafnvel tvo kalda og grillaðan hammara. Naut 20.04. – 20.05. Nautið er afar jarðbundið merki og nýtur sín best með tærnar í grasinu. Þú átt það til að verða örlítið hvumpin/n og því væri til- valið fyrir þig að fara í frí þar sem þú gætir sofnað við vatnshljóð, einhvers staðar við strönd, læk eða foss. Heyrir þú niðinn? Ahhh! Tvíburar 21.05. – 21.06. Tvíburinn er mikil félagsvera þannig að þitt draumasumarfrí væri með fólkinu þínu. Þú ert til í hvað sem er, og svo lengi sem þú ert í góðum hópi þá ertu til í það. Þú hefur gaman að eigin tónlistar- smekk og ert líkleg/ur til að tryggja aðgengi að góðri tónlist. Kannski henda í spilakeppni líka. Krabbi 22.06. – 22.07. Krabbinn er mikil fjölskylduvera og myndi helst vilja fara í frí með ALLRI fjölskyldu sinni. Þú gerir allt fyrir alla, þannig að sannkallað frí fyrir þig er að komast úr þeim aðstæðum að þurfa að bjarga deginum fyrir einhvern. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið er eldmerki og sækir gjarna í ævintýri. Þú værir týpan til að plana sem minnst, leigja húsbíl og keyra þangað sem vindurinn segir þér að keyra. Þú talar við náttúruna. Láttu það eftir þér að hlusta á hjartað með tjald í skott- inu og ástvini í bílnum. Meyja 23.08. – 22.09. Þú, kæra Meyja, ættir ekki að fara í frí með Ljóninu. Því þú ert týpan sem planar ferðina í bak og fyrir og kýst jafnvel að fara í tilbúnar pakkaferðir. Og ekki sakar ef þú getur lært eitthvað nýtt um þann áfangastað sem þú ferð á og fuglana sem tilheyra þeim stað… Vog 23.09. – 22.10. Þú ert meiri dekurrófa en þú þorir að viðurkenna og ert klárlega týp- an sem myndi kjósa „glamping“ fram yfir hefðbundna tjaldferð. Þú elskar náttúruna en vilt ekki pissa hvar sem er og vilt svo sannar- lega drekka úr glerglasi. Smelltu dúknum og merkjavörubomsunum í skottið og skelltu þér af stað. Þú mátt bruna beint á hótel. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Sporðdrekinn er alltaf til í áskor- anir og finnst það að ganga Fimm- vörðuhálsinn vera bara ágætis frí, eða jafnvel brimbrettaferð til Marokkó. Hvernig væri að byrja á að hjóla til Hveragerðis? Bogmaður 22.11. – 21.12. Hvar fæ ég mest fyrir minnst? Þú ert ekki nískur, Bogi minn, heldur útsjónarsamur. Hvernig væri að skella sér á gott hóteltilboð með þriggja rétta og alles fyrir fjöl- skylduna? Ekki klikka á að taka nesti með í bílinn, því þú þolir ekki sjoppusamlokur. Steingeit 22.12. – 19.01. Steingeitin er vinnualki sem tekur sér sjaldan frí. En þegar þú loks gerir það þá hugsar þú ALLTAF „ég verð að gera þetta oftar“! Þú hefur gaman af sögulegum áfangastöðum og dreymir um að fara að skoða Kólosseum. Í milli- tíðinni mælum við að skoða minj- arnar við Stöng í Þjórsárdalnum. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Vatnsberinn er merkið sem myndi njóta sín best virkilega einsamalt í fríi og fá mikið út úr því að skella sér í fjallgöngu með allt á bakinu og gista þar sem það þreytist, borða þegar það hentar og láta engan segja sér fyrir verkum. Fiskur 19.02. – 20.03. Allir Fiskar ættu að eiga sinn eigin sumarbústað og myndu nota hann mikið ef þeir ættu slíkan. Fiskur- inn hefur gott að því að komast reglulega út úr bænum til þess að núllstilla sig. Fyrir þér væri garð- rækt í eigin sumarbústað besta fríið. Vikan 19.06. – 25.06. Ég fer í fríið Forsætisráðherrahjónin MYND/VILHELM stjörnurnarSPÁÐ Í K atrín Jakobsdóttir forsætisráðherra viðurkenndi í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar að fjölskyldan yrði stundum út undan vegna vinnuálags. Hún sagðist stundum ekkert skilja í hvernig eigin- maður hennar nennir að vera með henni vegna þessa. DV lék forvitni að vita hvernig Katrín og Gunnar Örn Sigvaldason eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Katrín er Vatnsberi og Gunnar er Fiskur. Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par og þrífst samband þeirra á gagnkvæmri virðingu fyrir tilfinningum og hugmyndum hvors annars. Þrátt fyrir það eiga þau stundum erfitt með að skilja persónuleika hvors annars. Vatnsberinn á það til að vera of dómharður og taka ákvörðun um fólk sem er ekki sam- mála honum. Ólíkt maka sínum á Fiskurinn til að vera of góður, jafnvel við fólk sem á góð- mennsku hans ekki skilið. Traust skiptir þau bæði miklu máli og getur farið á gjörólíka vegu. Annaðhvort falla þau í stóran lygavef þar sem þau týnast, eða þau eru ávallt hreinskilin við hvort annað. Hvort það verður, fer algjör- lega eftir nándinni á milli þeirra. n Gunnar Örn Sigvaldason 13. mars 1978 Fiskur n Listrænn n Blíður n Hjartagóður n Tilfinninganæmur n Treystir of mikið n Dagdreyminn Katrín Jakobsdóttir 1. febrúar 1976 Vatnsberi n Frumleg n Sjálfstæð n Mannvinur n Framsækin n Fjarlæg n Ósveigjanleg MYND/AÐSEND STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 19. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.